Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

137. fundur 26. september 2017 kl. 19:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240

1708005F

Fundargerð 240. fundar bæjarráðs er lögð fram á 137. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Ársskýrslan lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Skýrslan lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Skýrslurnar lagðar fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • 1.4 1708047 Flutningstilkynning
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Afgreiðslu málsins frestað, bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, bæjarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga um málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.

    Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Tillagan lögð fram. Málinu er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2017-2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fyrir liggur neikvæð umsögn byggingafulltrúa, þar sem um er að ræða frístundasvæði og samkvæmt skilmálum deiliskipulags er ekki heimilt að starfrækja atvinnurekstur í frístundabyggð. Bæjarráð er af þeim sökum neikvætt í afstöðu sinni til umsóknarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn samþykkir niðurstöðu 240. fundar bæjarráðs með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: JHH, IRH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Afgeriðsla bæjarstjórnar:
    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 240 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241

1709002F

Fundargerð 241. fundar bæjarráðs er lögð fram á 137. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Skýrslan lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241 Afgeiðsla bæjarráðs:
    Skýrslan lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Skýrslan lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundardagbækurnar (vinnuskjöl) lagðar fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að sótt verði um byggðakvóta fiskveiðiárið 2017 - 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu 241. fundar bæjarráðs með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að ráðstafa eftirstöðvum fjárveitingar til stígagerðar í framkvæmdir við væntanlegan hjólastíg á gamla Stapaveginum.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu 241. fundar bæjarráðs með sjö atkvæðum.
  • 2.6 1702039 Vinnuskóli 2017.
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Skýrslan lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Skýrslan lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Yfirlitin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Yfirlitin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram að nýju minnisblað lögmanns sveitarfélagsins frá mars 2016. Jafnframt lögð fram drög að svari til landeiganda vegna tilboðs sveitarfélagsins í kaup á hluta óskipts heiðarlands Vogajarða. Bæjarstjóra ásamt lögmanni falið að svara erindinu í samræmi við framlögð gögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu 241. fundar bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Áshildur Linnet lýsir yfir vanhæfi sínu til að taka afstöðu til þessa liðar fundargerðarinnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir tillögurnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu 241. fundar bæjarráðs með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Vinnuáætlunin er samþykkt. Gögnin eru lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Umsögn byggingafulltrúa lögð fram. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina, og leggur til að samþykkt verði heimild fyrir 10 gistirýmum.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Bæjarráð samþykkir afgreiðslu 241. fundar bæjarráðs með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 241 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Fundargerðin lögð fram.

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93

1709001F

Fundargerð 93. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 137. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • 3.1 1508006 Umhverfismál
    Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Rætt um samstarf sveitarfélagsins og skóræktarfélagsins um uppgræðslumál, m.a. við reiðstíg austan við byggðina og á tjaldsvæðinu. Oktavía kynnti hvernig skógræktarsamningum við Skógræktarfélag Íslands og ríkisins er háttað. Nefndin lýsir áhuga á að vinna með skógræktarfélginu í uppgræðslumálum. Oktavíu þakkað fyrir að koma á fundinn.
    Vignir sagði frá fundi með framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja varðandi úrræði vegna lóðahreinsana og númerslausa bíla. Vigni þakkað fyrir að koma á fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.

    Til máls tóku: ÁE, IG
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:

    Erindinu vísað til frekari vinnslu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Nefndin telur það stranga túlkun hjá Skipulagsstofnun að breyting á deiliskipulagi sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Vissulega er svæðið skilgreint í gildandi aðalskipulagi sem blanda af verslun/þjónustu og íbúðarsvæði en eftirfarandi klausa fyrir svæðið er mjög skýr: Þar til nýtt deiliskipulag verður gert fyrir svæðið verður heimilt að hafa stafsemi á svæðinu skv. gildandi deiliskipulagi, þ.e. iðnaðar- og athafnastarfsemi.
    Breyting á deiliskipulagi er ekki nýtt deiliskipulag og ekki er um heildarendurskoðun þess að ræða. Breytingin á deiliskipulaginu fellst meira og minna í því að lagfæra m.t.t. núverandi aðstæðna á svæðinu, sem hafa breyst nokkuð á þeim 17 árum sem liðin eru frá því deiliskipulagið öðlaðist gildi, auk þess sem Jónsvör 1 breytist úr verbúð í iðnaðarstarfsemi. Þó það standi í gildandi aðalskipulagi að „heimilt sé að hafa stafsemi á svæðinu skv. gildandi deiliskipulagi“ þá þýðir það ekki að ekki megi gera breytingar á gildandi deiliskipulagi.
    Þá segir einnig um svæðið í gildandi aðalskipulagi: Gert er ráð fyrir að sú starfsemi [iðnaðar- og athafnastarfsemi] víki af svæðinu á síðari hluta skipulagstímabilsins. Nú er ennþá fyrri hluti skipulagstímbilsins þannig að það er nægur tími til að láta þessa starfsemi víkja af svæðinu.
    Hinsvegar er ástæða til við endurskoðun aðalskipulagsins að taka umræðu um þetta svæði til framtíðar, hvort enn verði gert ráð fyrir að svæðið þróist í verslunar- og þjónustusvæði eða að svæðið verði með núverandi starfsemi til langrar framtíðar. Ef niðurstaða slíkrar umræðu er að svæðið sunnan Hafnargötu verði með óbreyttri starfssemi til framtíðar er líklegt að gerð verði breyting á aðalskipulagi.
    Nefndin óskar eftir því að Skipulagsstofnun endurskoði athugasemd sína við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B - deild Stjórnartíðinda.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu 93. fundar Umhverfis- og skipulagsnfendar með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 93 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umsóknin samræmist gildandi aðal- og deiliskipulagi. Fyrir liggur jákvæð umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
    Umsóknin er samþykkt með fyrirvara um niðurstöðu þess hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá framkvæmdaleyfi ef framkvæmdin er ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu 93. fundar Umhverfis- og skipulagsnfendar með sjö atkvæðum.

