Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

278. fundur 19. júní 2019 - 07:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Sigurpáll Árnason 1. varamaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Styrktarsjóður EBÍ 2019

1903056

Tilkynning um aðalfund fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands
Fundarboð aðalfundar lagt fram.

2.Samstarf sveitarfélaganna um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna

1906004

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til samstarfs sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkir fyrir sitt leiti yfirlýsingu um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

3.Hvassahraun, lögheimili

1906003

Fyrirspurn um lögheimilisskráningu í Hvassahrauni
Minnisblað bæjarstjóra til bréfritara lagt fram.

4.Sameining Kölku og Sorpu

1706027

Tilnefning í starfshóp um framtíð Kölku
Bæjarráð samþykkir stofnun vinnuhópsins og tilnefnir Ingþór Guðmundsson sem fulltrúa Voga í vinnuhópinn.

5.Reglur um stuðning við kennara í réttindanami eða endurmenntun

1905038

Drög að reglum um stuðning sveitarfélagsins við kennara í réttindanámi. Drögin voru til umfjöllunar á 84. fundi Fræðslunefndar, sem samþykkti drögin fyrir sitt leyti og vísuðu þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Drög voru lögð fram. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fram á næsta bæjarráðsfundi.

6.Samningur um fræðsluþjónustu

1906005

Drög að uppbyggingarsamningi um fræðslusamningi Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar
Drögin að samningi voru samþykkt.

7.Framkvæmdir 2019

1902059

Staða framkvæmda 14.6.2019
Minnisblað og fundargerðir lagðar fram.

8.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2019

1903007

Deildar- og málaflokkayfirlit janúar - maí 2019
Rekstraryfirlit lögð fram.

9.Matsáætlun - Suðurnesjalína 2

1803025

Skipulagsstofnun hefur sent sveitarfélaginu frummatsskýrslu Landsnets um Suðurnesjalínu 2 til umsagnar. Umsagnarfrestur lögboðinna umsagnaraðila er til 27. júní 2019.
Málið var kynnt og rætt.

Málinu er vísað til bæjarstjórnar.

10.Jafnréttisáætlun sveitarfélaga.

1510028

Beiðni Jafnréttisstofu lögð fram
Vísað til bæjarstjóra til úrvinnslu.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 50

1904003F

Fundargerð 50. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Fundargerð 50. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 278. fundi bæjarráðs
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 50 Afgreiðsla: Frestað, vísað til athugasemda byggingarfulltrúa við aðaluppdrætti.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 50 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin fellur undir tilkynningaskylda framkvæmd og uppfyllir kröfur 2.3.5. og 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar og samræmist aðal- og deiliskipulagi.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 50 Afgreiðsla: Stöðuleyfi er veitt til 30.09.2019.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 51

1905005F

Fundargerð 51. afgreiðslufundar byggingafulltrúa
Fundargerð 51. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 278. fundi bæjarráðs
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 51 Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 51 Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 51 Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 51 Afgreiðsla: Stöðuleyfi er synjað, samræmist ekki landnotkun svæðisins skv. aðalkipulagi, engar framkvæmdir hafa verið samþykktar á lóðinni sem stöðuleyfi getur grundvallast á.

13.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019.

1902001

Fundargerð 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

14.Fundargerðir Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 2019.

1901014

Fundargerð 504. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Fundargerð lögð fram.

15.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2019

1902024

Fundargerð 52. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs
Fundargerð lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:30.

Getum við bætt efni síðunnar?