Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

151. fundur 28. nóvember 2018 kl. 18:00 - 18:35 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
  • Friðrik V. Árnason varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson 1. varamaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264

1810005F

Fundargerð 264. fundar bæjarráðs er lögð fram á 151. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Tölvupóstur framkvæmdastjóra Kölku sorpeyðingarstöðvar sv. dags. 11.10.2018, afrit af umsókn félagsins um lóð fyrir nýja sorpbrennslustöð í Helguvík.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Tölvupóstur SEEDS sjálfboðaliðasamtakanna dags. 31.10.2018, um mögulegt samstarf sveitarfélagsins og samtakanna.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar hjá Umhverfisdeild og til Umhverfis- og skipulagsnefndar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Erindi Menntamálastofnunar dags. 17.10.2018, þar sem vakin er athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um ytra mat á leikskólum 2019. Jafnframt lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið dags. 20.10.2018.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að sótt verði um matið fyrir Heilsuleikskólann Suðurvelli.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • 1.4 1810067 WiFi4EU
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Erindi Opinna Kerfa hf. dags. 17.10.2018, upplýsingar um verkefnið WiFi4EU. Um er að ræða verkefni á vegum Evrópusambandsins þar sem m.a. sveitarfélög geta sótt um styrk til uppsetningar þráðlauss aðgangs að neti t.d. á opinberum stöðum innan sveitarfélaganna.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að sótt verði um verkefnið.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Erindi Fjáreigendafélags Grindavíkur dags. 10.10.2018, beiðni um fjárstyrk kr. 500.000 sem nýtt verði til áburðakaupa og / eða kaupa á fræjum vegna uppgræðslu í beitarhólfi í Krísuvíkurlandi.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra með tillögum um næstu skref í kjölfar nýsamþykktra breytinga á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Jafnframt lagður fram starfslokasamningur við fráfarandi Frístunda- og menningarfulltrúa til staðfestingar.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir tillögurnar sem fram koma í minnisblaði bæjarstjóra. Jafnframt staðfestir bæjarráð framlagðan starfslokasamning við fráfarandi Frístunda- og menningarfulltrúa, dags. 2.11.2018
    Bókun fundar Til máls tók: JHH

    Svohljóðandi bókun var lögð fram af hálfu fulltrúa L-listans:

    L-listinn hefur lýst því yfir og telur að skipulagsbreytingar meiri hluta bæjarstjórnar sem samþykktar voru á síðasta bæjarstjórnarfundi séu mjög vanhugsaðar. Þessar breytingar leiddu til þess að Stefáni Arinbjarnarsyni var gert að hætta sem menningar- og frístundarfulltrúi í Vogum. Við teljum að óánægja bæjarbúa við þessar breytingar endurspeglist m.a. í að 36 eldri borgarar skrifuðu undir skjal þar sem þessum breytingum var mótmælt.
    Ég vil fyrir hönd L-listans nota tækifærið og þakka Stefáni Arinbjarnarsyni fyrir góð störf hans hér í Vogum s.l. 8 ár og óska honum velfarnaðar í framtíðinni.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Lögð fram bókun stjórnar Félags eldri borgara í Vogum dags. 30.10.2018, ásamt undirskriftarlistum hóps eldri borgara þar sem uppsögn Frístunda- og menningarfulltrúa sveitarfélagsins er mótmælt.

    Fulltrúar úr stjórn Félags eldri borgara mættu á fundinn kl. 07:30.

    Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun. Gestir fundarins voru Hálfdán Þorsteinsson, skólastjóri Stóru-Vogaskóla, María Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Vignir Friðbjörnsson, forstöðumaður Umhverfis og eigna, og Anna Hulda Friðriksdóttir, skrifstofustjóri.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun. Vinnu verður framhaldið á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 264 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265

1811004F

Fundargerð 265. fundar bæjarráðs er lögð fram á 151. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir fjárveitingu kr. 60.000 til verkefnisins.
    Bókun fundar Til máls tók: ÁL
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265 Tilboð í byggingu þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins voru opnuð föstudaginn 16.11.2018. Alls bárust 11 tilboð í verkið, þar af 3 frávikstilboð. Kostnaðaráætlun hönnuða er kr. 137.500.334. Lægsta tilboð í verkið var frá Sparra ehf., kr. 134.918.352, sem er 98,12% af kostnaðaráætlun. Öll önnur tilboð voru hærri en kostnaðaráætlun. Með fundarboði fylgir einnig yfirlit um niðurstöðu tilboða og yfirferð þeirra af hálfu hönnuða.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Sparra ehf., á grundvelli tilboðs þeirra. Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265 Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265 Málið var áður á dagskrá 262. fundi bæjarráðs, þar sem bæjarstjóra var m.a. falið að vinna að skoðun valkosta og leggja fram að því loknu greinargerð til frekari umfjöllunar. Leitað var til sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis, Reykjanesbæjar og Grindavíkurbæjar. Fyrir liggur munnlegt svar frá bæjarstjóra Grindavíkur þess efnis að sökum aðstöðu- og mannaflaskorts sjái sveitarfélagið sér ekki fært að svo stöddu að ganga til samstarfs um félags- og fræðsluþjónustu. Í svari Reykjanesbæjar kemur fram að áhugi á samstarfi sé til staðar, og eru lagðar fram greinargerðir fræðslustjóra og félagsmálastjóra sveitarfélagsins, þar sem þjónusta sviðanna er tíunduð. Loks er lögð fram greinargerð mannauðsráðgjafa Sveitarfélagsins Voga, þar sem lagt er mat á þann valkost að ganga til samstarfs við sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis, þar sem byggt yrði m.a. á sameiginlegri félagsþjónustu sveitarfélaganna tveggja, sem verið hefur til staðar í mörg undanfarin ár.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir frekari viðræðum við sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis um samstarf á vettvangi félags- og fræðsluþjónustu. Bæjarráð samþykkir jafnframt að málið verði sent Fræðslunefnd til umsagnar.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Til máls tók: IRH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 265 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Til máls tóku: JHH, IRH

