Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

132. fundur 29. mars 2017 kl. 18:00 - 19:55 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230

1703001F

Fundargerð 230. fundar bæjarráðs er lögð fram á 132. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Erindið lagt fram. Bókun fundar Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands auglýsir eftir umsóknum úr Styrktarstjóði EBÍ 2017.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Lögð fram frumkostnaðaráætlun að viðbyggingu Stóru-Vogaskóla.
    Málinu vísað til úrvinnslu hjá starfshópi um grunnskóla, sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá september 2014.
    Bókun fundar Fyrir liggja fyrstu drög að kostnaðaráætlun vegna viðbyggingar við Stóru-Vogaskóla.

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Lögð fram frumkostnaðaráætlun að viðbyggingu Stóru-Vogaskóla. Málinu vísað til úrvinnslu hjá starfshópi um grunnskóla, sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá september 2014.

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Lagt fram. Bókun fundar Fundardagbækur bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur, 7,8 og 9

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Bæjarráð þakkar ábendinguna. Bæjarráð óskar eftir að Umhverfisdeild taki saman upplýsingar um útfærslu verkefnisins og áætlaðan kostnað. Bókun fundar Ábending Höllu Guðmundsdóttur kennara, um gangbrautamerkingar við Stóru-Vogaskóla.

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð þakkar ábendinguna. Bæjarráð óskar eftir að Umhverfisdeild taki saman upplýsingar um útfærslu verkefnisins og áætlaðan kostnað.

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Lagt fram.

    Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá fráveitu sveitarfélagsins Bókun fundar Setja þarf sérstaka gjaldskrá fyrir fráveitu sveitarfélagsins, samkvæmt ábendingu frá KPMG.

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá fráveitu sveitarfélagsins.

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá fráveitu sveitarfélagsins, samhljóða með sjö atkvæðum.
  • 1.6 1702054 Framkvæmdir 2017
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Bæjarráð samþykkir útboðsskilmálana og að auglýst verði eftir tilboðum í verkið. Bókun fundar Drög að útboðs- og verklýsingu ásamt verkhönnun fyrir miðbæjarsvæði. Fyrir liggur að taka ákvörðun um að auglýsa útboðið og óska eftir tilboðum í verkið.

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir útboðsskilmálana og að auglýst verði eftir tilboðum í verkið.

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Minnisblöðin lögð fram. Afgreiðslu málsins frestað. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og leggja fram á næsta fundi bæjarráðs. Bókun fundar Minnisblað um vinnslu húsnæðisáætlunar sveitarfélagsins. Minnisblað bæjarstjóra um málið, einnig minnisblað frá VSÓ Ráðgjöf sem tekur að sér vinnslu slíkra verkefna.

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Minnisblöðin lögð fram. Afgreiðslu málsins frestað. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og leggja fram á næsta fundi bæjarráðs.

    Lagt fram.

    Til máls tóku: GK, BÁ
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Bæjarstjóra falið að hefja viðræður um málið við Ingu Rut Hlöðversdóttur, sem lýst hefur yfir áhuga á samstarfi við sveitarfélagið um uppbyggingu tjaldsvæðis í Vogum. Bókun fundar Samstarf um uppbyggingu og rekstur tjaldsvæðis í Vogum, auglýst var eftir áhugasömum aðilum.

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Bæjarstjóra falið að hefja viðræður um málið við Ingu Rut Hlöðversdóttur, sem lýst hefur yfir áhuga á samstarfi við sveitarfélagið um uppbyggingu tjaldsvæðis í Vogum.

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Lagt fram.

    Inga Rut Hlöðversdóttir bendir á vanhæfi sitt varðandi umfjöllun um þennan lið, og situr hjá undir þessum lið við afgreiðslu fundargerðarinnar.

    Til máls tóku: IG, IRH.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Bókun fundar Samningur og verklýsing vegna umsjónar UMFÞ með knattspyrnuvöllum 2017, með fyrirvara um samþykki sveitarfélagsins.

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn staðfestir samþykkt bæjarráðs á samningnum, samhljóða með sjö atkvæðum.
  • 1.10 1612015 Ársreikningur 2016
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Drög að ársreikningi 2016 lögð fram. Áformað er að leggja fram ársreikning til fyrri umræðu á marsfundi bæjarstjórnar. Bókun fundar Rekstraryfirlit 2016 - fyrstu drög að ársreikningi

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Drög að ársreikningi 2016 lögð fram. Áformað er að leggja fram ársreikning til fyrri umræðu á marsfundi bæjarstjórnar.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Rekstraryfirlit janúar - febrúar 2017 lagt fram. Bókun fundar Rekstraryfirlit janúar - febrúar 2017, ásamt samanburði við áætlun.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Dómur Hæstaréttar gegn Landsneti hf. og Sveitarfélaginu Vogum vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2 lagður fram. Ívar Pálsson hrl. fór efnislega yfir niðurstöður dómsins með bæjarráði. Bókun fundar Dómur Hæstaréttar vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2. Gestur fundarins er Ívar Pálsson hrl., lögmaður sveitarfélagsins, sem fer yfir málið með bæjarráði.

