Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að setja á dagskrá sem 6. mál lántaka ársins 2021 og 7. mál Ráðning í starf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum
1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 322
2012005F
Fundargerð 322. fundar bæjarráðs er lögð fram á 176. fundi bæjarstjórnar eins og einstök mál bera með sér
Samþykkt
Fundargerð 322. fundar bæjarráðs er lögð fram á 176. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
Forseti gefur orðið laust um fundargerðinni Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 322Bæjarráð samþykkir að taka tilboði GÓ verk ehf. í verkið en það hljóðar upp á 47.181.535 og er 62,84 af kostnaðaráætlun enda liggur fyrir álit byggingarfulltrúa að fyrirtækið hafi lagt fram fullnægjandi gögn um getu sína til að vinna verkið.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 322Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri er í veikindaleyfi til 1. mars 2020 og er Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýsla staðgengill hans. Róbert Ragnarsson ráðgjafi hefur verið fenginn til að sinna ákveðnum verkefnum fyrir sveitarfélagið samkvæmt nánara samkomulagi þar um. Bæjarráð samþykkir samkomulag við RR ráðgjöf.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 322Fyrir liggur stefna Reykjaprents ehf., Ólafs Þórs Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur á hendur Sveitarfélaginu Vogum til ógildingar á deiliskipulagi í Grænuborg. Málið hefur fengið flýtimeðferð og sveitarfélagið hefur frest til 18. janúar til að leggja fram gögn.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 322Fyrri hluti framkvæmdaáætlunar sem liggur til grundvallar fjárhagsáætlun lagður fram. Rætt um verklag á upplýsingaflæði til bæjarráðs vegna verklegra framkvæmda.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 323Bæjarráð samþykkir að fela Róberti Ragnarssyni hjá RR Ráðgjöf ehf. að vinna ítarlega úttekt á rekstri og fjármálum Sveitarfélagsins Voga og óska eftir stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að standa undir kostnaði vegna hennar. Staðgengli bæjarstjóra er falið að vinna umsókn í sjóðinn í samvinnu við Róbert
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 323Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 200.000.000 kr. til 15 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að tryggja sjóðstreymi sveitarfélagsins. Jafnframt er Daníel Arasyni, kt. 110772-4679, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Samþykkt samhljóða
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 323Lögð fram minnisblöð forstöðumanns stjórnsýslu um stöðu framkvæmda. Bæjarráð leggur áherslu á að tímanlega verði farið í að undirbúa útboðsgögn vegna verkefna sumarsins
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 21Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að einnar hæða hús á lóðunum samræmist ekki heildaryfirbragði skipulagsins.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 21Afgreiðsla Skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að unnið verði að gerð tillögu að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 21Afgreiðsla Skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 21Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd heimilar að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferð umsóknar um byggingarleyfi verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
5.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 22
2101004F
Fundargerð 22. fundar skipulagsnefndar er lögð fram á 176. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 22Afgreiðsla skipulagsnefndar: Við nánari athugun erindisins breytir skipulagsnefnd fyrri afstöðu sinni og heimilar breytinguna. Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Lántaka ársins 2021
2101026
Tillaga um að bæjarstjórn taki málið á dagskrá með afbrigðum. Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt umsókn sveitarfélagsins um 200 mkr. lán
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 200.000.000,-, til allt að 13 ára, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnarfulltrúar hafa kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, verðbótum auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að tryggja sjóðsstreymi sveitarfélagsins, m.a. til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Daníel Arasyni, staðgengli bæjarstjóra, kt. 110772-4679, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Til máls tóku: BÁ, JHH, SÁ
7.Ráðning í starf - sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
2101001
Tillaga um að bæjarstjórn taki málið á dagskrá með afbrigðum. Upplýst verður um fjölda umsækjenda um starfið og ferlið framundan. Liður án gagna
Lagt fram
Forseti bæjarstjórnar fer yfir stöðu mála varðandi ráðningu í starf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Sveitarfélagsins Voga. Alls bárust 11 umsóknir um starfið Bæjarstjórn felur bæjarráði að gera tillögu um hvern skuli ráða í starfið eftir að viðtölum og öðru umsóknarferli lýkur