Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 245Afgreiðsla bæjarráðs: Vísað til umfjöllunar Frístunda- og menningarnefndar. Erindið verði jafnframt sent Minjafélaginu til kynningar.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 245Gestur fundarins undir þessum lið er Sverrir Bollason, ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf. Sverrir gerði grein fyrir drögum að húsnæðisáætlun sveitarfélagsins, sem nú liggur fyrir.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram. Vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 246Afgreiðsla bæjarráðs: Erindið lagt fram. Bæjarráð þakkar fyrirspurnina. Sveitarstjórn gerir ráð fyrir að hefjast handa við endurskoðun aðalskipulags í upphafi næsta kjörtímabils, og því ekki raunhæft að taka afstöðu til erindisins að svo stöddu.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 246Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð getur orðið við erindinu.Bókun fundarBæjarstjórn staðfestir að ekki sé unnt að verða við erindinu.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 246Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.Bókun fundarBæjarstjórn tekur undir bókun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá 7. nóvember 2017 um afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 246Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð staðfestir úthlutun lóða á miðbæjarsvæði til einstaklinga í kjölfar útdráttar sem fram fór samkvæmt reglum um lóðaúthlutanir: Lyngholt 2: Erla Ísfold Arnórsdóttir, kt. 300156-5689 Lyngholt 6: Karen Herjólfsdóttir, kt. 170489-2769 Lyngholt 8: Gísli Stefánsson, kt. 020662-3449 Lyngholt 10:Kristín Árnadóttir, kt. 151159-2309
Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 95Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulags- og matslýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að leitað verða umsagna um hana og hún verði kynnt í samræmi 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bókun fundarAfgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsnefndar, um að leitað verði umsagna vi skipulags- og matslýsinguna og að hún verði kynnt í samræmi við 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 95Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Nefndin getur samþykkt að lóð nr. 22 verði skipt í tvær lóðir en samþykkir ekki fjölgun lóða utan skilgreindra lóða skv. gildandi deiliskipulagi. Samþykkt er að grunnflötur húsa verði stækkaður en ekki er samþykkt að hækka hús. Ekki er samþykkt að atvinnurekstur verði á svæðinu. Samþykkt er að heimila að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við ofangreint.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 95Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Fyrir liggur minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa vegna athugasemda. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umjöllun um athugasemdirnar skv. minnisblaðinu. Þar sem fyrirhuguð bygging er í lóðarmörkum og frágangur á lóðarmörkum er háður samþykki aðliggjandi lóðarhafa er umsóknin ekki samþykkt að svo stöddu. Til að hægt verði að samþykkja umsóknina þarf að liggja fyrir samþykki allra aðliggjandi lóðarhafa, þ.e.a.s. Kirkjugerðis 9, Tjarnargötu 24 og Heiðargerðis 12.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 95Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Samþykkt að jörðin verði skráð sem íbúðarhúsalóð í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.
5.Starfslok skólastjóra grunnskólans
1711024
Skólastjóri grunnskólans hefur sagt starfi sínu lausu.
Erindi Svövu Bogadóttur, skólastjóra Stóru-Vogaskóla lagt fram, en skólastjóri hefur nú sagt starfi sínu lausu.
Bæjarstjórn færir skólastjóra þakkir fyrir vel unnin og farsæl störf sem skólastjóri Stóru-Vogaskóla.
6.Kosning í nefndir og ráð
1506021
Tilnefning aðal- og varamanns í Fjölskyldu- og velferðarnefnd
Bæjarstjórn samþykkir að Guðbjörg Kristmundsdóttir taki sæti Jóhönnu Láru Guðjónsdóttur sem aðalmaður í Fjölskyldu- og velferðarnefnd.
Bæjarstjórn samþykkir að Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri taki sæti sem varamaður í Fjölskyldu- og velferðarnefnd, í stað Guðbjargar Kristmundsdóttur.
Samþykkt samhljóða.
7.Fjárhagsáætlun 2018 - 2021
1706028
Síðari umræða fjárhagsáætlunar 2018 - 2021
Síðari umræða fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Voga 2018 - 2021. Auk tillögu að fjárhagsáætlun 2018 - 2021 er lögð fram greinargerð bæjarstjóra dags. 27.11.2017, yfirlit yfir framkvæmdir 2018 ásamt tillögu að gjaldskrá 2018.
Tillaga að fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðunnar (A-og B hluta) verði 1.176 m.kr, en að heildargjöldin verði 1.126 m.kr. Niðurstaða án fjárhagsliða er 49,2 m.kr. Fjármagnsgjöld eru áætlun 41,6 m.kr., og rekstrarniðurstaðan er því áætluð 7,6 m.kr.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að fjárhagsáætlun 2018 - 2021 samhljóða með sjö atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með sjö atkvæðum að álagningarhlutfall útsvars skuli vera 14,52%.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með sjö atkvæðum að álagningarhlutföll fasteignaskatts skulu vera sem hér segir: A-stofn (íbúðir, hesthús): 0,41% af fasteignamati B-stofn (opinberar byggingar): 0,32% af fasteignamati C-stofn (atvinnuhúsinæði): 1,65% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með sjö atkvæðum framlagða gjaldskrá fyrir árið 2018, dags. 29.11.2017.
Bókun Jóngeirs H. Hlinasonar, fulltrúa L-listans: Mörg sveitarfélög hafa nú samþykkt að greiða námsgögn fyrir nemendur og er meðal annars vitnað í lög um grunnskóla og barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.Barnaheill sendi m.a. áskorun þessa efnis á öll sveitarfélög í byrjun skólaárs 2015-2016. Í lögum um grunnskóla frá 2008 (nr. 91, 31. gr) kemur fram að kennsla í skyldunámi í opinberum grunnskólum skuli veitt nemendum þeim að kostnaðarlausu og er óheimilt að krefja þá eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem nemendum er gert skylt að nota í námi sínu. Misjafnt er hvaða fjárhæðir sveitarfélögin eru að greiða fyrir hvern nemenda. Því legg ég til að á næsta skólaári verði leitað leiða til að grunnskólanemendum í Sveitarfélaginu Vogum fái þau námsgögn sem skólinn óskar eftir að þau noti í námi sínu án endurgjalds.