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Dómur Hæstaréttar gegn Landsneti hf. og Sveitarfélaginu Vogum vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2 lagður fram. Ívar Pálsson hrl. fór efnislega yfir niðurstöður dómsins með bæjarráði.

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • 1.13 1701028 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Niðurstaðan er skráð í trúnaðarmálabók. Bókun fundar Ívar Pálsson hrl., lögmaður sveitarfélagsins, situr fundinn undir þessum lið.

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Niðurstaðan er skráð í trúnaðarmálabók.

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Lagt fram.
  • 1.14 1611018 Umsókn um lóð
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Bæjarráð samþykkir umsóknina, samkvæmt gildandi úthlutunarskilmálum. Bókun fundar Umsókn Fibra ehf. um lóð, ásamt minnisblaði bæjarstjóra.

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir umsóknina, samkvæmt gildandi úthlutunarskilmálum.

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs, samhljóða með sjö atkvæðum.
  • 1.15 1702049 Umsókn um lóð
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Lóðinni hefur þegar verið úthlutað, en umsækjandi er næstur í röðinni um lóðina, komi til þess að henni verði endurúthlutað. Bókun fundar STÞ ehf. sækir um lóðina Vogagerði 23.

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Lóðinni hefur þegar verið úthlutað, en umsækjandi er næstur í röðinni um lóðina, komi til þess að henni verði endurúthlutað.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Erindið kynnt. Bæjarstjóra falið að vinna að úrvinnslu málsins. Bókun fundar Veraldarvinir bjóða fram sjálfboðaliða til starfa að verkefnum fyrir sveitarfélagið.

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Erindið kynnt. Bæjarstjóra falið að vinna að úrvinnslu málsins.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er anndvígt því að áfengi verði selt í matvöruverslunum. Bæjarráð telur að ef frumvarpið nær í gegn skapist hætta á aukinni drykkju unglinga með auðveldara aðgengi. Bæjarráð telur einnig að þeir sem veikir eru fyrir muni frekar lúta í lægra haldi fyrir freistingunni sem skapast. Með auknu aðgengi að áfengi á neysla efir að aukast með tilheyrand kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið.Bæjarráð telur að núverandi fyrirkomulag sé gott og enginn ástæða til að breyta því.
    Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak (smásala áfengis), 106. mál.

    Niðurstaða 230. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er andvígt því að áfengi verði selt í matvöruverslunum. Bæjarráð telur að ef frumvarpið nær í gegn skapist hætta á aukinni drykkju unglinga með auðveldara aðgengi. Bæjarráð telur einnig að þeir sem veikir eru fyrir muni frekar lúta í lægra haldi fyrir freistingunni sem skapast. Með auknu aðgengi að áfengi á neysla efir að aukast með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið.Bæjarráð telur að núverandi fyrirkomulag sé gott og enginn ástæða til að breyta því.

    Lagt fram.

    Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Fundargerðin lögð fram. Bókun fundar Fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Fundargerðin lögð fram. Bókun fundar Fundargerð 477. fundar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Fundargerðin lögð fram. Bókun fundar Fundargerð 8. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja, ásamt bréfi til Skipulagsstofnunar með bókun nefndarinnar.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Fundargerðin lögð fram. Bókun fundar Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja - fundir með bæjarstjórnum Garðs og Sandgerðis

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Fundargerðin lögð fram. Bókun fundar Fundargerð 53. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Fundargerðirnar lagðar fram. Bókun fundar Fundargerðir 123. og 124. funda Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt samantekt vegna húsnæðismála.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Fundargerðin lögð fram. Bókun fundar Fundargerð 34. fundar Reykjanes Geopark

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Fundargerðin lögð fram. Bókun fundar Fundargerð 392. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 230 Tillögurnar lagðar fram. Bókun fundar Tillögur frá aðalfundi Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

    Lagt fram.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231

1703005F

Fundargerð 231. fundar bæjarráðs er lögð fram á 132. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Erindið lagt fram. Bókun fundar Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga - kynning á nýrri löggjöf um persónuvernd og net- og upplýsingaöryggi

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Tillaga um flokkun sorps verður flutt á aðalfundi Kölku í lok apríl n.k. Tillagan er hér lögð fram til kynningar.

    Lagt fram.

    Til máls tóku: JHH, BÁ, IRH, IG, BÖÓ, BS
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Erindið lagt fram til kynningar. Jafnframt lagður fram tölvupóstur skólastjóra Stóru-Vogaskóla, þar sem fram koma upplýsingar um hvernig þessum málum er háttað í grunnskóla sveitarfélagsins. Bókun fundar Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um kennslumínútnafjölda í list- og verkgreinum í grunnskólum. Minnisblað skólastjóra Stóru-Vogaskóla fylgir.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Erindið lagt fram. Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem fulltrúa sveitarfélagsins til að sækja fundinn. Bókun fundar Erindi Umhverfisstofnunar dags. 14.03.2017, óskað er eftir tilnefningu sveitarfélgasins aðila sem til að sækja upplýsingafund vegna kortlagningar hávaða vegna flugumferðar um Keflavíkurflugvöll.

    Afgreiðsla 231. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem fulltrúa sveitarfélagsins til að sækja fundinn.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Erindið lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun á næsta fundi bæjarstjórnar, vegna málsins. Bókun fundar Erindi skólastjóra Stóru-Vogaskóla, beiðni um viðbótarstöðugildi vegna stuðnings.

    Afgreiðsla 231. fundar bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun á næsta fundi bæjarráðs, vegna málsins.

    Lagt fram.
  • 2.6 1612015 Ársreikningur 2016
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Bæjarráð staðfestir ársreikning sveitarfélagsins 2016 fyrir sitt leyti með undirritun sinni, og vísar honum til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bókun fundar Drög að ársreikningi sveitarfélgsins fyrir árið 2016 eru lögð fram í bæjarráði. Fyrri umræða í bæjarstjórn er áformuð á fundi bæjarstjórnar 29. mars 2017

    Lagt fram. Málið er til umfjöllunar síðar á dagskrá fundarins.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Erindið lagt fram. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna. Bókun fundar Erindi bæjarstjóra Reykjanesbæjar vegna lífeyrisskuldbindinga sem Sveitarfélagið Vogar ber að hluta til ábyrgð á, ásamt áformum um að sameina eftirlaunasjóðinn Lífeyrissjóðnum Brú. Áfallnar lífeyrisskuldbindingar verði gerðar upp með skuldabréfi samkvæmt sérstöku samkomulagi.

    Niðurstaða 231. fundar bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Erindið lagt fram. Bókun fundar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)sendir til umsagnar verkefnislýsingu vegna breytingar á gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, um staðsetningu samgönguása fyrir Borgarlínu og setja viðmið um uppbyggingu innan þeirra.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Erindið lagt fram.
    Umsögn bæjarráðs: Bæjarráð er samþykkt afnámi laganna.
    Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 119. mál

    Niðurstaða 231. fundar bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Umsögn bæjarráðs: Bæjarráð er samþykkt afnámi laganna.

    Lagt fram.
    Jóngeir H. Hlinason óskar bókað, að hann sé andsnúinn afnámi laganna.

    Til máls tóku: JHH, BÁ, BÖÓ
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Erindið lagt fram.
    Umsögn bæjarráðs: Meirihluti bæjarráðs leggst gegn afgreiðslu frumvarpsins. Björn Sæbjörnsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 120. mál

    Niðurstaða 231. fundar bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Umsögn bæjarráðs: Meirihluti bæjarráðs leggst gegn afgreiðslu frumvarpsins. Björn Sæbjörnsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Erindið lagt fram. Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 204. mál

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Erindið lagt fram. Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur), 234. mál.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Erindið lagt fram. Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa o.fl.), 236. mál

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Fundargerðirnar lagðar fram. Bókun fundar Fundargerðir 33. og 34. afgreiðslufunda byggingafulltrúa

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Fundarboðið og fundargerðirnar lagðar fram. Bókun fundar Fundarboð Vetrarfundar SSS 2017 Fundargerðir stjórnar SSS 709 - 713

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Fundargerðin lögð fram. Bókun fundar Fundargerð 478. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja

    Lagt fram.

    Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Fundargerðin lögð fram. Bókun fundar Fundargerð 21.fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Fundargerðirnar lagðar fram. Bókun fundar Fundargerð fundar stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja með bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga og Öldungaráði Sveitarfélagsins Voga frá 21.02.2017. Fundargerðir stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja frá 6.3.2017 og 7.3.2017.

    Lagt fram.

    Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Fundargerðin, fylgiskjalið og svarið lagt fram. Bókun fundar Fundargerð 125. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt fylgiskjali. Svar við bókun bæjarstjórnar vegna vinnuálags í barnaverndarmálum.

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 231 Fundargerðin lögð fram. Bókun fundar Fundargerð 55. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

    Lagt fram.

