Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

50. fundur 05. apríl 2019 kl. 11:00 - 11:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Jóna Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lyngholt 8. Umsókn um byggingarleyfi

1902053

Tómas Behrend sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi skv. umsókn dags. 29.01.2019 og aðaluppdráttum F35 ehf / Brynjars Einarssonar, dags. 05.02.2019.
Afgreiðsla: Frestað, vísað til athugasemda byggingarfulltrúa við aðaluppdrætti.

2.Miðdalur 4. Umsókn um byggingarleyfi, sólskýli.

1903057

Bjarni Guðmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir sólskýli, skv. umsókn dags. 26.03.2019 og aðaluppdráttum T.ark Arkitekta, dags. 25.03.2019.
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin fellur undir tilkynningaskylda framkvæmd og uppfyllir kröfur 2.3.5. og 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar og samræmist aðal- og deiliskipulagi.

3.Iðavellir. Umsókn um stöðuleyfi

1903044

Pétur Hlöðversson sækir um stöðuleyfi, skv. umsókn dags. 15.03.2019, fyrir 27 m² húsi á meðan á viðgerð þess stendur á lóðinni Iðavöllum.
Afgreiðsla: Stöðuleyfi er veitt til 30.09.2019.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni síðunnar?