Bókun fulltrúa D-listans: Við, fulltrúar D-lista í bæjarstjórn, lýsum yfir ánægju með nýja fjárhagsáætlun og vinnu við hana. Gætt hefur verið að útgjöldum en þó farið í framkvæmdir sem nauðsynlegar eru og eins stefnt að öðrum sem eru að beiðni samfélagsins, bæði til gamans og nauðsynja. Farið verður í að klára gatnagerð á miðbæjarsvæði sem við erum fylgjandi. Það hefur í för með sér að finna verður áhaldahúsi sveitarfélagsins nýjan stað og nauðsynlegt er að ráðast í byggingu dælustöðvar. Framkvæmdirnar eru fjármagnaðar með eigin fé auk þess sem farið er í lántökur til að brúa bilið. Hvívetna er gætt að því að skila bæjarsjóði í sem bestu ástandi. Komið er til móts við íbúa með lækkun fasteignaskatts þannig að álagningarhlutfall íbúðarhúsnæðis lækki úr 0,5 í 0,41% af fasteignamati sem gerir það að verkum að fasteignagjöld hækka ekki þrátt fyrir töluverða hækkun fasteignamats. Samstarfið við meirihlutann hefur verið gott og viljum við þakka fyrir það. Í þeirri vinnu hefur verið tekið tillit til og hlustað á skoðanir og hugmyndir minnihluta og allir lagt sig fram við að vinna sem ein heild fyrir sveitarfélagið.
Bókun fulltrúa E-listans: Nú hefur verið samþykkt fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2018. Við í E-listanum höfum unnið þessa áætlun með bæjarstjóra, forstöðumönnum og minnihlutanum og þökkum við þeim öllum gott samstarf. Gert er ráð fyrir hóflegum afgangi og ljóst er að hér eftir sem hingað til þarf að fylgjast vel með að staðið sé við áætlun. Í rekstraráætlun ársins 2018 er áfram lögð áhersla á viðhaldsverkefni ýmiss konar, sem og endurnýjun búnaðar. Ágætis árangur náðist á árinu 2017, þ.e vel tókst til með að sinna ýmsum uppsöfnuðum viðhaldsverkefnum sem og að leysa úr uppsafnaðri þörf á viðhaldi og endurnýjun búnaðar. Á árinu 2018 er áfram haldið á sömu braut, en áætlunin gerir ráð fyrir að öll brýn viðhaldsverkefni og búnaðarkaup nái fram að ganga á árinu. Álagningarhlutföll breytast á milli ára. Talsverð hækkun verður á fasteignamati í sveitarfélaginu árið 2018, en meðaltalshækkun fasteignamats milli ára er um 17%. Í áætluninni er lagt til að álagningarstuðull fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis lækki úr 0,5% í 0,41% af fasteignamati. Með þessu er komið til móts við fasteignaeigendur í sveitarfélaginu, þannig að álagðir fasteignaskattar og önnur fasteignagjöld hækka nokkurn veginn í takt við verðlagsþróun milli ára, í stað þess að hækka jafn mikið og fasteignamatið. Þessi skerðing hefur í för með sér að framlag úr Jöfnunarsjóði vegna fasteignaskatts skerðist. Bæjarráð leggur til að álagning vatnsskatts hækki að nýju í 0,19% af fasteignaskatti, en álagningarhlutfallið árið 2017 var 0,17%. Viðmiðunarfjárhæðir vegna afsláttar fasteignaskatta fyrir eldri borgara og örorkulífeyrisþega hafa verið uppfærðar m.v. áætlaða hækkun launavísitölu. Frístundastyrkur barna og unglinga, sem var hækkaður myndarlega árið 2017, er aftur hækkaður myndarlega, þ.e. úr kr. 15.000 í kr. 25.000 Áætlaðar fjárfestingar árið 2018 eru ríflegar að þessu sinni, eða 367 m.kr. Fjárfrekasta framkvæmdin 2018 eru endurbætur á fráveitukerfi bæjarins, en gert er ráð fyrir að ráðast í byggingu dælustöðvar fyrir fráveituna. Gert er ráð fyrir að sú framkvæmd kosti um 120 m.kr. Áfram verður unnið að gatnagerð á miðbæjarsvæði, og gerir áætlunin ráð fyrir því að ljúka verkefninu á árinu 2018. Heildarkostnaður þeirra framkvæmda er áætlaður 95 m.kr. Vegna framkvæmda við gatnagerð á miðbæjarsvæði reynist nauðsynlegt að ráðast í byggingu eða kaup á húsnæði fyrir áhaldahús sveitarfélagsins, þar sem núverandi húsnæði þarf að víkja vegna gatnagerðarinnar á miðbæjarsvæðinu. Auk framangreindra verkefna verður haldið áfram í endurgerð gatna, framkvæmdir við tjaldsvæði, gerð stíga og hjólabrettagarðs. Einnig er ráðgert að ráðast í lagningu ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagsins, og með því móti unnt að tryggja mótframlag úr Fjarskiptasjóði vegna verkefnisins „Ísland ljóstengt“.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerðina samhljóða með sjö atkvæðum.
Bergur Álfþórsson situr hjá við afgreiðslu 8. máls fundargerðarinnar, úthlutun lóða á miðbæjarsvæði.
.