Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

292. fundur 04. desember 2019 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Samstarfssamningur GVS og Sveitarfélagsins Voga 2019

1911024

Drög að samstafssamningi Sveitarfélagsins Voga og Golfklúbbs Vatnsleysustrandar til næstu þriggja ára lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn.

2.Samstarfssamningur við Ungmennafélagið Þrótt 2019 - 2022

1910065

Drög að samstafssamningi Sveitarfélagsins Voga og Ungmennafélagsins Þróttar til næstu þriggja ára lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn.

3.Samstarfssamningur við Knattspyrnudeild Þrótta 2019-2022

1912001

Drög að samstafssamningi Sveitarfélagsins Voga og Knattspyrnudeildar Þróttar til næstu þriggja ára lagður fram til samþykktar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn.

4.Samstarfssamningur við Vélavini 2019-2022

1912002

Drög að samstafssamningi Sveitarfélagsins Voga og Vélavina til næstu þriggja ára lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn. Þó skal bæta við ákvæði um unglingastarf.

5.Gjaldskrár vatnsveitna og fjármagnskostnaður-

1911028

Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og minnisblað frá Birni I. Óskarssyni lögfr. varðandi gjadskrám veitna og fjármagnskostnaði.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

6.Ytra mat á leikskólum 2109

1810057

Skýrsla Menntamálastofnunar um ytra mat Heilsuleikskólans Suðurvalla.
Bæjarráð fagnar glæsilegri niðurstöðu með ytra mat og óskar starfsfólki leikskólans til hamingju með glæsilegan árangur.

7.Minningargarðar.

1909036

Drög að samstarfsyfirlýsingu lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna.

8.Framkvæmdir 2019

1902059

Staða framkvæmda 2.12.2019
Minnisblað bæjarstjóra lagt fram.
Varðandi framkvæmdina vegna ljósleiðara bókar bæjarráð að samþykkja áframhaldandi framkvæmd með því skilyrði að hægt sé að plægja strenginn 30 cm. niður að Breiðagerði og Auðnum. Ef það koma klappir þar sem þarf að fleyga skal staða framkvæmda endurmetnar. Gefið verður leyfi til að halda framkvæmdum áfram eftir það með sömu skilyrðum.
Varðandi fráveiturframkvæmdir er aðilum falið að setja fráveituna samkvæmt tillögu byggingarfulltrúa.

9.Breiðuholt 5

1911046

Einar Hjaltason sækir um einbýlishúsalóðina Breiðuholt 5. Umsækjandi hefur skilað inn tilskildum gögnum og uppfyllir skilyrði til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

10.Trúnaðarmál - Des. 2019

1912005

Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarmálabók.

11.Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029

1911032

Kynning Landsnets á Kerfisáætlun 2020-2029. Frestur til að senda athugasemdir er til og með 23. desember 2019.
Lagt fram.

12.Til umsagnar 266. mál frá nefndasviði Alþingis

1911027

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál.
Lagt fram.

13.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2019.

1901031

Fundargerð 750. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 20.11.2019.
Lagt fram.

14.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2019

1901027

Fundargerð 417. fundar stjórnar Hafnasambandsins ásamt fylgiskjölum.
Lagt fram.

15.Fundargerðir Siglingaráðs

1904033

Fundargerð 19. fundar stjórnar Siglingaráðs dags. 3.10.2019.
Lagt fram.

16.Fundir Skólanefndar Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

1802017

Fundargerðir 349., 350. og 351. funda Skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja dags. 3.4.2019, 11.9.2019 og 13.11.2019
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?