3.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 80

1811003F

Fundargerð 80. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 151. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 80 Kynnt umsókn sveitarfélagsins til Menntamálastofnunar um þátttöku í ytra mati á leikskólum 2018. Jákvætt svar hefur nú borist frá Menntamálastofnun og verður starfsemi leikskólans tekin til ytra mats haustið 2019.

    Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd fagnar niðurstöðu Menntamálastofnunar.
    Bókun fundar Til máls tók: IRH
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 80 Starfsáætlun grunnskólans 2018 - 2019 fylgdi með fundarboði, og er lögð fram á fundinum. Skólastjóri Stóru-Vogaskóla fór yfir helstu þætti áætlunarinnar með fundarmönnum.

    Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Fræðslunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 105

1811002F

Fundargerð 105. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 151. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 105 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir umhverfisverkefni á fjárhagsáætlun 2019 þar sem hópar eða félagasamtök taka land í fóstur og hreinsa þar rusl tvisvar á ári gegn þóknun.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 105 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Nefndin telur að svæðið beri tæplega þennan fjölda brauta og einnig mætti nýta betur svæðið við íþróttahúsið. Minnka skuli brautarálag inn í Aragerði. Óskað er eftir endurskoðaðri tillögu.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 105 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 105 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Ekki eru gerðar athugasemdir við drögin.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 105 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Nefndin leggur til að skoðað verði að gera ráð fyrir umhverfisverkefni á fjárhagsáætlun 2019. Kannað verði með hentug verkefni t.d. upprætingu lúpínu.
    Bókun fundar Til máls tók: BS, ÁL

5.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 76

1811001F

Fundargerð 76. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 151. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli. Samþykkt samhljóða.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 76 Fyrir dyrum stendur útnefning og kjör íþróttamanns ársins í Vogum. Frístunda- og menningarnefnd óskar nú eftir tilnefningum, sbr. reglur sveitarfélagsins þar að lútandi. Jafnframt er óskað eftir tilnefningum til hvatningaverðlauna, samvkæmt sömu reglum.

    Afgreiðsla FMN:
    Samþykkt að auglýsa eftir tilnefningum, jafnt hjá almenningi sem og íþróttafélögum. Frestur til að skila tilnefningum er til 15. desember 2018. Jafnframt ákveðið að tilnefningarnar verði tilkynntar í Álfagerði á gamlársdag.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 76 Málið var kynnt á 74. fundi nefndarinnar, þar sem bókað var að nefndin hefði áhuga á að taka þátt í verkefninu. Verkefnið er starfrækt á vegum embættis Landlæknis, meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.

    Afgreiðsla FMN:
    FMN samþykkir að beina þeim tilmælum til bæjarstjórnar að settur verði á stofn stýrihópur til að undirbúa umsókn um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH, IG

    Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til frekari úrvinnslu hjá nýjum íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 76 Fræsðlunefnd beindi þeim tilmælum til FMN að skoða þann möguleika að komið yrði upp skólagörðum í sveitarfélaginu, sem hluti af tómstundastarfi barna yfir sumarmánuðina.

    Afgreiðsla FMN:
    Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina. Lagt er til að kannaður verði sá möguleiki að útbúin verði aðstaða fyrir skólagarða á opna svæðinu meðfram Hafnargötu, á móts við gamla hafnarviktarplanið.
    Bókun fundar Til máls tóku: BS, IG

    Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til frekari úrvinnslu hjá nýjum íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 76 Afgreiðsla FMN:
    Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina. FMN áréttar mikilvægi þess að tryggt sé að allur aðbúnaður standist öryggiskröfur og að gerðar verði sömu kröfur til þessarar starfsemi og annarrar skipulagðar frístundastarfsemi á vegum sveitarfélagsins. FRM leggur jafnframt til að bæjaryfirvöld heimili afnot af skólalóðinni fyrir starfsemina. Jafnframt er lagt til að starfsemin verði í samstarfi við og undir eftirliti íþrótta- og tómstundafulltrúa.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH

    Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til frekari úrvinnslu hjá nýjum íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:35.

Getum við bætt efni síðunnar?