Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

294. fundur 08. janúar 2020 kl. 17:30 - 19:19 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Ályktun frá fundi Félagi leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla.

1912033

Áskorun um bættar starfsaðstæður leikskólakennara, samræmingu starfskjara, fjölgun undirbúningstíma og samræmingu starfs- og vinnutíma kennara þvert á skólastig.
Lagt fram
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga beinir þeim tilmælum til Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fer með samningsumboð sveitarfélaga í kjarasamningum, að hugað verði sérstaklega að jöfnun starfskjara þvert á skólastig í kjölfar þeirra breytinga sem urðu í ársbyrjun, þegar eitt og sama leyfisbréf kennara gildir á öllum skólastigum.

2.Jafnréttisþing 2020

1912031

Jafnréttisstofa boðar til Jafnréttisþings 20.02.2020
Lagt fram

3.Matsáætlun - Suðurnesjalína 2

1803025

Afrit af bréfi Landsnets hf. til Skipulagsstofnunar vegna matsskýrslu um Suðurnesjalínu 2
Lagt fram

4.Niðurfelling Auðnavegar af vegaskrá.

1912026

Tilkynning Vegagerðarinnar ásamt andmælum eigenda Auðna.
Lagt fram
Bæjarráð tekur undir andmæli landeiganda og hvetur Vegagerðina til að falla frá ákvörðun sinni.

5.Endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins Voga 2013 og 2019

1303038

Staðfesting Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins um gildistöku breytinga á samþykktum sveitarfélagsins
Lagt fram

6.Trúnaðarmál

1812008

Lagt fram
Niðurstaða er bókuð í trúnaðarmálabók.

7.Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024

1412019

Staðfesting sveitarfélagsins á breyttu Svæðisskipulagi Suðurnesja
Lagt fram
Bæjarráð sveitarfélagsins Voga samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

8.Styrkbeiðni

1912032

Samtökin "Alltaf von" sækja um fjárhagsstyrk
Hafnað
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

9.Hólagata - Ósk um breytingu húsnúmera

1711020

Erindi eigenda Hólagötu 5 um breytingu á húsnúmeri
Lagt fram
Bæjarráð tekur undir ákvörðun bæjarstjórnar.

10.Byggðakvóti 2019 - 2020

1911005

Tilkynning um úthlutun byggðakvóta fiskveiðíársins 2019 - 2020
Lagt fram
Lagt fram.

11.Framkvæmdir 2019

1902059

Staða framkvæmda ársins 2019 í upphafi árs 2020
Lagt fram
Minnisblað bæjarstjóra lagt fram.

12.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2019

1901027

Fundargerð 418. fundar Hafnasambands Íslands, ásamt fylgigögnum
Lagt fram

13.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarráðs 2019

1901033

Fundargerð 16. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs
Lagt fram

14.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2019.

1901031

Fundargerð 751. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Lagt fram

15.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019.

1902001

Fundargerð 877. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 19:19.

Getum við bætt efni síðunnar?