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 87

1702002F

Fundargerð 87. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 132. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 87 Umsókn Svanborgar Svansdóttur dags. 11.01.2017 um framlengingu á fyrra byggingarleyfi vegna breytingar á bílskúr skv. teikningum Gísla Gunnarssonar dags. í des. 1994, sem samþykkt var í byggingarnefnd 29.12.1994.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir eru gerðar við umsóknina.
    Frekari afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis vísað til afgeiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012.
    Afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Umsókn Svanborgar Svansdóttur dags. 11.01.2017 um framlengingu á fyrra byggingarleyfi vegna breytingar á bílskúr skv. teikningum Gísla Gunnarssonar dags. í des. 1994, sem samþykkt var í byggingarnefnd 29.12.1994.

    Niðurstaða 87. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir eru gerðar við umsóknina. Frekari afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis vísað til afgeiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012. Afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsnefndar, samhljóða með sex atkvæðum.

    Bergur Álfþórsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 87 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Nefndin leggur til að óskað verði eftir tillögum frá almenningi.
    Bókun fundar Nefndin leggur til að óskað verði eftir tillögum frá almenningi.

    Lagt fram.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 87 Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 6. janúar 2017 varðandi það að Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum. Meðfylgjandi er áætlunin sem og tillögu og skilagrein starfshóps sem vann að henni.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Lagt fram til kynningar. Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir endurnýjun gúmmikurls við gerð næstu fjárhagsáætlunar, skoðað verði samhliða með endurbætur á skólalóðinni.
    Bókun fundar Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 6. janúar 2017 varðandi það að Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum. Meðfylgjandi er áætlunin sem og tillögu og skilagrein starfshóps sem vann að henni.

    Niðurstaða 87. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Lagt fram til kynningar. Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir endurnýjun gúmmikurls við gerð næstu fjárhagsáætlunar, skoðað verði samhliða með endurbætur á skólalóðinni.

    Lagt fram.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 87 Bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 19. janúar 2017 þar sem óskað er umsagnar um reglugerðardrögin.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Ekki eru gerðar athugasemdir við reglugerðardrögin.
    Bókun fundar Bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 19. janúar 2017 þar sem óskað er umsagnar um reglugerðardrögin.

    Niðurstaða 87. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Ekki eru gerðar athugasemdir við reglugerðardrögin.

    Lagt fram.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 88

1703003F

Fundargerð 88. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 132. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Afgreiðsla Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og að leitað verði umsagnar um lýsinguna og hún kynnt í samræmi við 3.mgr.30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Lýsing deiliskipulagsáætlunar fyrir lóðina Aragerði 4 vegna fyrirhugaðrar vinnu deiliskipulag, skv. 2.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Dags. 14.03.2017.

    Niðurstaða 88. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og að leitað verði umsagnar um lýsinguna og hún kynnt í samræmi við 3.mgr.30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Bókun fundar Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna sameiningar lóðanna 2, 2a og 4 í eina lóð, Heiðarholt 2. Dags. 15.03.2017.

    Niðurstaða 88. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar, samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir svohljóðandi tillögu Oktavíu Ragnarsdóttur: Skyggnisholt, Breiðuholt, Lyngholt, Keilisholt.

    Nefndin þakkar þeim sem sendu inn tillögur að götuheitum.
    Bókun fundar Fyrir liggja fjórar tillögur að götuheitum

    Niðurstaða 88. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir svohljóðandi tillögu Oktavíu Ragnarsdóttur: Skyggnisholt, Breiðuholt, Lyngholt, Keilisholt. Nefndin þakkar þeim sem sendu inn tillögur að götuheitum.

    Lagt fram.

    Til máls tók: IG.

    Bæjarstjórn færir Oktavíu Ragnarsdóttur þakkir fyrir tillögurnar.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir um stækkun hótelsins. Nefndin felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá umsækjanda. Afgreiðslu málsins er frestað.
    Bókun fundar Bréf Guðmundar F. Jónassonar dags. 15.03.2017 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar lóðarinnar.

    Niðurstaða 88. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir um stækkun hótelsins. Nefndin felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá umsækjanda. Afgreiðslu málsins er frestað.

    Lagt fram.
  • 4.5 1702054 Framkvæmdir 2017
    Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 88 Framkvæmdaleyfið er samþykkt. Bókun fundar Framkvæmdaleyfi fyrir Miðsvæði gatnagerð og lagnir 1. áfanga, skv. útboðsgögnum dags. mars 2017

    Niðurstaða 88. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Framkvæmdaleyfið er samþykkt.

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

5.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 65

1702004F

Fundargerð 65. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 132. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • 5.1 1702033 Starfsáætlun Frístunda-og menningarnefndar 2017
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 65 Farið yfir drög formanns að starfsáætlun FMN fyrir árið 2017 og þau rædd. Starfsáætlunin er hugsuð sem vinnuskjal nefndarinnar í því skyni að starf hennar verði markvissara. Áætlunin er hugsuð sem lifandi plagg og verður í sífelldri endurskoðun.

