-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Tölvupóstur framkvæmdastjóra Kölku sorpeyðingarstöðvar sv. dags. 11.10.2018, afrit af umsókn félagsins um lóð fyrir nýja sorpbrennslustöð í Helguvík.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram til kynningar.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Tölvupóstur SEEDS sjálfboðaliðasamtakanna dags. 31.10.2018, um mögulegt samstarf sveitarfélagsins og samtakanna.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar hjá Umhverfisdeild og til Umhverfis- og skipulagsnefndar.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Erindi Menntamálastofnunar dags. 17.10.2018, þar sem vakin er athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um ytra mat á leikskólum 2019. Jafnframt lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið dags. 20.10.2018.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um matið fyrir Heilsuleikskólann Suðurvelli.
Bókun fundar
Til máls tók: JHH
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Erindi Opinna Kerfa hf. dags. 17.10.2018, upplýsingar um verkefnið WiFi4EU. Um er að ræða verkefni á vegum Evrópusambandsins þar sem m.a. sveitarfélög geta sótt um styrk til uppsetningar þráðlauss aðgangs að neti t.d. á opinberum stöðum innan sveitarfélaganna.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um verkefnið.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Erindi Fjáreigendafélags Grindavíkur dags. 10.10.2018, beiðni um fjárstyrk kr. 500.000 sem nýtt verði til áburðakaupa og / eða kaupa á fræjum vegna uppgræðslu í beitarhólfi í Krísuvíkurlandi.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra með tillögum um næstu skref í kjölfar nýsamþykktra breytinga á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Jafnframt lagður fram starfslokasamningur við fráfarandi Frístunda- og menningarfulltrúa til staðfestingar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir tillögurnar sem fram koma í minnisblaði bæjarstjóra. Jafnframt staðfestir bæjarráð framlagðan starfslokasamning við fráfarandi Frístunda- og menningarfulltrúa, dags. 2.11.2018
Bókun fundar
Til máls tók: JHH
Svohljóðandi bókun var lögð fram af hálfu fulltrúa L-listans:
L-listinn hefur lýst því yfir og telur að skipulagsbreytingar meiri hluta bæjarstjórnar sem samþykktar voru á síðasta bæjarstjórnarfundi séu mjög vanhugsaðar. Þessar breytingar leiddu til þess að Stefáni Arinbjarnarsyni var gert að hætta sem menningar- og frístundarfulltrúi í Vogum. Við teljum að óánægja bæjarbúa við þessar breytingar endurspeglist m.a. í að 36 eldri borgarar skrifuðu undir skjal þar sem þessum breytingum var mótmælt.
Ég vil fyrir hönd L-listans nota tækifærið og þakka Stefáni Arinbjarnarsyni fyrir góð störf hans hér í Vogum s.l. 8 ár og óska honum velfarnaðar í framtíðinni.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Lögð fram bókun stjórnar Félags eldri borgara í Vogum dags. 30.10.2018, ásamt undirskriftarlistum hóps eldri borgara þar sem uppsögn Frístunda- og menningarfulltrúa sveitarfélagsins er mótmælt.
Fulltrúar úr stjórn Félags eldri borgara mættu á fundinn kl. 07:30.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Lagt fram.
Bókun fundar
Til máls tók: JHH
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun. Gestir fundarins voru Hálfdán Þorsteinsson, skólastjóri Stóru-Vogaskóla, María Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Vignir Friðbjörnsson, forstöðumaður Umhverfis og eigna, og Anna Hulda Friðriksdóttir, skrifstofustjóri.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun. Vinnu verður framhaldið á næsta fundi bæjarráðs.
Bókun fundar
Til máls tók: JHH
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða.