Dagskrá
1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 292
1912001F
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 292
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn. Þó skal bæta við ákvæði um unglingastarf.
Bókun fundar
Til máls tók: BS, ÁE.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 292
Bæjarráð fagnar glæsilegri niðurstöðu með ytra mat og óskar starfsfólki leikskólans til hamingju með glæsilegan árangur.
Bókun fundar
Til máls tóku: ÁL, JHH, ARS.
Bæjarstjórn tekur undir bókur bæjarráðs og óskar starfsfólki leikskólans til hamingju með glæsilegan árangur.
2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 293
1912006F
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 293
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
Bókun fundar
Til máls tók: IG.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga ályktar eftirfarandi:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga lýsir yfir vonbrigðum með tímasetningar um ákvörðun um tvöföldun á köflunum Krísuvíkurvegur og Hvassahrauns annars vegar, og hins vegar frá Fitjum að Rósaselstorgi. Bæjarstjórnin hvetur samgönguráðherra og Alþingi til að breyta þessum áherslum þannig að þessir mikilvægu kaflar Reykjanesbrautarinnar fari inn í fyrsta áfanga samgönguáætlunar, enda um brýnt hagsmuna- og öryggysmál að ræða fyrir Suðurnesin og landið allt, ekki síst m.t.t. aðgengi til og frá alþjóðaflugvellinum.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
3.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 9
1912004F
-
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 9
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Tillaga að skipulags- og matslýsingu er samþykkt og lagt til við bæjarstjórn að leitað verði umsagna um hana og hún kynnt í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að leitað verði umsagna um hana og hún kynnt í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7.gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Til máls tóku: JHH, ÁL.
-
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 9
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Tillögur og umhverfisskýrsla með breytingum eftir kynningartíma eru samþykktar og lagt til við bæjarstjórn að þær verði auglýstar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Forseti bæjarstjórnar gerir tillögu um að afgreiðslu málsins verði frestað.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna, samhljóða með sjö atkvæðum.
4.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 83
Fundi slitið - kl. 18:25.