    Afgreiðsla FMN
    FMN lýsir ánægju með starfsáætlunina. Starfsáætlun FMN 2017 samþykkt.
    Bókun fundar Farið yfir drög formanns að starfsáætlun FMN fyrir árið 2017 og þau rædd. Starfsáætlunin er hugsuð sem vinnuskjal nefndarinnar í því skyni að starf hennar verði markvissara. Áætlunin er hugsuð sem lifandi plagg og verður í sífelldri endurskoðun.

    Niðurstaða 65. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Afgreiðsla FMN FMN lýsir ánægju með starfsáætlunina. Starfsáætlun FMN 2017 samþykkt.

    Lagt fram.
  • 5.2 1702034 Safnahelgi á Suðurnesjum 2017
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 65 Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin helgina 10. - 12. mars n.k. og er um sameiginlegt verkefni sveitarfélaga á Suðurnesjum að ræða. Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir drög að dagskrá Safnahelgar í Vogum en dagskráin fer í kynningu á næstu dögum.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt.
    Bókun fundar Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin helgina 10. - 12. mars n.k. og er um sameiginlegt verkefni sveitarfélaga á Suðurnesjum að ræða. Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir drög að dagskrá Safnahelgar í Vogum en dagskráin fer í kynningu á næstu dögum.

    Lagt fram.
  • 5.3 1702040 Forvarnarmál
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 65 Frístunda- og menningarfulltrúi kynnti tvo forvarnarviðburði sem eru á döfinni. Annars vegar verður málþing um rafrettur 13. mars. Það er haldið af Samsuð í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og verður öllum opið. Hins vegar mun forvarnarteymið Sunna, sem er sameiginlegt forvarnarteymi sveitarfélaganna Garðs, Sandgerðis og Voga, standa fyrir kynningarfundi um forvarnarmál. Fundurinn verður mánudaginn 27. mars í grunnskólanum í Sandgerði og er ætlaður bæjarstjórum, bæjarfulltrúum og aðilum skóla- og æskulýðsnefnda í Garði, Sandgerði og Vogum.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN lýsir ánægju með þessa viðburði og ítrekar mikilvægi þess að forvararmálum sé vel sinnt og þeim haldið á lofti. Nefndin hvetur hlutaðeigandi til að sækja viðburðina.
    Bókun fundar Frístunda- og menningarfulltrúi kynnti tvo forvarnarviðburði sem eru á döfinni. Annars vegar verður málþing um rafrettur 13. mars. Það er haldið af Samsuð í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og verður öllum opið. Hins vegar mun forvarnarteymið Sunna, sem er sameiginlegt forvarnarteymi sveitarfélaganna Garðs, Sandgerðis og Voga, standa fyrir kynningarfundi um forvarnarmál. Fundurinn verður mánudaginn 27. mars í grunnskólanum í Sandgerði og er ætlaður bæjarstjórum, bæjarfulltrúum og aðilum skóla- og æskulýðsnefnda í Garði, Sandgerði og Vogum.

    Niðurstaða 65. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    FMN lýsir ánægju með þessa viðburði og ítrekar mikilvægi þess að forvararmálum sé vel sinnt og þeim haldið á lofti. Nefndin hvetur hlutaðeigandi til að sækja viðburðina.

    Lagt fram.
  • 5.4 1702035 Málþing um Stefán Thorarensen.
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 65 Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að eitthvað verði gert til að minnast þess að 160 ár eru frá því að sálmaskáldið og menntafrömuðurinn Stefán Thorarensen fékk fast embætti að Kálfatjörn. Í því sambandi hefur t.d. verið stungið upp á að halda málþing um Stefán.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN líst vel á hugmyndina og hvetur til þess að sveitarfélagið leggi verkefninu lið, verði þess óskað.
    Bókun fundar Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að eitthvað verði gert til að minnast þess að 160 ár eru frá því að sálmaskáldið og menntafrömuðurinn Stefán Thorarensen fékk fast embætti að Kálfatjörn. Í því sambandi hefur t.d. verið stungið upp á að halda málþing um Stefán.

    Niðurstaða 65. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    FMN. FMN líst vel á hugmyndina og hvetur til þess að sveitarfélagið leggi verkefninu lið, verði þess óskað.

