164. fundur
29. janúar 2020 kl. 18:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Ingþór Guðmundssonforseti bæjarstjórnar
Áshildur Linnetaðalmaður
Inga Rut Hlöðversdóttirvaramaður
Friðrik V. Árnasonvaramaður
Sigurpáll Árnasonaðalmaður
Andri Rúnar Sigurðsson1. varamaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonaðalmaður
Starfsmenn
Einar Kristjánssonritari
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Einar Kristjánssonbæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og samþykkt að taka á dagskrá sem 9. mál: Viðbrögð við náttúruvá í Sveitarfélaginu Vogum (2001051).
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 294
2001002F
Samþykkt
Fundargerð 294. bæjarráðs er lögð fram á 164. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram hér að neðan.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 294Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga beinir þeim tilmælum til Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fer með samningsumboð sveitarfélaga í kjarasamningum, að hugað verði sérstaklega að jöfnun starfskjara þvert á skólastig í kjölfar þeirra breytinga sem urðu í ársbyrjun, þegar eitt og sama leyfisbréf kennara gildir á öllum skólastigum.
Fundargerð 295. fundar er lögð fram á 164. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram hér að neðan.
Fundargerð 296. fundar bæjarráðs er lögð fram á 164. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram hér að neðan.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 296Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 20.1.2020, ásamt greiningu á sjóðstreymi janúar 2020. Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir heimild um að aflað verði yfirdráttarheimildar hjá viðskiptabanka sveitarfélagsins til að jafna sveiflur í útgjöldum, allt að 35 m.kr.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 296Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram
4.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 84
2001001F
Fundargerð 84. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 164. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram hér að neðan.
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 84Nefndin tekur vel í framkomnar hugmyndir um dagskrá Safnahelgar í ár. Nánari útfærsla mun verða kynnt á næstunni.
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 84Íþrótta- og tómstundafulltrú lagði fram drög að dagskrá Heilsueflandi samfélags sem samanstendur af mánaðarlegum "viðburði" sem íbúar sveitarfélagsins geta tekið þátt í og er í leið skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur fara í pott og veitt eru verðlaun í lokin. Dagskráin verður kynnt mjög fljótlega. Nefndin styður verkefnið og telur það áhugavert og þarft.
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 84Starfsemi félagsmiðstöðvar er kraftmikil en auk reglubundins starfs er um marga auka viðburði að ræða. Nefndin lýsir yfir ánægju með starfið í félagsmiðstöðinni.
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 84Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu málsins fram að næsta fundi.
5.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 5
2001003F
Samþykkt
Fundargerð 5. fundar Umhverfisnefndar er lögð fram á 164. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram hér að neðan.
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 5Afgreiðsla umhvefisnefndar: Nefndin tekur vel í þessa samræmingu á flokkunarmálum í sveitarfélaginu og vonar að hún komist í gagnið sem fyrst
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 5Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin tekur undir með félaginu að varðan þarfnast lagfæringar. Hafa þarf í huga lög um friðuð mannvirki við endurbæturnar og leita ráða sérfróðra svo vel megi fara. Bæjarsttjóra er falið að koma verkinu í réttan farveg.
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 5Afgreiðsla umhverfisnefndar: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar mun vinna þetta mál áfram í samvinnu við björgunarsveitina.
Fundargerð 87. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 164. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram hér að neðan.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: SÁ, ÁL, JHH
Forseti leggur til að máli 6.2 verði vísað til umfjöllunar í bæjarráði. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 87Fræðslunefnd telur mikilvægt að bregðast við nýjum lögum um leyfisbréf kennara og lítur til nágrannasveitarfélaga í því samhengi. Þess vegna leggur nefndin til að Heilsuleikskólinn Suðurvellir verði lokaður milli jóla og nýárs og einnig á meðan á vetrarfríi grunnskólans stendur. Einnig leggur nefndin til að opnunartími leikskólans verði 7.30-16.30 og þessar breytingar taki gildi skólaárið 2020-21.
7.Jafnréttisáætlun sveitarfélaga.
1510028
Síðari umræða um og staðfesting bæjarstjórnar á Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Voga.
Samþykkt
Jafnréttisáætlunin var tekin til umfjöllunar og samþykkt á 289. fundi bæjarráðs þann 6.11.2019. Fundargerð bæjarráðs var staðfest á 162. fundi bæjarstjórnar þann 27.11.2019. Afgreiðsla bæjarstjórnar: Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: ÁE, ÁL
8.Samþykkt um Öldungaráð Suðurnesjabæjar
2001042
Endurskoðuð samþykkt um Öldungaráð Suðurnesjabæjar
Samþykkt
Lögð er fram til samþykktar endurskoðuð samþykkt um Öldungaráð Suðurnesjabæjar, sem byggð er á grundvelli samnings Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga um félagsþjónustu.
JHH bókar: Ég tel að þessi samráðsvettvangur eigi að nefnast. "Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga"
Afgreiðsla bæjarstjórnar: Samþykkt um Öldungarráð Suðurnesjabæjar er samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Til máls tóku: JHH, ÁE
9.Viðbrögð við náttúruvá í Sveitarfélaginu Vogum
2001051
Lagt fram
Bæjarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að unnin verði viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið, þar sem fram koma hver viðbrögð skulu vera komi til náttúruvár.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.