Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

15. fundur 21. september 2022 kl. 17:30 - 19:47 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Ragnar Karl Kay Frandsen varaformaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Ellen Lind Ísaksdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
Formaður óskaði eftir því að taka mál nr. 6, málsnr. 2203048, Hafnargata 101 - Erindi frá Særúnu Jónsdóttur, inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.

1.Betra Ísland - ábendingar um hvað má betur fara í umhverfismálum

2106010

Farið yfir stöðu verkefnisins.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Farið var yfir stöðu verkefnisins. Nefndin leggur til að rætt verði við landeigendur um staðsetningu hundagerðis austanmegin við gatnamót Vatnsleysustrandarvegar (Guðnýjartún).

2.Umferðaröryggisáætlun 2022

2201012

Hafin er vinna við gagnaöflun fyrir umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins.
Lagt fram
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Staða og framhald verkefnisins kynnt.

3.Uppbygging og þróun ferðamannastaða í sveitarfélaginu

2209016

Farið fyrir uppbyggingu og þróun ferðamannastaða í sveitarfélaginu. Skilgreina þarf betur verkefnin innan sveitarfélagsins, tilgang og forgangsröðun þeirra. Niðurstaða nefndarinnar verður skilað til Markaðstofu Reykjaness og Reykjanes Geopark.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndi fór yfir málið og lagði til betri skilgreiningu á verkefnum sem sviðsstjóra er falið að senda viðeigandi aðilum.

4.Aðkoma inn í bæinn, hönnun, kostnaðarreikningur og undirbúningur.

2204021

Lögð er fyrir nefndina tillaga Landslags að aðkomu inn í þéttbýlið. Um er að ræða hleðsluvegg á Vogaveginum skammt frá Reykjanesbraut.
Samþykkt
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðstjóra að klára hönnun og kostnaðaráætlun.

5.Göngu- og hjólreiðastígur Vogastapi

2107005

Lagt er fyrir nefndina lega og hönnun göngu- og hjólastígs yfir Vogastapa.
Lagt fram
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að tekið verði tillit til gamla þjóðavegarins og varðveislu hans sem samgönguminja. Huga þarf að reiðleiðum í aðalskipulagi á svæðinu og taka tillit til fleiri hagsmunaaðila. Nefndinni líst vel á að farin verði neðri leið að gatnamótum við Grindavík.

6.Hafnargata 101 - Erindi frá Særúnu Jónsdóttur

2203048

Bréf Særúnar Jónsdóttur dags. 26. ágúst 2022 lagt fram.
Frestað
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin frestar erindinu.

7.Ársfundur náttúruverndarnefnda

2206052

Bæjarráð vísar erindinu til Umhverfisnefndar, og óskar eftir að nefndin tilnefni fulltrúa sveitarfélagsins til setu á ársfundinum.
Samþykkt
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að fulltrúi sveitarfélagsins verði Guðrún Kristín Ragnarsdóttir.

8.Stefna 2022-2027 um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi

2207021

Bæjarráð óskar eftir fresti til að skila inn umsögn og vísar málinu til umfjöllunar og umsagnar í Umhverfisnefnd.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við stefnu 2022-2027 um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi.

Fundi slitið - kl. 19:47.

Getum við bætt efni síðunnar?