2107002F
Fundargerð 334. fundar bæjarráðs er lögð fram á 183. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Samþykkt
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið er lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334
Sótt var um styrk til fráveituframkvæmda hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ráðuneytið hefur nú samþykkt umsóknina og styrkir fráveituframkvæmdir sveitarfélagsins 2020 og 2021 um 30% af kostnaði.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334
Sveitarfélagið er þátttakandi í verkefninu "Barnvænt sveitarfélag", í samstarfi við UNICEF á Íslandi. Í minniblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa kemur fram að verkefnið sé í biðstöðu, en að hafist verði handa að nýju við innleiðinguna í haust.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Minnisblaðið lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334
Í yfirlitinu kemur fram staða nýframkvæmda og viðhaldsverkefna, sem í öllum megin atriðum eru í samræmi við verk- og tímaáætlanir.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Yfirlitin lögð fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334
Í uppgjörinu kemur m.a. fram að þrátt fyrir innbyrðis sveiflur í rekstrinum, þ.e. frávik frá samþykktri áætlun, er reksturinn í heild sinni samkvæmt áætlun.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Uppgjörið og yfirlitin lögð fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334
Eftirfarandi viðaukar eru lagðir fram til afgreiðslu bæjarráðs:
Viðauki nr. 5: Styrkur frá styrktarsjóði Eignarhaldsfélags BÍ til viðgerðar á Arahólsvörðu, kr. 500.000. Tekjur eignasjóðs hækka sem þessu nemur og kemur til hækkunar á handbæru fé.
Viðauki nr. 6: Styrkur frá Félagsmálaráðuneytinu að fjárhæð kr. 579.590, annars vegar styrkur til að efla virkni eldri borgara (kr. 207.400) og hins vegar styrkur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu (kr. 372.190) Styrkirnir verða nýttir til námskeiðshalds og eru viðkomandi gjaldalyklar hækkaðir sem því nemur. Viðaukinn hefur ekki áhrif á handbært fé.
Viðauki nr. 7: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur endurskoðað áætlun framlaga vegna lækkunar á tekjum af fasteignaskatti, í hlut sveitarfélagsins kemur kr. 2.844.283. Kemur til hækkunar á handbæru fé.
Viðauki nr. 8: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur samþykkt að styrkja sveitarfélagið vegna ráðgjafaverkefna í tengslum annars vegar við valkostagreiningu (kr. 3.000.000) og vegna úttektar á rekstri og fjárhag sveitarfélagsins (kr. 4.546.133). Framlögin koma til hækkunar á tekjum frá Jöfnunarsjóði og til hækkunar á viðkomandi útgjaldaliðum. Engin áhrif á handbært fé.
Viðauki nr. 9: Samkvæmt ábendingum Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja var sveitarfélaginu gert að fjarlægja asbest úr fasteigninni Hafnargötu 101. Kostnaður við verkefnið var kr. 3.189.903, og kemur til lækkunar á handbæru fé.
Viðauki nr. 10: Tekjur sveitarfélagsins af staðgreiðslu (útsvari) fyrstu 6 mánuði ársins reynast vera talsvert hærri en áætlun gerir ráð fyrir, eða sem nemur um 31 m.kr. Miðað við sömu þróun gerir framreikningur ráð fyrir að útsvarstekjur ársins vegna staðgreiðslu hækki um 67 m.kr. Kemur til hækkunar á handbæru fé.
Viðauki nr. 11: Launakostnaður grunnskóla og tónlistarskóla er hærri en samkvæmt áætlun, m.a. vegna langtímaveikinda og afleiddra þátta. Hækka þarf áætlun í heild sinni um kr. 68.353.327, sem kemur til lækkunar á handbæru fé.
Viðauki nr. 12: Niðurstaða eftirágreiddrar álagningar útsvars liggur nú fyrir. Samkvæmt niðurstöðunni er áætlunin 10 m.kr. hærri en áætlun sveitarfélagsins gerði ráð fyrir, og kemur hún því til hækkunar á handbæru fé.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Viðaukarnir samþykktir samhljóða.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir verk- og tímaáætlunina.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs, en frestað þar til viðbótarupplýsingar hefðu borist.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarrráð telur sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir umsóknina
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir umsóknina.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir umsóknina.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Lögfræðingi sveitarfélagsins hefur verið falið að vinna að málinu fyrir hönd sveitarfélagsins.