Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

322. fundur 06. janúar 2021 kl. 06:30 - 08:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu ritari
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

2012001

Lögð er fram til kynningar bókun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar frá 5. nóvember 2020 varðandi áform um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu þar sem sveitarstjórn Bláskógarbyggðar ítrekar andstöðu sína við áformin.
Lagt fram
Lagt fram.

2.Lokaskýrsla-Sérstakur húsnæðisstyrkur

2012011

Lokaskýrsla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um sérstakan húsnæðisstuðning er lögð fram til kynningar.
Lagt fram
Skýrslan lögð fram.

3.Velferðarvaktin-mótvægisaðgerðir vegna Covid 19-Tillögur

2012010

Bréf Velferðarvaktarinnar til Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 7. des. 2020 lagt fram til kynningar.
Í bréfinu koma fram tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID-19.
Lagt fram
Bréf Velferðarvaktarinar lagt fram.

4.Fjölmiðlaskýrsla 2020 - Creditinfo

2101005

Fjölmiðlaskýrsla Creditinfo fyrir Sveitarfélagið Voga árið 2020 lögð fram til kynningar.
Lagt fram
Skýrslan lögð fram.

5.Grænkerafæði í skólum-Áskorun til sveitarfélaga

2012018

Samtök grænkera á Íslandi skora á alla leik- og grunnskóla landsins að bjóða upp á grænkerafæði fyrir alla nemendur a.m.k. einu sinni í viku nú í janúar í tilefni af Veganúar.
Einnig senda samtökin frá sér áskorun til sveitarfélaga um að þau setji sér skýr markmið um framboð grænkerafæðis í skólum.
Lagt fram
Lagt fram.

6.Hjólreiðastígur meðfram Vatnsleysutrandarvegi

1901006

Opnun tilboða - niðurstöður.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði GÓ verk ehf. í verkið en það hljóðar upp á 47.181.535 og er 62,84 af kostnaðaráætlun enda liggur fyrir álit byggingarfulltrúa að fyrirtækið hafi lagt fram fullnægjandi gögn um getu sína til að vinna verkið.

7.Stjórnsýsla sveitarfélagsins

1705022

Fjallað um breytingar á yfirstjórn sveitarfélagsins vegna leyfis bæjarstjóra.
Samþykkt
Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri er í veikindaleyfi til 1. mars 2020 og er Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýsla staðgengill hans. Róbert Ragnarsson ráðgjafi hefur verið fenginn til að sinna ákveðnum verkefnum fyrir sveitarfélagið samkvæmt nánara samkomulagi þar um.
Bæjarráð samþykkir samkomulag við RR ráðgjöf.

8.Reykjaprent o.fl., málshöfðun vegna deiliskipulags

2012016

Reykjaprent o.fl. höfða dómsmál á hendur sveitarfélaginu til ógildingar á deiliskipulagi í Grænuborg
Lagt fram
Fyrir liggur stefna Reykjaprents ehf., Ólafs Þórs Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur á hendur Sveitarfélaginu Vogum til ógildingar á deiliskipulagi í Grænuborg. Málið hefur fengið flýtimeðferð og sveitarfélagið hefur frest til 18. janúar til að leggja fram gögn.

9.Framkvæmdir 2021

2101006

Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir ársins.
Lagt fram
Fyrri hluti framkvæmdaáætlunar sem liggur til grundvallar fjárhagsáætlun lagður fram. Rætt um verklag á upplýsingaflæði til bæjarráðs vegna verklegra framkvæmda.

10.Ráðning í starf - sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs

2101001

Starfslýsing fyrir starf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs kynnt ásamt tilboði í ráðningu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir starfslýsingu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og felur staðgengli bæjarstjóra að hefja ráðningarferlið samkvæmt tilboði Hagvangs.

11.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2020.

2001044

Mál sem borist hafa frá Nefndarsviði Alþingis, beiðni um umsagnir sveitarfélagsins.
Lagt fram
Lögð fram fimm mál frá nefndarsviði Alþingis. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir.

12.Byggðakvóti 2020-2021

2009019

Úthlutun Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins á byggðakvóta til Sveitarfélagsins Voga á fiskveiðiárinu 2020/2021 lögð fram. Sveitarfélaginu er úthlutað 15 tonnum.
Lagt fram
Sveitarfélagið hefur fengið úthlutað 15 tonn af byggðakvóta sem verður auglýstur.

13.Umsókn um lóð-Iðndalur 10a

2011031

Ás-smíði byggingarfélag ehf. sækir um lóðina Iðndalur 10a. Umsækjandi uppfyllir skilyrði sem krafist er til úthlutunar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Iðndal 10a til Ás - smíði ehf. byggingarfélags.

14.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2020

2003003

Fundargerðir Hafnarsambands Íslands á árinu 2020.
Lagt fram
Tvær fundargerðir lagðar fram.

15.Boðun 42. hafnarsambandsþings í Ólafsvík

2007027

Fundargerð 42. þings Hafnasambands Íslands frá 27. nóvember 2020.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

16.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2019.

1903010

Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja frá 3. des. 2020.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

17.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

2001035

Fundargerð 829. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

18.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2020

2002039

Fundagerð 764. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?