Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
9.Til umsagnar 212. mál frá nefndasviði Alþingis
1810082
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um skránnigu og mat fasteigna (ákvörððun matsverðs), 212. mál
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
10.Umsókn um lóð fyrir sorpbrennslustöð í Helguvík
1810069
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sendir til kynningar upplýsingar um lóðaumsókn félagsins fyrir nýja sorpbrennslustöð í Helguvík
Tölvupóstur framkvæmdastjóra Kölku sorpeyðingarstöðvar sv. dags. 11.10.2018, afrit af umsókn félagsins um lóð fyrir nýja sorpbrennslustöð í Helguvík.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram til kynningar.
11.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022
1802078
Vinnufundur bæjarráðs.
Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun. Gestir fundarins voru Hálfdán Þorsteinsson, skólastjóri Stóru-Vogaskóla, María Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Vignir Friðbjörnsson, forstöðumaður Umhverfis og eigna, og Anna Hulda Friðriksdóttir, skrifstofustjóri.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun. Vinnu verður framhaldið á næsta fundi bæjarráðs.
12.Bókun stjórnarfundar félags eldri borgara í Vogum dags. 30.10.2018.
1810087
Bókun Félags eldri borgara dags. 30.10.2018, ásamt undirskriftalistum eldri borgara.
Fulltrúar úr stjórn félagsins verða gestir fundarins, kl. 07:30.
Lögð fram bókun stjórnar Félags eldri borgara í Vogum dags. 30.10.2018, ásamt undirskriftarlistum hóps eldri borgara þar sem uppsögn Frístunda- og menningarfulltrúa sveitarfélagsins er mótmælt.
Fulltrúar úr stjórn Félags eldri borgara mættu á fundinn kl. 07:30.
Afgreiðsla bæjarstjórnar: Lagt fram.
13.Stjórnsýsla sveitarfélagsins
1705022
Minnisblað bæjarstjóra - yfirlit um ráðstafanir og næstu skref í kjölfar nýsamþykktra breytinga á stjórnskipulagi sveitarfélagsins. Starfslokasamningur fráfarandi Frístunda- og menningarfulltrúa verður lagður fram á fundinum til staðfestingar.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra með tillögum um næstu skref í kjölfar nýsamþykktra breytinga á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Jafnframt lagður fram starfslokasamningur við fráfarandi Frístunda- og menningarfulltrúa til staðfestingar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir tillögurnar sem fram koma í minnisblaði bæjarstjóra. Jafnframt staðfestir bæjarráð framlagðan starfslokasamning við fráfarandi Frístunda- og menningarfulltrúa, dags. 2.11.2018
14.Viðhald beitarhólfs í Krísuvíkurlandi.
1510042
Erindi Fjáreigendafélags Grindavíkur, sem óskar eftir fjárstyrk að fjárhæð kr. 500.000 sem nýtt verði til áburðarkaupa og / eða kaupa á fræjum vegna uppgræðslu í beitarhólfi í Krísuvíkurlandi.
Erindi Fjáreigendafélags Grindavíkur dags. 10.10.2018, beiðni um fjárstyrk kr. 500.000 sem nýtt verði til áburðakaupa og / eða kaupa á fræjum vegna uppgræðslu í beitarhólfi í Krísuvíkurlandi.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
15.WiFi4EU
1810067
Opið fyrir styrkumsókn til Evrópusambandsins vegna uppsetningar þráðlausra neta á svæðum sem opin eru almenningi.
Erindi Opinna Kerfa hf. dags. 17.10.2018, upplýsingar um verkefnið WiFi4EU. Um er að ræða verkefni á vegum Evrópusambandsins þar sem m.a. sveitarfélög geta sótt um styrk til uppsetningar þráðlauss aðgangs að neti t.d. á opinberum stöðum innan sveitarfélaganna.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að sótt verði um verkefnið.
16.Ytra mat á leikskólum 2109
1810057
Menntamálastofnun auglýsir eftir umsóknum um ytra mat leikskóla 2019
Erindi Menntamálastofnunar dags. 17.10.2018, þar sem vakin er athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um ytra mat á leikskólum 2019. Jafnframt lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið dags. 20.10.2018.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að sótt verði um matið fyrir Heilsuleikskólann Suðurvelli.
17.SEEDS sjálfboðaliðastarf 2019
1811001
Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS leita eftir samstarfsverkefnum við sveitarfélagið sumarið 2019
Tölvupóstur SEEDS sjálfboðaliðasamtakanna dags. 31.10.2018, um mögulegt samstarf sveitarfélagsins og samtakanna.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar hjá Umhverfisdeild og til Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Lagt fram.