Skólastjóri kynnir skipulag skólastarfs fyrir veturinn, m.a. m.t.t. samkomutakmarkana og sóttvarna
Lagt fram
Skólahald í leikskóla hófst um miðjan ágúst. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar til skóla sem skólinn tekur tillit til. Grímuskylda er hjá foreldrum og öðrum gestum skólans. Skólastarf er ekki skert og ekki er hólfaskipting.
Skólastjóri kynnir starfsáætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla fyrir skólaárið 2021-22
Lagt fram
Starfsáætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla er gefin út á hverju hausti og má finna hana á heimasíðu skólans. Nemendur við skólann eru nú 54 og starfsmenn 21 í 17,69 stöðugildum, þar af sjö menntaðir kennarar.
Skólastjóri kynnir skipulag skólastarfs fyrir veturinn, m.a. m.t.t. samkomutakmarkana og sóttvarna
Lagt fram
Skólasetning Stóru-Vogaskóla var 23. ágúst. Almannavarnir beina því til skóla að huga að sóttvörnum hver fyrir sig. Í Stóru-Vogaskóla reynist ekki nauðsynlegt að hólfaskipta.