Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

196. fundur 06. október 2022 kl. 18:00 - 18:16 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Ingþór Guðmundsson 1. varamaður
    Aðalmaður: Eva Björk Jónsdóttir
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða um að setja á dagskrá fundargerð 359. fundar bæjarráðs frá 5.10.2022

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

1.Kirkjuholt aðalskipulagsbreyting

2206024

1. liður úr fundargerð 42. fundar Skipulagsnefndar frá 20. september 2022

Kirkjuholt aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag - 2206024

Tekið fyrir að nýju, að lokinni kynningu skipulagslýsingar skv. 1. mgr. 30 gr og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga. Ein athugasemd barst á kynningartíma og umsagnir umsagnaraðila. Fyrirhugað er að koma fyrir nokkrum íbúðarlóðum þar sem gert verður ráð fyrir sérbýlis- og fjölbýlishúsum á 1-2 hæðum. Breyta þarf aðalskipulagi vegna breytinga á landnotkun og viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka lóðir og byggingarreiti ásamt því að skilgreina fyrirkomulag aðkomu og setja þau ákvæði sem ástæða er til í deiliskipulag.
Samþykkt

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi ásamt því að óska eftir því við Skipulagsstofnun að fá að auglýsa tillögu að aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagsslaga nr. 112/2010. Samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar verður nýtt deiliskipulag auglýst.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Grænaborg - breyting á aðalskipulagi

2005039

Erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa. Við lokaafgreiðslu aðalskipulagsbreytingar við Grænuborg gerði Skipulagsstofnun athugasemd við ósamræmi á milli gildandi aðalskipulags og deiliskipulags. Ekki var getið um hreinsistöð í gildandi aðalskipulagi en hennar var getið í auglýstri deiliskipulagstillögu og endurskoðun aðalskipulags sem er óstaðfest. Skipulagsstofnun leggur til lagfæringar sem nú hefur verið tekið tillit til. Leiðréttingin felur það í sér að bætt hefur verið við tákni fyrir iðnaðarsvæði á skipulagsuppdrætti vegna dælu- og hreinsistöðvar og þess getið í texta.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir lagfærðan uppdrátt í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa breytinguna í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: GAA

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2104113

Tekið fyrir að nýju 1. liður úr fundargerð 41. fundar Skipulagsnefndar frá 29. ágúst 2022. Málið var á dagskrá 195. fundar bæjarstjórnar þann 31. ágúst 2022. Samþykkti bæjarstjórn samhljóða með sjö atkvæðum tillögu forseta um að fresta afgreiðslu málsins.
Fundur bæjarstjórnar með fulltrúum Landsnets var haldinn 16. september 2022. Meðfylgjandi útsendri dagskrá eru fylgigögn sem fulltrúar Landsnets kynntu á þeim fundi. Jafnframt fylgja útsendri dagskrá eftirfarandi ný fylgigögn frá Landsneti:

1. Minnisblað Landnets um Mekanískt þol jarðstrengja, dagsett 3.10.2022, móttekið 3.10.2022.
2. Minnisblað SN2 - Mat á náttúruvá, rýni á skýrslu Jarðvísindastofnunar, tekið saman af Verkfræðistofunni Eflu fyrir Landnset dagsett 2.7.2020, móttekið 22.09.2022.
3. Hafnarfjörður - Suðurnes, Suðurnesjalína 2, glærukynning Landnets af fundi með fulltrúum bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga, dagsett 16.09.2022, móttekið 21.09.2022.
4. Drög að skýrslu um Jarðvá á Reykjanesi og greiningu á viðbúnaði veitufyrirtækja vegna orkuinnviða, dagsett mars 2021, móttekið 21.09.2022.

Forseti leggur fram tillögu um að bæjarstjórn vísi málinu aftur til Skipulagsnefndar með beiðni um að nefndin yfirfari tillögu sína að afgreiðslu með hliðsjón af þeim upplýsingum sem lagðar hafa verið fram.

Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um að vísa málinu aftur til Skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: GAA

4.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 358

2209001F

Fundargerð 358. fundar bæjarráðs er lögð fram á 196. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

5.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 359

2209007F

Fundargerð 359. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 196. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarfulltrúar Birgir Örn Ólafsson og Andri Rúnar Sigurðsson taka ekki þátt í afgreiðslu á lið 5.15 í fundargerð bæjarráðs.

Til máls tóku: BÖÓ, BS, GAA

6.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 42

2209005F

Fundargerð 42. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 196. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarfulltrúi Birgir Örn Ólafsson tekur ekki þátt í afgreiðslu á lið 6.3 í fundargerð Skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 42 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi ásamt því að óska eftir því við Skipulagsstofnun að fá að auglýsa tillögu að aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagsslaga nr. 112/2010. Samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar verður nýtt deiliskipulag auglýst.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 42 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin frestar erindinu til næsta fundar.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 42 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin felur byggingarfulltrúa að svara bréfritara.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 42 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir fyrirhugað uppbyggingu á lóð Iðndals 7. Hinsvegar er ekki fallist á gistiherbergi til skemmri tíma á lóð Iðndals 11.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 42 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið en leggur til að farið verði um gamla Keflavíkurveg.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 42 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin frestar erindinu.

7.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 15

2209004F

Fundargerð 15. fundar Umhverfisnefndar er lögð fram á 196. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarfulltrúi Birgir Örn Ólafsson tekur ekki þátt í afgreiðslu á lið 7.6 í fundargerð Umhverfisnefndar.

8.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101

2208006F

Fundargerð 101. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 196. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu frístunda- og menningarnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarfulltrúi Birgir Örn Ólafsson tekur ekki þátt í afgreiðslu á lið 8.9 í fundargerð Frístunda- og menningarnefndar.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Fulltrúar félagasamtaka sem tóku þátt í Fjölskyldudögum voru gestir fundarins undir þessum lið. Rætt var vítt og breitt um dagskrána og framkvæmd hátíðarinnar. Margar góðar hugmyndir komu fram sem teknar verða til athugunar fyrir næsta ár.
    Frístunda- og menningarnefnd þakkar öllum félagasamtökum sem komu að hátíðinni í ár fyrir sitt framlag. Einnig íbúum sem settu svip á hátíðina, m.a. með flottum skreytingum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Viðburðarhandbók sveitarfélagsins er lifandi plagg sem er vistað á Teams svæði Frístunda- og menningarnefndar og nýtist við skipulagningu viðburða á vegum sveitarfélagsins. Handbókin er endurskoðuð reglulega.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Á fundinum voru rædd nokkur atriði sem Frístunda- og menningarnefnd telur að þurfi að skýra nánar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram í samstarfi við fulltrúa Þróttar.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti dagskrá eldri borgara nú í haust. Félagsstarfið er farið í gang og bæði er um að ræða hefðbundið starf en einnig er boðið upp á námskeið og skemmtanir á hverju ári.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Ákveðið að fresta málinu til næsta fundar.
  • 8.6 2203040 Vinnuskóli 2022
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Ákveðið að fresta málinu til næsta fundar.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur til að gerður verði samningur við félag eldri borgara um að veita félaginu árlegan rekstrarstyrk sem notaður verði í starfsemi félagsins. Með þessu myndi skipulag og framkvæmd félagsstarfsins færast í auknum mæli til félagsins en íþrótta- og tómstundafulltrúi verður jafnframt tilbúinn til ráðgjafar.
    Frístunda- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að leggja fram drög að slíkum samningi til kynningar áður en nefndin tekur afstöðu til erindisins.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Sveitarfélagið hlaut 100.000 kr. í styrk til að efla félagsstarf eldri borgara og hefur styrknum þegar verið ráðstafað í námskeið fyrir þá.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Frístunda- og menningarnefnd þakkar Særúnu gott bréf og hvetur til að menningarleg og söguleg sjónarmið verði höfð í heiðri við skipulag svæðisins í kringum Hafnargötu 101.

9.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 99

2209003F

Fundargerð 99. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 196. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Fræðslunefndar á einstökum erindum í fundargerðinni.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:16.

Getum við bætt efni síðunnar?