Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

250. fundur 10. janúar 2018 kl. 06:30 - 07:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Beiðni um fjárstuðning 2018

1801002

Vogar TV óska eftir styrk til kaupa á búnaði
Erindi forsvarsmanna Voga TV dags. 22.12.2017, beiðni um fjárstyrk vegna kaupa á tækjabúnaði.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000, bókist á lið 2153-4990.
Björn Sæbjörnsson bókar að hann telji eðlilegt að erindi frá félagasamtökum sé vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar, og afgreidd á þeim vettvangi.

2.Hundagerði í Vogum.

1712004

Hulda Árnadóttir fer þess á leit við sveitarfélagið að sett verði upp hundagerði. Málið hefur einnig verið tekið til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd, sem tók jákvætt í erindið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, og telur að uppsetning hundagerðis sé til þess fallin að bæta aðstöðu fyrir hundahald í sveitarfélaginu. Samþykkt að vísa málinu til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2019 - 2022.

3.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2017/2018

1709021

Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins ásamt tillögu að úthlutunarreglum.
Sveitarfélagið Vogar hefur fengið úthlutað byggðakvóta (96 þorskígildistonn) fyrir fiskveiðiárið 2017 - 2018, sbr. erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21.11.2017.

Bæjarráð samþykkir að leggja til að svohljóðandi sérreglur skuli gilda um úthlutun kvótans:
Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1.gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2. ? 3.gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.


4.Sorphirða í Sveitarfélaginu Vogum

1801010

Umfjöllun um sorphirðu í sveitarfélaginu (þjónustustig, þjónustubrest)
Sorphirðu í sveitarfélaginu var að einhverju leyti ábótavant um jól og áramót a.m.k. í hluta sveitarfélagsins. Af því tilefni var óskað skýringa af hálfu Kölku og verktaka þess í sorphirðu.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
Björn Sæbjörnsson f.h. D-listans harmar þær vanefndir sem voru á sorphirðu í sveitarfélaginu í kringum hátíðarnar og telur þær skýringar sem gefnar hafa verið algjörlega óviðunandi.

5.Slit DS

1710024

Fundargerðir 1. og 2. fundar slitastjórnar DS
Fundargerðir 1. og 2. funda skiptastjórnar DS.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram. Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma um að eftirstöðvunum verði ráðstafað í sérstakan sjóð til uppbyggingar hjúkrunarrýma sbr. bókun í 2. fundargerð skiptastjórnar.

6.Gjaldskrá sveitarfélagsins

1706011

Leiðrétting gjaldskrár vegna reikningsvillu
Gjaldskrá sveitarfélagsins er tekin fyrir að nýju, í ljósi þess að villa varð við vinnslu gjaldskrárinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2018. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 8.1.2018.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að fjárhæð leigu íbúða sveitarfélagsins í Álfagerði skuli vera kr. 90.119 á mánuði, árið 2018.

7.Úthlutun lóða á miðbæjarsvæði

1601046

Lyngholt 6 - endurúthlutun
Endurúthlutun lóðarinnar Lyngholt 6 (einbýlishúsalóð), þar sem sá aðili sem fékk lóðinni úthlutað ákvað að taka ekki lóðina.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Gísla Stefánssyni og Guðnýju Ágústu Guðmundsdóttur lóðinni, en þau höfðu einnig sótt um hana. Samkvæmt þessu er lóðin Lyngholt 8 nú laus til úthlutunar.

8.Lyngholt 10. Umsókn um lóð

1712034

Eignarhaldsfélagið Normi ehf. sækir um lóðina Lyngholt 10 (einbýlishús)
Eignarhaldsfélagið Normi ehf. sækir um lóðina Lyngholt 10 (einbýlishúsalóð).

Bæjarráð samþykkir umsóknina og úthlutar umsækjandanum lóðinni Lyngholt 10

9.Umsókn um lóð.

1801013

Húseining ehf. sækir um svæði til byggingar 25 íbúðarhúsa
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakkar erindið og þann áhuga sem fyrirtækið sýnir á uppbyggingu smáhýsabyggðar í sveitarfélaginu. Að svo stöddu hefur sveitarfélagið ekki svæði til úthlutunar fyrir slíka byggð. Bæjarráð vísar erindinu til frekari umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.

10.Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi

1712031

Erindi Landgræðslu Ríkisins um endurheimt og varðveislu votlendis á Íslandi - lykilhlutverk sveitarfélaga.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

11.Til umsagnar 40. mál frá nefndasviði Alþingis

1801001

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

12.Til umsagnar 11. mál frá nefndasviði Alþingis

1801003

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

13.Til umsagnar 27. mál frá nefndasviði Alþingis

1712030

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

14.Til umsagnar 26. mál frá nefndasviði Alþingis.

1712029

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

15.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2017.

1703027

Fundargerðir 23. og 24. fundar Þekkingarseturs Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

16.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017

1703044

Fundargerðir 724., 725. og 726. funda stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

17.Fundir Stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2017.

1703050

Fundargerð 26. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

18.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2018.

1801009

Fundargerð 136. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Afgreiðsla bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:30.

Getum við bætt efni síðunnar?