    Lagt fram.
  • 5.5 1702036 Starfsemi í Íþróttamiðstöð 2017.
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 65 Frístunda- og menningarfulltrúi upplýsti nefndarmenn um helstu ný- og viðhaldsframkvæmdir sem yfirstaðnar eru í íþróttamiðstöð. Búið er að setja upp saunaklefa og búningsklefar hafa verið endurnýjaðir að miklu leyti. Einnig er búið að gera endurbætur á líkamsræktaraðstöðu í íþróttamiðstöð. Gerð verður tilraun með að bjóða upp á tíma fyrir almenning í badminton og verða viðtökur vonandi góðar. Rætt um öryggismál í íþróttamiðstöð og mögulegar úrbætur í þeim efnum.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN lýsir ánægju með vel heppnaðar framkvæmdir og badmintontíma fyrir almenning. Ákveðið að koma ábendingum um öryggismál á framfæri við umsjónarmenn fasteigna sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Frístunda- og menningarfulltrúi upplýsti nefndarmenn um helstu ný- og viðhaldsframkvæmdir sem yfirstaðnar eru í íþróttamiðstöð. Búið er að setja upp saunaklefa og búningsklefar hafa verið endurnýjaðir að miklu leyti. Einnig er búið að gera endurbætur á líkamsræktaraðstöðu í íþróttamiðstöð. Gerð verður tilraun með að bjóða upp á tíma fyrir almenning í badminton og verða viðtökur vonandi góðar. Rætt um öryggismál í íþróttamiðstöð og mögulegar úrbætur í þeim efnum.

    Niðurstaða 65. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    FMN lýsir ánægju með vel heppnaðar framkvæmdir og badmintontíma fyrir almenning. Ákveðið að koma ábendingum um öryggismál á framfæri við umsjónarmenn fasteigna sveitarfélagsins.

    Lagt fram.
  • 5.6 1702037 Starfsemi í Álfagerði 2017.
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 65 Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi í Álfagerði. Búið er að halda þorrablót og bingó svo eitthvað sé nefnt og mikið framundan í starfinu. Má þar t.d. nefna heimsókn á Álftanes, kótilettukvöld að ógleymdum hinum árlega Kjötsúpubikar þar sem eldri borgarar etja kappi við bæjarfulltrúa í boccia.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN lýsir ánægju með starfið í Álfagerði.
    Bókun fundar Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi í Álfagerði. Búið er að halda þorrablót og bingó svo eitthvað sé nefnt og mikið framundan í starfinu. Má þar t.d. nefna heimsókn á Álftanes, kótilettukvöld að ógleymdum hinum árlega Kjötsúpubikar þar sem eldri borgarar etja kappi við bæjarfulltrúa í boccia.

    Niðurstaða 65. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    FMN lýsir ánægju með starfið í Álfagerði.

    Lagt fram.
  • 5.7 1702038 Starfsemi í félagsmiðstöð 2017.
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 65 Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi félagsmiðstöðvar. Félagsmiðstöðin hefur sótt marga viðburði að undanförnu og má þar nefna Hæfileika Samsuð, Söngkeppni Kragans og grunnskólahátíð Hafnarfjarðar. Þess má geta að félagsmiðstöðin átti einn fulltrúa í Hæfileikum og Söngkeppni Kragans sem stóð sig frábærlega. Framundan er síðan árleg Öskudagsskemmtun sem haldin verður í íþróttamiðstöðinni 1. mars og stærsti sameiginlegi viðburður ársins en það er Samfestingur Samfés.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt. FMN lýsir yfir ánægju með þetta mikilvæga starf sem unnið er á vegum félagsmiðstöðvar.
    Bókun fundar Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi félagsmiðstöðvar. Félagsmiðstöðin hefur sótt marga viðburði að undanförnu og má þar nefna Hæfileika Samsuð, Söngkeppni Kragans og grunnskólahátíð Hafnarfjarðar. Þess má geta að félagsmiðstöðin átti einn fulltrúa í Hæfileikum og Söngkeppni Kragans sem stóð sig frábærlega. Framundan er síðan árleg Öskudagsskemmtun sem haldin verður í íþróttamiðstöðinni 1. mars og stærsti sameiginlegi viðburður ársins en það er Samfestingur Samfés.

    Niðurstaða 65. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Málið rætt. FMN lýsir yfir ánægju með þetta mikilvæga starf sem unnið er á vegum félagsmiðstöðvar.

    Lagt fram.
  • 5.8 1702031 Fundargerðir Samsuð 2017
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 65 Fundargerð frá Samsuðfundi 10. janúar

    Afgreiðsla FMN.
    Fundargerðin lögð fram.

    Fundargerð frá Samsuðfundi 7. febrúar

    Afgreiðsla FMN.
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Fundargerð frá Samsuðfundi 10. janúar Fundargerð frá Samsuðfundi 7. febrúar.

    Lagt fram.

6.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66

1703002F

Fundargerð 66. fundar Frístunda- og menningarefdnar er lögð fram á 132. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66 Safnahelgi á Suðurnesjum fór fram helgina 11. - 12. mars. Um er að ræða sameiginlegan viðburð allra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Dagkrá í Vogum fólst m.a. í ljósmyndasýningum og dagskrá í sundlauginni. Vel tókst til og sóttu um 200 manns viðburðina í Vogum.

