2206024
1. liður úr fundargerð 42. fundar Skipulagsnefndar frá 20. september 2022
Kirkjuholt aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag - 2206024
Tekið fyrir að nýju, að lokinni kynningu skipulagslýsingar skv. 1. mgr. 30 gr og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga. Ein athugasemd barst á kynningartíma og umsagnir umsagnaraðila. Fyrirhugað er að koma fyrir nokkrum íbúðarlóðum þar sem gert verður ráð fyrir sérbýlis- og fjölbýlishúsum á 1-2 hæðum. Breyta þarf aðalskipulagi vegna breytinga á landnotkun og viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka lóðir og byggingarreiti ásamt því að skilgreina fyrirkomulag aðkomu og setja þau ákvæði sem ástæða er til í deiliskipulag.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi ásamt því að óska eftir því við Skipulagsstofnun að fá að auglýsa tillögu að aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagsslaga nr. 112/2010. Samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar verður nýtt deiliskipulag auglýst.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.