Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

42. fundur 20. september 2022 kl. 17:30 - 19:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
Formaður óskaði eftir því að taka mál nr. 6, málsnr. 2208022, Deiliskipulag miðbæjarsvæðis, inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.

1.Kirkjuholt aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag

2206024

Tekið fyrir að nýju, að lokinni kynningu skipulagslýsingar skv. 1. mgr. 30 gr og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga. Ein athugasemd barst á kynningartíma og umsagnir umsagnaraðila. Fyrirhugað er að koma fyrir nokkrum íbúðarlóðum þar sem gert verður ráð fyrir sérbýlis- og fjölbýlishúsum á 1-2 hæðum. Breyta þarf aðalskipulagi vegna breytinga á landnotkun og viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka lóðir og byggingarreiti ásamt því að skilgreina fyrirkomulag aðkomu og setja þau ákvæði sem ástæða er til í deiliskipulag.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi ásamt því að óska eftir því við Skipulagsstofnun að fá að auglýsa tillögu að aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagsslaga nr. 112/2010. Samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar verður nýtt deiliskipulag auglýst.

2.Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5

2205002

Lögð er fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir nýja íbúðabyggð ofan við Dali, nánar tiltekið svæði ÍB-5 í gildandi aðalskipulagi, skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið og því er um að ræða nýtt deiliskipulag sem samræmist gildandi aðalskipulagi.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin frestar erindinu til næsta fundar.

3.Hafnargata 101 - Erindi frá Særúnu Jónsdóttur

2203048

Bréf Særúnar Jónsdóttur dags. 26. ágúst 2022 lagt fram.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin felur byggingarfulltrúa að svara bréfritara.

4.Iðndalur 7-11 fyrirspurn vegna breytinga á deiliskipulagi

2201013

Jón Magnús leggur inn fyrirspurnarteikningar fyrir Iðndal 7 og 11. Varðandi lóð 7 þá er ætlunin að byggja og innrétta verslunarrými á lóð 7 á einni hæð með steyptri loftaplötu, með möguleika á að byggja efri hæð seinna til íbúðar. Ætlunin er að byggja á einni hæð en eiga þann möguleika á að bæta við efri hæð skv. skipulagi. Varðandi lóð 11 þá er ætlunin að byggja og innrétta viðverurými fyrir starfsfólk lóðarhafa, þessi gistiherbergi eru hugsuð til skemmri tíma en húsnæðið er ætlað til útleigu á skrifstofurýmum. Byggingin er á einni hæð með steyptri loftaplötu, með möguleika á að byggja efri hæð seinna til íbúðar eða atvinnu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir fyrirhugað uppbyggingu á lóð Iðndals 7. Hinsvegar er ekki fallist á gistiherbergi til skemmri tíma á lóð Iðndals 11.

5.Göngu- og hjólreiðastígur Vogastapi

2107005

Lagt er fyrir nefndina lega og hönnun göngu- og hjólastígs yfir Vogastapa.
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið en leggur til að farið verði um gamla Keflavíkurveg.

6.Deiliskipulagsbreyting miðbæjarsvæði

2208022

Í breytingunni felst að byggingareitum fjölgar úr tveimur í þrjá. Heimilt verður að byggja á 1-2 hæðum fyrir miðbæjarstarfsemi, verslun og þjónustu. Einnig er heimilit að byggja fjölbýlishús á 3-4. hæðum. Ásamt því eru settir skilmálar um nýtingarhlutfall og fjölda íbúða. Fyrir liggur úthlutun bæjarráðs á lóðinni.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin frestar erindinu.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?