Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

138. fundur 26. október 2017 kl. 18:00 - 19:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 242

1709007F

Fundargerð 242. fundar bæjarráðs er lögð fram á 138. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu einstakra liða fundargerðarinnar samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 243

1709008F

Fundargerð 243. fundar bæjarráðs er lögð fram á 138. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu einstakra liða fundargerðarinnar samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 243 Vinnufundur bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar. Á fundinn mættu deildarstjórar / forsötðumenn sveitarfélagsins:

    Vignir Friðbjörnsson, deildarstjóri Umhverfis og eigna
    Svava Bogadóttir og Hálfdán Ágústsson, Stóru-Voguskóla
    María Hermannsdóttir, Heilsuleikskólinn Suðurvellir
    Stefán Aðalsteinsson, frístunda- og menningarfulltrúa
    Anna Hulda Friðriksdóttir, skrifstofustjóri.


3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 244

1710002F

Fundargerð 244. fundar bæjarráðs er lögð fram á 138. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu einstakra liða fundargerðarinnar samhljóða með sjö atkvæðum.

4.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 75

1709004F

Fundargerð 75. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 138. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu einstakra liða fundargerðarinnar samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlunina.
    Fræðslunefnd leggur til að mótaðar verði verklagsreglur vegna undirmönnunar. Einnig lagt til að í fjárhagsáætlunargerð næsta árs verði skoðuð þörf á mönnun afleysingarstöðugilda.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Skýrslan lögð fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Fræðslunefnd samþykkir breytinguna.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram.
  • 4.7 1708053 Lesfimipróf.
    Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 75 Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram.

5.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94

1710001F

Fundargerð 94. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 138. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu einstakra liða fundargerðarinnar samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu frá auglýstri tillögu að lóð nr. 1a við Hraunholt fyrir dreifistöð færist lítillega frá núverandi lóð til vesturs í átt að Heiðarholti. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Afgreiðslu umsóknarinnar er frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara athugasendum og skýra nánar fyrir lóðarhöfum lóðamörk skv. drögum að nýjum lóðarblöðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Í ljósi minnisblaðs skipulagsráðgjafa er ekki hægt að heimila íbúðabyggð á lóðunum. Tekið er jákvætt í erindið ef lóðir eru færðar fjær þjóðvegi sem gæfi möguleika á uppbyggingu.
    Bókun fundar Til máls tók: BS, IG
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Lagt er til við bæjarstjórn að sett verði upp þrenging í Brekkugötu sambærileg og er í Egilsgötu til að hægja á umferð.
    Bókun fundar Til máls tók: GK, BBÁ, ÁE, IG
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Formanni nefndarinnar og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera skýrsluna og skila.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að hafin verði undirbúningur að breytingu aðalskipulags.

6.Fjárhagsáætlun 2018 - 2021

1706028

Fjárhagsáætlun 2018 - 2021: Fyrri umræða.
Fjárhagsáætlun 2018 - 2021, fyrri umræða.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 24.10.2017, þar sem fram koma helstu fjárhæðir fjárhagsáætlunarinnar.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, BBÁ

Fundi slitið - kl. 19:25.

Getum við bætt efni síðunnar?