Óskað verði eftir tilnefningum til íþróttamanns ársins í Vogum 2018
Fyrir dyrum stendur útnefning og kjör íþróttamanns ársins í Vogum. Frístunda- og menningarnefnd óskar nú eftir tilnefningum, sbr. reglur sveitarfélagsins þar að lútandi. Jafnframt er óskað eftir tilnefningum til hvatningaverðlauna, samvkæmt sömu reglum.
Afgreiðsla FMN: Samþykkt að auglýsa eftir tilnefningum, jafnt hjá almenningi sem og íþróttafélögum. Frestur til að skila tilnefningum er til 15. desember 2018. Jafnframt ákveðið að tilnefningarnar verði tilkynntar í Álfagerði á gamlársdag.
2.Heilsueflandi samfélag.
1807002
Undirbúningur vegna þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu
Málið var kynnt á 74. fundi nefndarinnar, þar sem bókað var að nefndin hefði áhuga á að taka þátt í verkefninu. Verkefnið er starfrækt á vegum embættis Landlæknis, meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.
Afgreiðsla FMN: FMN samþykkir að beina þeim tilmælum til bæjarstjórnar að settur verði á stofn stýrihópur til að undirbúa umsókn um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.
3.Ræktunarmöguleikar við Stóru-Vogaskóla
1810061
Vísun frá Fræðslunefnd
Fræsðlunefnd beindi þeim tilmælum til FMN að skoða þann möguleika að komið yrði upp skólagörðum í sveitarfélaginu, sem hluti af tómstundastarfi barna yfir sumarmánuðina.
Afgreiðsla FMN: Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina. Lagt er til að kannaður verði sá möguleiki að útbúin verði aðstaða fyrir skólagarða á opna svæðinu meðfram Hafnargötu, á móts við gamla hafnarviktarplanið.
4.Kofasmíði fyrir börn 2019.
1811004
Erindi Ara Gauts Arinbjörnssonar dags. 2.11. 2018, sem óskar eftir leyfi og aðstöðu til að standa fyrir kofasmíði fyrir börn í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla FMN: Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina. FMN áréttar mikilvægi þess að tryggt sé að allur aðbúnaður standist öryggiskröfur og að gerðar verði sömu kröfur til þessarar starfsemi og annarrar skipulagðar frístundastarfsemi á vegum sveitarfélagsins. FRM leggur jafnframt til að bæjaryfirvöld heimili afnot af skólalóðinni fyrir starfsemina. Jafnframt er lagt til að starfsemin verði í samstarfi við og undir eftirliti íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Afgreiðsla FMN:
Samþykkt að auglýsa eftir tilnefningum, jafnt hjá almenningi sem og íþróttafélögum. Frestur til að skila tilnefningum er til 15. desember 2018. Jafnframt ákveðið að tilnefningarnar verði tilkynntar í Álfagerði á gamlársdag.