Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

99. fundur 03. október 2022 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Eva Björk Jónsdóttir varaformaður
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Annas Jón Sigumundsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
  • Bjarki Þór Kristinsson varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason embættismaður
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Erna Margrét Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hilmar Egill Sveinbjörnsson embættismaður
  • Henríetta Ósk Melsen áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Beiðni um undanþágu frá reglum um stuðning við starfsfólk í réttindanámi

2209039

Lögð fram beiðni leikskólastjóra um undanþágu frá ákvæði í reglum um stuðning við leiðbeinendur í réttindanámi sem kveður á um starfstíma við skólann.
Samþykkt
Fræðslunefnd samþykkir beiðnina og felur leikskólastjóra úrvinnslu málsins.

2.Starfsáætlun grunnskóla

2209031

Starfsáætlun Stóru-Vogaskóla fyrir skólaárið 2022-2023 lögð fram.
Lagt fram
Skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir starfsáætlun skólans en hana má einnig finna á heimasíðu skólans.

3.Ráðningarmál í grunnskóla

2209030

Skólastjóri fer yfir ráðningar vetrarins.
Lagt fram
Hlutfall réttindakennara hefur aukist í skólanum og nokkrir einstaklingar eru í réttindanámi. Heildarstöðugildi við skólann eru þau sömu og síðastliðinn vetur.

4.Brotthvarf úr framhaldsskólum - Skýrsla

2205009

Bréf frá Samband íslenskra sveitarfélaga vegna skýrslu Velferðarvaktarinnar og bréf frá Velferðarvaktinni. Vísað til Fræðslunefndar frá bæjarráði.
Lagt fram
Skýrslan lögð fram. Fræðslunefnd hvetur bæjarstjórn til að vekja athygli á reglum um mennta-, menningar- og afreksmannasjóð Sveitarfélagsins Voga, til dæmis með því að kynna þær fyrir nemendum og forráðamönnum 10. bekkjar.

5.Leiðarljós og áherslur skólanefndar

2208041

Vísað til Fræðslunefndar frá Bæjarráði. Leiðarljós og áherslur skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá 2018 til skoðunar og umsagnar.
Lagt fram
Lagt fram.

6.Starfsáætlun 2022-23 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2209026

Starfsáætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla lögð fram til kynningar.
Lagt fram
Aðstoðarskólastjóri kynnti starfsáætlunina en hana má finna á heimasíðu Heilsuleikskólans Suðurvalla.

7.Erindisbréf fræðslunefndar, siðareglur fyrir kjörna fulltrúa

2209032

Farið yfir erindisbréf fræðslunefndar ásamt siðareglum Sveitarfélagsins Voga fyrir kjörna fulltrúa.
Lagt fram
Forstöðumaður stjórnsýslu kynnir erindisbréf Fræðslunefndar og siðareglur fyrir kjörna fulltrúa.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?