Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

335. fundur 04. ágúst 2021 kl. 06:30 - 07:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson 1. varamaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð formaður Andra Rúnar Sigurðsson, bæjarfulltrúa D-listans, velkominn á sinn fyrsta bæjarráðsfund.

1.Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 Reykjanesbraut

2007013

Erindi Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 13.7.2021, þar sem vakin er athygli á auglýsingu um skipulag í kynningu, tvöföldun Reykjanesbrautar.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

2.Neyðarathvörf Reykjavíkurborgar-Samstarf um greiðslu gistináttagjalds fyrir heimilislausa

2107028

Erindi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar dag. 9.7.2021, beiðni um samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislaus.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir erindið, og heimilar greiðslu gistináttagjaldsins. Bæjarstjóra er falið að undirrita samkomulagið f.h. sveitarfélagsins. Málinu jafnframt vísað til Félagsþjónustunnar.

3.Styrkbeiðni

2107022

Erindi Frisbígolffélags Suðurnesja (ódags.)beiðni um styrk til að kosta uppbyggingu félagsins
Frestað
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindinu er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

4.Framkvæmdir 2021

2104116

Yfirlit um stöðu framkvæmda
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að auglýsa útboð á útrás, samkvæmt framlögðum gögnum. Gögnin að öðru leyti lögð fram.

5.Úttekt á rekstri og fjármálum

2105016

Skýrsla RR Ráðgjafar "Fjárhagsúttekt á rekstri" ásamt minnisblaði bæjarstjóra.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Skýrslan er lögð fram, ásamt minnisblaðinu. Bæjarráð samþykkir að efna til sérstaks vinnufundar á næstu dögum um niðurstöðurnar og þær aðgerðir sem ráðast skal í. Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að senda skýrsluna ásamt minnisblaðinu til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

6.Fjárhagsáætlun 2022-2026

2106039

Minnisblað bæjarstjóra dags. 30.7.2021 um markmiðasetningu við gerð fjárhagsáætlunar
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Minnisblaðið lagt fram. Vísað til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.

7.Árósarsamningur-Undirbúningur á skýrslu um stöðu innleiðingar

2107033

Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 21.7.2021, þar sem vakin er athygli á undirbúningi skila á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

Fundi slitið - kl. 07:25.

Getum við bætt efni síðunnar?