1.Vatnsból, stjórnsýslukæra - Reykjafell, Ólafur Þór Jónsson, Sigríður S. Jónsdóttir - matsskylda framkvæmdar
2101028
Kynnt er stjórnsýslukæra Reykjafells ehf, Ólafs Þórs Jónssonar og Sigríðar S. Jónsdóttur á hendur Skipulagsstofnunar vegna ákvörðunar stofnunarinnar um matsskyldu fyrirhugaðrar framkvæmdar við vatnsból Sveitarfélagsins Voga
Lagt fram
Málið kynnt fyrir bæjarráði
2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021
2101013
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun lagður fram. Viðaukinn snýr að hækkun á tekjuáætlun leikskóla
Samþykkt
Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2021. Bæjarráð samþykkir viðaukann
3.Umsókn um afslátt af gatnagerðargjöldum vegna stækkunar húsnæðis - Beitir ehf
2101020
Beitir ehf. sækir um afslátt af gatnagerðargjöldum vegna stækkunar á húsnæði félagsins
Lagt fram
Bæjarráð samþykkir að veita Beiti ehf. afslátt af gjöldunum og felur staðgengli bæjarstjóra að vinna málið
4.Úttekt á rekstri og fjármálum Sveitarfélagsins Voga
2101025
Lagðar fram tillögur að úttekt á fjármálum og rekstri Sveitarfélagsins Voga og aðkomu Jöfnunarsjóðs að greiðslu kostnaðar vegna hennar
Lagt fram
Bæjarráð samþykkir að fela Róberti Ragnarssyni hjá RR Ráðgjöf ehf. að vinna ítarlega úttekt á rekstri og fjármálum Sveitarfélagsins Voga og óska eftir stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að standa undir kostnaði vegna hennar. Staðgengli bæjarstjóra er falið að vinna umsókn í sjóðinn í samvinnu við Róbert
5.Lántaka ársins 2021
2101026
Undirbúningur að lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Samþykkt
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 200.000.000 kr. til 15 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að tryggja sjóðstreymi sveitarfélagsins. Jafnframt er Daníel Arasyni, kt. 110772-4679, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Samþykkt samhljóða
6.Framkvæmdir 2021
2101006
Farið yfir fyrirhugaðar og yfirstandandi framkvæmdir
Lagt fram
Lögð fram minnisblöð forstöðumanns stjórnsýslu um stöðu framkvæmda. Bæjarráð leggur áherslu á að tímanlega verði farið í að undirbúa útboðsgögn vegna verkefna sumarsins
7.Drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu 2015-2026
2101008
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir umsögn
Lagt fram
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin
8.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2021
2101017
Mál sem borist hafa frá Nefndarsviði Alþingis, beiðni um umsagnir sveitarfélagsins
Lagt fram
Staðgengli bæjarstjóri falið að koma málinu til umsagnar kjörstjórnar