Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

245. fundur 01. nóvember 2017 kl. 06:30 - 07:59 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Sverrir Bollason, ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf, mætir á fundinn kl. 07:30 og fer yfir drög að húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.

1.Skýrsla bæjarstjóra

1603003

Fundardagbækur bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur 42 og 43
Lagt fram.

2.Verndarsvæði í byggð

1710029

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum vegna verkefnisins "Verndarsvæði í byggð"
Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til umfjöllunar Frístunda- og menningarnefndar. Erindið verði jafnframt sent Minjafélaginu til kynningar.

3.Bréf sent til stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

1710030

Bréf formanns Öldungaráðs Suðurnesja til formanns SSS
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

4.Beiðni um hjólabrettaramp.

1710033

Beiðni nemenda 4. bekkjar Stóru-Vogaskóla um uppsetningu hjólabrettaramps og aparólu
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið. Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2018 - 2021

5.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018

1710036

Stígamót óskar eftir fjárhagsstuðningi 2018
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að styrkja starfsemina árið 2018 um kr. 50.000

6.Verkefnaráð vegna Suðurnesjalínu 2

1710037

Erindi Landsnets hf. - beiðni um tilnefningu í verkefnaráð vegna Suðurnesjalínu 2
Afgreiðsla bæjarráðs:
Sveitarfélagið tilnefnir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóra og Ingu Rut Hlöðversdóttur, bæjarfulltrúa, til setu í verkefnaráðinu.

7.Fjárhagsáætlun 2018 - 2021

1706028

Úrvinnsla bæjarráðs milli fyrri og síðari umræðu
Lagt fram.

8.Úthlutun lóða á miðbæjarsvæði

1601046

Umfjöllun um umsóknir lögaðila á lóðum undir fjölbýlishús og parhús
Afgreiðsla bæjarraðs:
Bæjarráð samþykkir eftirfrarandi úthlutanir:
Fjarðarmót ehf. fjölbýlishúsalóðir við Skyggnisholt.
Bak Höfn ehf. fjölbýlishúsalóðir við Keilisholt
Ástríkur ehf. parhúsalóðir við Lyngholt 5,7,9,11,13,15,17 og 19
Húgó ehf. parhúsalóðina Lyngholt 1 og 3

Samþykkt samhljóða.

9.Lóðin Kirkjuholt

1710039

Fyrirspurn Sóknarnefndar Kálfatjarnarsóknar um hvort sveitarfélagið sé reiðubúið að falla frá kvöðum í gjafaafsali og hvort leyft verði að skipuleggja íbúðabyggð á svæðinu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Ákvörðun frestað. Bæjarráð mun óska eftir fundi með forsvarsmönnum sóknarnefndar um málið.

10.Áætlun um húsnæðismál

1703001

Drög að húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Gestur fundarins undir þessum lið er Sverrir Bollason, ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf. Sverrir gerði grein fyrir drögum að húsnæðisáætlun sveitarfélagsins, sem nú liggur fyrir.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram. Vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn.

11.Vörugjöld bílaleigubíla

1710028

Samtök ferðaþjónustunnar vekja athygli á vörugjöldum bílaleigubíla og skoðun á skattaumhverfi bílaleigufyrirtækja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

12.Ársfundur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

1710005

Ársskýrsla Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum
Afgreiðsla bæjarráðs:
Ársskýrsslan lögð fram.

13.Fundir Stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2017.

1703050

Fundargerðir 21., 22. og 23 funda stjórnar BS
Fundargerðirnar lagðar fram.

14.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2017

1701087

Fundargerð 39. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs, ásamt fjárhagsáætlun 2018 og starfsáætlun 2018
Fundargerðin lögð fram.

15.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2017

1701068

Fundargerð 132. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Fundargerðin lögð fram.

16.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. 2017

1701055

Fundargerð 60. fundar stjórnar Heklunnar
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:59.

Getum við bætt efni síðunnar?