    Afgreiðsla FMN
    FMN lýsir ánægju með verkefnið. Nefndin telur mikilvægt að gott og öflugt samstarf sé á milli sveitarfélaga á svæðinu.
    Bókun fundar Safnahelgi á Suðurnesjum fór fram helgina 11. - 12. mars. Um er að ræða sameiginlegan viðburð allra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Dagkrá í Vogum fólst m.a. í ljósmyndasýningum og dagskrá í sundlauginni. Vel tókst til og sóttu um 200 manns viðburðina í Vogum.

    Niðurstaða 66. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    FMN lýsir ánægju með verkefnið. Nefndin telur mikilvægt að gott og öflugt samstarf sé á milli sveitarfélaga á svæðinu.

    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66 Farið yfir reglur um menningarverðlaun sem eru í vinnslu. Menningarverðlaunum er ætlað að vera viðurkenning og um leið hvatning fyrir félagasamtök eða einstaklinga í sveitarfélaginu til afreka á sviði menningar- og félagsstarfs.

    Afgreiðsla FMN
    Relgurnar samþykktar og verða sendar bæjarstjórn til staðfestingar.
    Bókun fundar Farið yfir reglur um menningarverðlaun sem eru í vinnslu. Menningarverðlaunum er ætlað að vera viðurkenning og um leið hvatning fyrir félagasamtök eða einstaklinga í sveitarfélaginu til afreka á sviði menningar- og félagsstarfs.

    Niðurstaða 66. fundar Fræðslu- og menningarnfendar:
    Reglurnar samþykktar og verða sendar bæjarstjórn til staðfestingar.

    Afgreiðsla 132. fundar bæjarstjórnar:
    Bæjarstjórn staðfestir reglurnar, samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66 Fyrir liggja samþykktar reglur um val og útnefningu heiðursborgara sveitarfélagsins Voga. Nefndin ræðir hugmyndir um að FMN tilnefni heiðursborgara.

    Afgreiðsla FMN
    Nefndin tilnefnir heiðursborgara og sendir til bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Fyrir liggja samþykktar reglur um val og útnefningu heiðursborgara sveitarfélagsins Voga. Nefndin ræðir hugmyndir um að FMN tilnefni heiðursborgara.

    Niðurstaða 66. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Nefndin tilnefnir heiðursborgara og sendir til bæjarstjórnar.

    Lagt fram.

    Til máls tóku: JHH, IG
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66 Farið yfir dagskrá hátíðarinnar 2016, athugasemdir sem fram komu að henni lokinni og hugmyndir að nýjungum. Mikilvægt að þróa hátíðina áfram um leið og fastir punktar þurfa líka að vera á sínum stað í dagskránni. Rætt um mikilvægi þátttöku félagasamtaka í hátíðinni til að tryggja framvæmd hennar. Í því sambandi veltir nefndin fyrir sér umfangi hátíðarinnar.

    Afgreiðsla FMN
    Ákveðið að fara yfir stöðu mála á næsta fundi nefndarinnar sem verður í apríl.
    Bókun fundar Farið yfir dagskrá hátíðarinnar 2016, athugasemdir sem fram komu að henni lokinni og hugmyndir að nýjungum. Mikilvægt að þróa hátíðina áfram um leið og fastir punktar þurfa líka að vera á sínum stað í dagskránni. Rætt um mikilvægi þátttöku félagasamtaka í hátíðinni til að tryggja framvæmd hennar. Í því sambandi veltir nefndin fyrir sér umfangi hátíðarinnar.

    Niðurstaða 66. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Ákveðið að fara yfir stöðu mála á næsta fundi nefndarinnar sem verður í apríl.

    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66 Ungmennaþing var haldið í Vogum 1. nóvember og hafa ungmenni síðan komið saman og unnið með afrakstur þingsins. Farið yfir afrakstur frá ungmennum en þau munu hitta bæjarstjórn í lok mars og fara yfir nokkur mál sem lúta að bæjaryfirvöldum og brenna á ungmennum.

    Afgreiðsla FMN
    FMN fagnar frumkvæði í lýðræðislegri vinnu ungmenna í sveitarfélaginu og væntir mikils af vinnunni. Afar mikilvægt er að sem flestir íbúar geti látið skoðun sína í ljós og þannig haft áhrif á gang mála í sínu nærumhverfi.
    Bókun fundar Ungmennaþing var haldið í Vogum 1. nóvember og hafa ungmenni síðan komið saman og unnið með afrakstur þingsins. Farið yfir afrakstur frá ungmennum en þau munu hitta bæjarstjórn í lok mars og fara yfir nokkur mál sem lúta að bæjaryfirvöldum og brenna á ungmennum.

    Niðurstaða 88. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    FMN fagnar frumkvæði í lýðræðislegri vinnu ungmenna í sveitarfélaginu og væntir mikils af vinnunni. Afar mikilvægt er að sem flestir íbúar geti látið skoðun sína í ljós og þannig haft áhrif á gang mála í sínu nærumhverfi.

