Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem er veitt þeim skólum sem standa sig vel í umhverfismálum og vinna að sjálfbærni. Alls eru þá 5 vinnuskólar á landinu sem geta flaggað Grænfánanum.
Íbúar í Vogum á Vatnsleysuströnd geta tengst gæðasambandi Ljósleiðarans eftir að framkvæmdum við lagningu ljósleiðara lýkur í ágúst. Framkvæmdir hafa staðið yfir í sumar en alls eru 170 hús tengd í þessum fyrsta áfanga verkefnisins sem unnið er í samstarfi við Mílu en ráðgert er að allir íbúar sveitarfélagsins geti tengst fyrir árslok.