Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga
84. fundur
09. janúar 2020 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Sindri Jens Freyssonformaður
Guðrún Kristín Ragnarsdóttiraðalmaður
Elísabet Ásta Eyþórsdóttiraðalmaður
Anna Karen Gísladóttiráheyrnarfulltrúi
Bjarki Þór Wíum Sveinssonaðalmaður
Tinna Hallgrímsaðalmaður
Starfsmenn
Daníel Arason, menningarfulltrúi
Matthías Freyr Matthíasson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði:Daníel Arasonmenningarfulltrúi
Dagskrá
1.Samstarfssamningur við Vogar TV
1911048
Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir samstarfssamning við VogarTV.
Samningurinn kynntur fyrir nefndinni.
2.Safnahelgi á Suðurnesjum 2020
2001004
Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir hugmyndir að dagskrá í Vogum vegna Safnahelgar á Suðurnesjum 2020.
Nefndin tekur vel í framkomnar hugmyndir um dagskrá Safnahelgar í ár. Nánari útfærsla mun verða kynnt á næstunni.
3.Starfsemi í Álfagerði 2019-20
2001008
Daníel Arason menningarfulltrúi fer yfir starfsemi í Álfagerði á vormisseri 2020.
Málið kynnt og nefndin er ánægð með fjölbreytt félagsstarf eldri borgara.
4.Heilsueflandi samfélag.
1807002
Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir stöðu á Heilsueflandi samfélagi.
Íþrótta- og tómstundafulltrú lagði fram drög að dagskrá Heilsueflandi samfélags sem samanstendur af mánaðarlegum "viðburði" sem íbúar sveitarfélagsins geta tekið þátt í og er í leið skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur fara í pott og veitt eru verðlaun í lokin. Dagskráin verður kynnt mjög fljótlega. Nefndin styður verkefnið og telur það áhugavert og þarft.
5.Félagsmiðstöðin Boran veturinn 2019-2020
2001005
Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir starfsemi í félagsmiðstöðinni Borunni haustið 2019.
Starfsemi félagsmiðstöðvar er kraftmikil en auk reglubundins starfs er um marga auka viðburði að ræða. Nefndin lýsir yfir ánægju með starfið í félagsmiðstöðinni.
6.Samstarfssamningur við Vélavini 2019-2022
1912002
Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir samstarfssamning við Vélavini.
Samningurinn kynntur og nefndin lýsir yfir ánægju sinni með hann.
7.Samstarfssamningur við Knattspyrnudeild Þrótta 2019-2022
1912001
Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir samstarfssamning við Knattspyrnudeild Þróttar.
Samningurinn kynntur og nefndin lýsir yfir ánægju sinni með hann.
8.Íþróttamaður ársins í Vogum.
1511035
Sindri Freyr Jensson formaður Frístunda- og menningarnefndar kynnir málið er fjallar um að nefndin ræði reglur vegna kjörs á íþróttamanni ársins í Sveitarfélaginu Vogum m.t.t. endurskoðunar á þeim.
Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu málsins fram að næsta fundi.