Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

21. fundur 19. janúar 2021 kl. 18:30 - 19:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Grænaborg - breyting á aðalskipulagi

2005039

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 15.12.2020 vegna athugunar stofnunarinnar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga um auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Umfjöllun og viðbrögð skipulagsnefndar við bréfinu.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Frekari úrvinnslu bréfsins frestað til næsta fundar.

2.Hrafnaborg 10 og12 - Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi.

2101021

Erindi Grænubyggðar ehf, dags. 11.01.2021 þar sem óskað er heimildar til óverulegrar breytingar á deiliskipulagi vegna lóðanna Hrafnaborg 10 og 12.
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagsbreytingu, dags. 15.01.2021. Breytingin felst m.a. í því að innan byggingareits verður heimilt að byggja fjölbýlis- eða raðhús á einni eða tveimur hæðum en áður var aðeins heimilt að byggja á tveimur hæðum. Í stað þess að hámarksfjöldi í búða á hvorri lóð sé 8 íbúðir verður hann 7 íbúðir fyrir Hrafnaborg 10 og 9 íbúðir fyrir Hrafnaborg 12. Skilmálum er breytt á þann hátt að í stað þess að hús verði með flötu þaki og 8,0 m hámarkshæð er mögulegt að hafa hús með flötu þaki og 7,0 m hámarkshæð eða hallandi þak og þá verður hámarkshæð 8,5 m.
Hafnað
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Það er mat skipulagsnefndar að einnar hæða hús á lóðunum samræmist ekki heildaryfirbragði skipulagsins.

3.Deiliskipulag elsta hluta þéttbýlis í Vogum

2010018

Skipulagslýsing hefur verið kynnt og óskað umsagna um hana í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir bárust frá þremur aðilum.
Samþykkt
Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að unnið verði að gerð tillögu að deiliskipulagi.

4.Miðsvæði - breyting á deiliskipulagi

2007020

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðsvæðis, uppdráttur dags. 08.01.2021. Tillagan gerir ráð fyrir að svæði á núgildandi deiliskipulagi merkt "Þjónustustarfsemi" verði breytt í íbúðasvæði. Gert verður ráð fyrir 2, tveggja hæða fjölbýlishúsum á svæðinu, öðru með 8 íbúðum og hinu með 6 íbúðum. Að auki verður einnig gert ráð fyrir einni einbýlishúsalóð.
Samþykkt
Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Fyrirspurn um byggingarmál

2101023

Hellur, Vatnsleysuströnd. Fyrirspurn dags. 05.01.2021. Gunnþór Ægir Gunnarsson spyrst fyrir um hvort fyrirhuguð bygging vélageymslu geti verið grenndarkynnt í stað þess að gert yrði deiliskipulag.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd heimilar að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferð umsóknar um byggingarleyfi verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Getum við bætt efni síðunnar?