Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

75. fundur 25. september 2017 kl. 18:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Brynhildur Hafsteinsdóttir formaður
  • Davíð Harðarson varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson 1. varamaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Salóme Sigurðardóttir aðalmaður
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri embættismaður
  • Svava Bogadóttir, skólastjóri embættismaður
  • Oddný Þóra Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Starfsáætlun leikskólans 2017 - 2018

1709040

Starfsáætlun leikskólans fyrir skólaárið 2017 - 2018 lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlunina.
Fræðslunefnd leggur til að mótaðar verði verklagsreglur vegna undirmönnunar. Einnig lagt til að í fjárhagsáætlunargerð næsta árs verði skoðuð þörf á mönnun afleysingarstöðugilda.

2.Námsferð starfsfólks leikskólans

1610005

Skýrsla um námsferð starfsfólk leikskólans 2017
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Skýrslan lögð fram.

3.Skóladagatal 2017 - 2018

1703032

Ósk um breytingu á skóladagatali, fella niður starfsdag 28.maí og slíta skóla degi fyrr 5.júní.
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd samþykkir breytinguna.

4.Starfsmannamál Stóru-Vogaskóla

1505029

Skólastjóri gerir grein fyrir stöðu starfsmannamála skólans á yfirstandandi skólaári
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

5.Málefni tónlistarskóla

1401027

Almenn umfjöllun um málefni tónlistarkennslu og eflingu hennar
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

6.Markmið og viðmið fyrir starf frístundaheimila.

1704014

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem vekur athygli á efni á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

7.Lesfimipróf.

1708053

Erindi Menntamálastofnunar um niðurstöður lesfimiprófs
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?