Byggðakvóti næsta fiskveiðiárs auglýstur laus til umsóknar
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að sótt verði um byggðakvóta fiskveiðiárið 2017 - 2018.
5.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020
1606025
Framkvæmdir við stíga - tillögur
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að ráðstafa eftirstöðvum fjárveitingar til stígagerðar í framkvæmdir við væntanlegan hjólastíg á gamla Stapaveginum.
6.Vinnuskóli 2017.
1702039
Skýrsla um starfsemi Vinnuskólans 2017
Afgreiðsla bæjarráðs: Skýrslan lögð fram.
7.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2017
1703005
Rekstraryfirlit málaflokka og deilda janúar - ágúst 2017
Afgreiðsla bæjarráðs: Yfirlitin lögð fram.
8.Óskipt heiðarland Vogajarða
1604002
Svar við kauptilboði sveitarfélagsins. Tillaga um næstu skref.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram að nýju minnisblað lögmanns sveitarfélagsins frá mars 2016. Jafnframt lögð fram drög að svari til landeiganda vegna tilboðs sveitarfélagsins í kaup á hluta óskipts heiðarlands Vogajarða. Bæjarstjóra ásamt lögmanni falið að svara erindinu í samræmi við framlögð gögn.
9.Stjórnsýsla sveitarfélagsins
1705022
Tillaga til staðfestingar um breytt fyrirkomulag á Frístunda- og menningarsviði
Afgreiðsla bæjarráðs: Vinnuáætlunin er samþykkt. Gögnin eru lögð fram.
11.Stóra Knarrarnes II. Umsókn um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki II.
1709018
Umsókn um rekstrarleyfi, umsögn byggingafulltrúa
Afgreiðsla bæjarráðs: Umsögn byggingafulltrúa lögð fram. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina, og leggur til að samþykkt verði heimild fyrir 10 gistirýmum.
12.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2017
1702009
Fundargerð 396. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.
13.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2017
1702010
Fundargerð 852. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Skýrslan lögð fram.