Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga
93. fundur
19. september 2017 kl. 17:30 - 20:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Friðrik V. Árnasonaðalmaður
Hólmgrímur Rósenbergssonaðalmaður
Gísli Stefánssonaðalmaður
Ivan Kay Frandssen1. varamaður
Starfsmenn
Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði:Sigurður H. Valtýssonskipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.Umhverfismál
1508006
Gestir: Vignir Fríðbjörnsson forstöðumaður umhverfis og eigna sveitarfélagsins og Oktavía Ragnarsdóttir frá Skógræktarfélaginu Skógfelli.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Rætt um samstarf sveitarfélagsins og skóræktarfélagsins um uppgræðslumál, m.a. við reiðstíg austan við byggðina og á tjaldsvæðinu. Oktavía kynnti hvernig skógræktarsamningum við Skógræktarfélag Íslands og ríkisins er háttað. Nefndin lýsir áhuga á að vinna með skógræktarfélginu í uppgræðslumálum. Oktavíu þakkað fyrir að koma á fundinn. Vignir sagði frá fundi með framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja varðandi úrræði vegna lóðahreinsana og númerslausa bíla. Vigni þakkað fyrir að koma á fundinn.
2.Höfðaland. Fyrirspurn um skipulagsmál.
1708024
Bréf Þórunnar Bjarndísar Jónsdóttur dags. 27.08.2017 ásamt fylgiskjölum. Farið er þess á leit að veitt verði heimild til breytinga á aðalskipulagi og lóðirnar Höfðaland 1, 2 og 3 verði deiliskipulagðar.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Erindinu vísað til frekari vinnslu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.
3.Umsókn um lóð / deiliskipulagsbreyting, Jónsvör 1.
1703077
Hafnarsvæði, breyting á deiliskipulagi. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 06.09.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Nefndin telur það stranga túlkun hjá Skipulagsstofnun að breyting á deiliskipulagi sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Vissulega er svæðið skilgreint í gildandi aðalskipulagi sem blanda af verslun/þjónustu og íbúðarsvæði en eftirfarandi klausa fyrir svæðið er mjög skýr: Þar til nýtt deiliskipulag verður gert fyrir svæðið verður heimilt að hafa stafsemi á svæðinu skv. gildandi deiliskipulagi, þ.e. iðnaðar- og athafnastarfsemi. Breyting á deiliskipulagi er ekki nýtt deiliskipulag og ekki er um heildarendurskoðun þess að ræða. Breytingin á deiliskipulaginu fellst meira og minna í því að lagfæra m.t.t. núverandi aðstæðna á svæðinu, sem hafa breyst nokkuð á þeim 17 árum sem liðin eru frá því deiliskipulagið öðlaðist gildi, auk þess sem Jónsvör 1 breytist úr verbúð í iðnaðarstarfsemi. Þó það standi í gildandi aðalskipulagi að „heimilt sé að hafa stafsemi á svæðinu skv. gildandi deiliskipulagi“ þá þýðir það ekki að ekki megi gera breytingar á gildandi deiliskipulagi. Þá segir einnig um svæðið í gildandi aðalskipulagi: Gert er ráð fyrir að sú starfsemi [iðnaðar- og athafnastarfsemi] víki af svæðinu á síðari hluta skipulagstímabilsins. Nú er ennþá fyrri hluti skipulagstímbilsins þannig að það er nægur tími til að láta þessa starfsemi víkja af svæðinu. Hinsvegar er ástæða til við endurskoðun aðalskipulagsins að taka umræðu um þetta svæði til framtíðar, hvort enn verði gert ráð fyrir að svæðið þróist í verslunar- og þjónustusvæði eða að svæðið verði með núverandi starfsemi til langrar framtíðar. Ef niðurstaða slíkrar umræðu er að svæðið sunnan Hafnargötu verði með óbreyttri starfssemi til framtíðar er líklegt að gerð verði breyting á aðalskipulagi. Nefndin óskar eftir því að Skipulagsstofnun endurskoði athugasemd sína við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B - deild Stjórnartíðinda.
4.Stapavegur 1. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
1709030
Stofnfiskur sækir um framkvæmdaleyfi til borunar eftir sjó skv. umsókn dags. 14.09.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Umsóknin samræmist gildandi aðal- og deiliskipulagi. Fyrir liggur jákvæð umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Umsóknin er samþykkt með fyrirvara um niðurstöðu þess hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá framkvæmdaleyfi ef framkvæmdin er ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Rætt um samstarf sveitarfélagsins og skóræktarfélagsins um uppgræðslumál, m.a. við reiðstíg austan við byggðina og á tjaldsvæðinu. Oktavía kynnti hvernig skógræktarsamningum við Skógræktarfélag Íslands og ríkisins er háttað. Nefndin lýsir áhuga á að vinna með skógræktarfélginu í uppgræðslumálum. Oktavíu þakkað fyrir að koma á fundinn.
Vignir sagði frá fundi með framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja varðandi úrræði vegna lóðahreinsana og númerslausa bíla. Vigni þakkað fyrir að koma á fundinn.