158. fundur
24. júní 2019 kl. 18:00 - 18:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Ingþór Guðmundssonforseti bæjarstjórnar
Áshildur Linnetaðalmaður
Birgir Örn Ólafssonaðalmaður
Inga Rut Hlöðversdóttirvaramaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Sigurpáll Árnasonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonaðalmaður
Starfsmenn
Einar Kristjánssonritari
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Einar Kristjánssonbæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða og óskaði eftir að tekið yrði á dagskrá sem 8. mál: 1906011 - Sumarleyfi bæjarstjórnar. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 277
1906001F
Fundargerð 277. fundar bæjarráðs er lögð fram á 158. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 277Lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að framkvæmdir við fráveitu verði boðnar út í samræmi við framlögð gögn á fundinum.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 278Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkir fyrir sitt leiti yfirlýsingu um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 278Drög voru lögð fram. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fram á næsta bæjarráðsfundi.Bókun fundarTil máls tók: JHH
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 4Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar en deiliskipulag liggur ekki fyrir. Umsóknina skal grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Kynna skal umsóknina fyrir meðeigendum hússins, lóðareiganda og íbúum og eigendum Suðurgötu 2A og 6, Brekkugötu 9, 11, 13, 15 og 17.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 4Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tillögurnar eru samþykktar og lagt til við bæjarstjórn að þær verði auglýstar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 84Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir þessum aðgerðum og bindur vonir við að þær megi fjölga menntuðum kennurum.
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 84Menningarfulltrúi og skólastjórar lögðu fram tillögu að reglum um stuðning við leiðbeinendur í skólum sveitarfélagsins sem eru í réttindanámi. Nefndin samþykkir að vísa eftirtöldum reglum til afgreiðslu bæjarráðs
Reglur sveitarfélagsins Voga um stuðning við leiðbeinendur í skólum sveitarfélagsins sem eru í réttindanámi
- Umsækjandi skal vera í starfi við skóla í sveitarfélaginu Vogum og hafa starfað við kennslu við skólann í eitt ár hið minnsta í a.m.k. 50% starfi - Umsækjandi þarf að sækja um réttindanám í samráði við skólastjóra viðkomandi skóla fyrir 1. júní sama ár og nám hefst - Umsækjandi skal skila staðfestingu um skólavist til skólastjóra strax og hún liggur fyrir - Styrkþegi fær greidd dagvinnulaun miðað við starfshlutfall þann tíma sem hann sækir staðbundnar námslotur og vettvangsnám í viðkomandi skólastofnun - Að jafnaði skal miða við að starfsmaður ljúki ekki færri en 10 ECTS einingum á hverri námsönn. Hver umsókn gildir aðeins fyrir eitt skólaár og því þarf að endurnýja umsókn árlega
5.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 2
1905008F
Fundargerð 2. fundar Umhverfisnefndar er lögð framn á 158. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 2Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin beinir þeim tilmælum til Sveitarfélagsin að hvetja fyrirtæki til að hafa snyrtilegt á sinni lóð. Nefndin leggur til að hugað verði að fjárveitingu til umhverfishreinsunar í formi styrkja til yngri flokka eða skólabarna. Nefndin leggur til að haldinn verður annar fundur í svipuðum dúr, í haust. Nefndin beinir þeim tilmælum til forstöðumanna sveitarfélagsin og umhverisdeildar að huga að því að hafa sínar stofnanir og nærumhverfi til fyrirmyndar og sýna gott fordæmi. Bókun fundarTil máls tók: JHH
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 2Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin hvetur umhverfisdeildina til að vera virkari í umhirðuverkefnum og hvetur íbúa til að nota ábendingarhnappinn á heimasíðu sveitarfélagsins.
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 2Afgreiðsla umhverfisnefndar: Samþykkt að fara í endurskoðun umhirðuáætlunar og deila verkefnum á milli nefndarmanna. Áætlunin skal vera klár fyrir fjárhagsáætlunar vinnu fyrir árið 2020.
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 2Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin samþykkir að hún leggist í hugmyndavinnu fyrir næsta ár og hugmyndavinnu skuli lokið í febrúar 2020.
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 2Afgreiðsla umhverfisnefndar: Frestað til næsta fundar.
6.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 80
1906003F
Fundargerð 80. fundargerðar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 158. fundar bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu frístunda- og menningarnefndar á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 80Menningarfulltrúi fór yfir framkvæmd hátíðarinnar og nefndin ræddi málin. Hátíðin tókst vel og gestir voru um 200 sem skemmtu sér vel.Bókun fundarTil máls tók: IRH
Bæjarstjórn bókar þakklæti til þeirra sem tóku þátt í framkvæmd og stóðu að hátíðarhöldunum.
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 80Menningarfulltrúi lagði fram drög að dagskrá Fjölskyldudaganna sem eru 13. - 18. ágúst. Nefndinni líst vel á stöðu mála og fagnar dagskránni.
7.Matsáætlun - Suðurnesjalína 2
1803025
Umsögn Sveitarfélagsins Voga um fummatsskýrslu Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2
Vísun frá bæjarráði.
Fyrir fundinum liggur tillaga að umsögn Sveitarfélagsins um frammatsskýrslu Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2, ásamt greinargerð.
Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga leggur til að Suðurnesjalína 2 verði lögð í jörð, í stað loftlínu eins og aðalvalkostur Landsnets gerir ráð fyrir. Sé litið til aðalskipulags sveitarfélagsins fellur valkostur B, jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut, best að því. Bæjarstjórn setur þó þann fyrirvara að sá valkostur verði einungis valinn, að heimild Vegagerðarinnar fáist til að leggja strenginn á þegar raskað land á s.k. veghelgunarsvæði. Sé það ekki gerlegt er það mat bæjarstjórnar að þá skuli frekar valinn valkostur A, jarðstrengur meðfram Suðurnesjalínu 1, enda fari þá jarðstrengurinn um þegar raskað svæði að stærstum hluta.
Það er mat bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga að hagsmunir samfélagsins á Suðurnesjum séu brýnir og þeir réttlæti að Suðurnesjalína 2 verði lögð í jörð. Bæjarstjórn hvetur stjórnvöld til að líta til þeirra þátta sem nefndir eru i greinargerðinni svo Landsnet fái heimild til að hefjast handa sem fyrst við lagningu Suðurnesjalínu 2 í jörð.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga vill að lokum árétta mikilvægi þess að afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum verði tryggt, sem og að flutningsgetan verði aukin í takt við auknar þarfir ört vaxandi landshluta.
Að öðru leyti vísar bæjarstjórn til greinargerðar með umsögninni, sem fylgir með í fundargögnum.
Til máls tóku: IG, ÁE, JHH, BS
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
8.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2019
1906011
Sumarleyfi bæjarstjórnar verður frá 25. júní - 27. ágúst 2019. Bæjarráð hefur samkvæmt ákvæðum samþykkta sveitarfélagsins og með vísan í sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 heimild til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.
Næsti fundur bæjarstjórnar verður miðvikudaginn 28.ágúst 2019.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Í lok fundar óskaði forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum ánægjulegs sumarleyfis.