Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

94. fundur 19. október 2017 kl. 17:30 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Formaður leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka á dagskrá málið: Nýtt vatnsból sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða að taka málið á dagskrá.

1.Iðndalur - Deiliskipulagsbreyting

1708025

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 22.08.2017. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Iðnaðarsvæði við Vogabraut - Deiliskipulagsbreyting

1701032

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 22.08.2017. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu frá auglýstri tillögu að lóð nr. 1a við Hraunholt fyrir dreifistöð færist lítillega frá núverandi lóð til vesturs í átt að Heiðarholti. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Kirkjugerði 11. Umsókn um byggingarleyfi, bílskúr

1706024

Umsókn Svandísar Magnúsdóttur vegna stækkunar á bílskúr mhl. 02 skv. teikningum Þorgeirs Jónssonar dags. 15.07.2017.
Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir hafa borist frá eiganda Tjarnargötu 24, skv. bréfi dags. 25.09.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Afgreiðslu umsóknarinnar er frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara athugasendum og skýra nánar fyrir lóðarhöfum lóðamörk skv. drögum að nýjum lóðarblöðum.

4.Höfðaland. Fyrirspurn um skipulagsmál.

1708024

Bréf Þórunnar Bjarndísar Jónsdóttur dags. 27.08.2017 ásamt fylgiskjölum. Farið er þess á leit að veitt verði heimild til breytinga á aðalskipulagi og lóðirnar Höfðaland 1, 2 og 3 verði deiliskipulagðar.
Fyrir liggur minnisblað skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins um hvort möguleg uppbygging íbúðarlóðanna sé í samræmi við aðalskipulag Voga 2008-2028.
Niðurstaðan er að uppbygging á lóðunum samræmist ekki aðalskipulagi. Jafnframt að vegna fjarlægðarmarka við þjóðveg sé líklega ekki mögulegt að skilgreina lóðirnar sem íbúðarsvæði í aðalskipulagi.
Reifaður er sá möguleiki að lóðareigandi athugi með færslu lóðanna fjær þjóðvegi þannig að mögulegt yrði að byggja utan fjarlægðarmarka.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Í ljósi minnisblaðs skipulagsráðgjafa er ekki hægt að heimila íbúðabyggð á lóðunum. Tekið er jákvætt í erindið ef lóðir eru færðar fjær þjóðvegi sem gæfi möguleika á uppbyggingu.

5.Umferðarmál í Vogum

1710022

Umræða um hraðakstur í Vogum.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Lagt er til við bæjarstjórn að sett verði upp þrenging í Brekkugötu sambærileg og er í Egilsgötu til að hægja á umferð.

6.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga - Skýrsla náttúruverndarnefndar

1710021

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 09.10.2017 þar sem kynntur er 20. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður 9. nóvember nk. Einnig er minnt á skil skýrslu náttúruverndarnefnda um yfirlit yfir störf sín.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Formanni nefndarinnar og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera skýrsluna og skila.

7.Nýtt vatnsból sveitarfélagsins

1506017

Niðurstöður rannsóknaborana fyrir nýtt vatnsból liggja fyrir, í kjölfarið þarf að ráðast í breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar, með beiðni um að hafinn verði undirbúningur að breytingu aðalskipulags sveitarfélagsins vegna breyttrar staðsetningar vatnsbólsins m.v. núgildandi aðalskipulag.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að hafin verði undirbúningur að breytingu aðalskipulags.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?