4.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69

1709003F

Fundargerð 69. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 137. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 Fjölskyldudagar fóru fram vikuna 14. - 20. ágúst s.l. Var þetta í 21. skipti sem hátíðin fór fram. Margt var um manninn, veður með besta móti og tókust hátíðahöld almennt með ágætum. Dagskrá Fjölskyldudaga var fjölbreytt og fjölskylduvæn líkt og áður og hefur hátíðin fest sig í sessi. Tólf félagasamtök í sveitarfélaginu komu að dagskrá hátíðarinnar og var samstarf sveitarfélagsins og félaganna farsælt. Fundað var fyrir og eftir hátíðina og farið yfir skipulag og útkomu.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN lýsir yfir ánægju með hvernig til tókst og þakkar öllum þeim fjölmörgu sem að hátíðinni komu fyrir ómetanlegt framlag.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.

    Bæjarstjórn færir þeim (starfsfólki, félagasamtökum) sem að undirbúningi og framkvæmd fjölskyldudaga stóðu þakkir fyrir vel heppnaða fjölskyldudaga.

    Til máls tók: IRH, IG, JHH.
  • 4.2 1707011 Lýðheilsugöngur
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 Í tilefni af 90 ára afmæli Ferðafélags Íslands er boðið upp á lýðheilsugöngur á öllu landinu í september. Boðið er upp á slíkar göngur hér í Vogum og eru umsjónarmenn þeirra Þorvaldur Örn Árnason og Viktor Guðmundsson. Gengið er á miðvikudögum í 60 - 90 mínútur í senn og hefur þátttaka verið góð.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN fagnar þessu frábæra framtaki og óskar Ferðafélagi Íslands til hamingju með 90 ára afmælið.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 Félagsstarf í Álfagerði er farið af stað og hefur bæklingi verið dreift í öll hús. Skipulagsbreytingar eru á lokastigi en búið er að ráða í starf matráðs í Álfagerði og hefur Sæunn Inga Margeirsdóttir verið ráðin. Fullur kraftur mun svo færast í félagsstarfið þegar nýr starfsmaður hefur störf sem m.a. mun hafa umsjón með öllu félagsstarfi í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf innan skamms.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN væntir góðs af nýju fyrirkomulagi en hefði jafnframt viljað vera upplýst fyrr um umræddar breytingar til að geta haft aðkomu að málum á fyrri stigum.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 Búið er að ráða Árna Rúnar Árnason í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja og hóf hann störf 1. ágúst.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN býður Árna velkomin til starfa og óskar honum velfarnaðar í starfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 Vetrarstarf í félagsmiðstöð er farið af stað. Unnið er að skipulagsbreytingum sem eru á lokastigum. Ráðinn verður tómstunda- og félagsmálafræðingur sem hafa mun umsjón með félagsstarfi á vegum sveitarfélagsins fyrir unga jafnt sem aldna. Leikjanámskeið í sumar tókust með ágætum og voru vel sótt. Annað sumarstarf gekk einnig vel. Má þar t.a.m. nefna vinnuskólann en nemendur þar voru reyndar óvenju fáir.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN væntir mikils af starfsemi félagsmiðstöðvar og lýsir ánægju með góða aðstöðu, m.a. íþróttamannvirki sem félagsstarfið nýtur góðs af.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 Vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2018 er að hefjast. Nefndarfólk FMN getur komið með sínar áherslur og hugmyndir fyrir fjárhagsáætlanagerðina.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt og vísað til næsta fundar nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 FMN ákvað að halda dag félagasamtaka í Vogum og endurvekja þannig fyrri hefð. Hugsunin með slíkum degi er að félögin geti kynnt sitt starf fyrir íbúum og jafnvel fengið inn nýja félaga. Eftir samráðsfund með félögunum hefur verið ákveðið að halda dag félagasamtaka laugaraginn 28. október en það er sami dagur og gengið verður til alþingiskosninga. Þá er líklegt að margir verði á faraldsfæti og geti sótt félögin heim.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN lýsir ánægju með framtakið og væntir góðrar þátttöku.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 Ákveðið hefur verið að halda sameiginlega Heislu- og forvarnarviku á Suðurnesjum og er þetta í fyrsta skipti sem það er gert. Um er að ræða vikuna 2.- 8. október og verður reynt að höfða til sem flestra íbúa á Suðurnesjum með málefni Heilsu og forvarna að leiðarljósi.
    Vonir standa til að vikan geti orðið að árlegum viðburði á Suðurnesjum og stuðli þannig að bættri lýðheilsu á svæðinu.

    Afgreiðsla FMN.
    Nefndin er ánægð með þetta sameiginlega verkefni á Suðurnesjum og vonar að Heilsu- og forvarnarvika verði upphaf að breyttum og enn betri lífsstíl hjá bæjarbúum.
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarstjórnar:
    Lagt fram.

5.Kosning í nefndir og ráð

1506021

Fulltrúi E-listans hefur óskað lausnar frá setu í Fjölkyldu- og velferðarnefnd.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Afgreiðslu málsins er frestað.
Bæjarstjórn færir Jóhönnu Láru Guðjónsdóttur, fráfarandi fulltrúa sveitarfélagsins í Fjölskyldu- og velferðarnefnd, þakkir fyrir vel unnin störf fyrir hönd sveitarfélagsins í nefndinni

Til máls tók: IG, ÁL, JHH

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?