Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

84. fundur 04. júní 2019 kl. 18:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson formaður
  • Baldvin Hróar Jónsson varaformaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sólrún Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Daníel Arason embættismaður
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri embættismaður
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hálfdan Þorsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Daníel Arason menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðgerðir stjórnvalda í menntamálum - útfærsla starfsnámsárs og námsstyrkir

1905039

Hálfdan Þorsteinsson kynnir aðgerðir stjórnvalda í menntamálum sem lúta að útfærslu starfsnámsárs og námsstyrkjum
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir þessum aðgerðum og bindur vonir við að þær megi fjölga menntuðum kennurum.

2.Reglur um stuðning við kennara í réttindanami eða endurmenntun

1905038

Kynntar og ræddar tillögur að því að sveitarfélagið setji sér reglur um stuðning við kennara sem eru í réttindanámi
Menningarfulltrúi og skólastjórar lögðu fram tillögu að reglum um stuðning við leiðbeinendur í skólum sveitarfélagsins sem eru í réttindanámi. Nefndin samþykkir að vísa eftirtöldum reglum til afgreiðslu bæjarráðs

Reglur sveitarfélagsins Voga um stuðning við leiðbeinendur í skólum sveitarfélagsins sem eru í réttindanámi

-
Umsækjandi skal vera í starfi við skóla í sveitarfélaginu Vogum og hafa starfað við kennslu við skólann í eitt ár hið minnsta í a.m.k. 50% starfi
-
Umsækjandi þarf að sækja um réttindanám í samráði við skólastjóra viðkomandi skóla fyrir 1. júní sama ár og nám hefst
-
Umsækjandi skal skila staðfestingu um skólavist til skólastjóra strax og hún liggur fyrir
-
Styrkþegi fær greidd dagvinnulaun miðað við starfshlutfall þann tíma sem hann sækir staðbundnar námslotur og vettvangsnám í viðkomandi skólastofnun
-
Að jafnaði skal miða við að starfsmaður ljúki ekki færri en 10 ECTS einingum á hverri námsönn. Hver umsókn gildir aðeins fyrir eitt skólaár og því þarf að endurnýja umsókn árlega

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?