    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66 Rætt um hugmyndir til að efla almenningsíþróttir í Vogum. Hafin er tilraun með badmintontíma fyrir almenning sem hefur fengið góðar undirtektir. Komið hafa fram fleiri hugmyndir, t.d. hópatímar í íþróttasal og stofnun skokkhóps í sveitarfélaginu.

    Afgreiðsla FMN
    Nefndin fagnar framkomnum hugmyndum og telur mikilvægt að hvetja íbúa til fjölbreyttrar hreyfingar og heilsuræktar. FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að þróa málið áfram.
    Bókun fundar Rætt um hugmyndir til að efla almenningsíþróttir í Vogum. Hafin er tilraun með badmintontíma fyrir almenning sem hefur fengið góðar undirtektir. Komið hafa fram fleiri hugmyndir, t.d. hópatímar í íþróttasal og stofnun skokkhóps í sveitarfélaginu.

    Niðurstaða 66. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Nefndin fagnar framkomnum hugmyndum og telur mikilvægt að hvetja íbúa til fjölbreyttrar hreyfingar og heilsuræktar. FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að þróa málið áfram.

    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66 Fundargerð frá Samsuðfundi 7. mars

    Afgreiðsla FMN.
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Fundargerð frá Samsuðfundi 7. mars.

    Lagt fram.

7.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73

1703004F

Fundargerð 83. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 132. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók: JHH
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Skóladagatal grunnskólans skólaárið 2017-2018 er samþykkt. Bókun fundar Skóladagatal 2017 - 2018 er lagt fram til samþykktar.

    Niðurstaða 73. fundar Fræðslunefndar:
    Skóladagatal grunnskólans skólaárið 2017-2018 er samþykkt.

    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Niðurstöður prófsins lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Niðurstöður Hljóm-2 prófa liggja fyrir.

    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Biðlisti leikskólans - staðan í mars 2017.

    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Innihald næringarstefnunnar lagt fram til kynningar. Bókun fundar Leikskólastjóri kynnir næringastefnuna

    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Ársskýrsla Heilsuleikskólans Suðurvalla 2016 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Leikskólastjóri kynnir ársskýrsluna.

    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Una K. Svane kynnir nefndinni mikilvægi starfsemi skólabókasafnsins.

    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Umskókn Stóru-Vogaskóla um styrk úr Sprotasjóði lögð fram til kynningar. Bókun fundar Sótt hefur verið um styrk úr Sprotasjóði. Skólastjóri kynnir fræðslunefnd umsóknina.

    Lagt fram.

    Til máls tók: IRH, BÁ
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Skólastjóri gerir grein fyrir nýafstöðu skólaþingi nemenda Stóru-Vogaskóla.

    Lagt fram.

    Til máls tók: IG
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Bókun fundar Skólastjóri gerir grein fyrir stöðu starfsmannamála grunnskólans, nýráðningar og forföll næsta skólaárs.

    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Farið yfir niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins. Bókun fundar Skólastjóri gerir grein fyrir niðurstöðum könnunarinnar.

    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 3.3.2017, samstarfsyfirlýsing um eftirfylgd með úttekt á stefnu um menntun án aðgreiningar.

    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 8.3.2017, kynning á nýrri reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa.

    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 6.12.2016, tilkynning um skil starfshóps um skráningu upplýsinga um nemendur grunnskóla í rafræn upplýsingakerfi.

    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 13.2.2017, hvatning til sveitarfélaga og skóla vegna Íandsmóts iðn- og verkgreina 2017.

    Lagt fram.

8.Ársreikningur 2016

1612015

Ársreikningur 2016 - fyrri umræða.
Gestir fundarins eru Guðný H. Guðmundsdóttir og Lilja Dögg Karlsdóttir, löggiltir endurskoðendur KPMG
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga er lagður fram til fyrri umræðu.
Endurskoðendur sveitarfélagsins, Guðný H. Guðmundsdóttir og Lilja Dögg Karlsdóttir, löggiltir endurskoðendur KPMG, sitja fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársreikningsins. Löggiltir enurskoðendur sveitarfélagsins gerðu jafnframt grein fyrir niðurstöðum endurskoðunar þeirra á ársreikningnum.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku: IG, BÁ, BS, IRH.

9.Kosning í nefndir og ráð

1506021

Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi tillögu um breytingar á fulltrúum listans í nefndum sveitarfélagsins:

Frístunda- og menningarnefnd:
Tinna Hallgríms aðalmaður, í stað Odds Ragnars Þórðarsonar.
Baltasar B. Björnsson, varamaður í stað Tinnu Hallgríms.

Fræðslunefnd:
Jóhanna Lovísa Jóhannsdóttir aðalmaður, í stað Kristínar Hreiðarsdóttur.
Kristinn Benediktsson varamaður, í stað Júlíu Rósar Atladóttur.
Sigurður Árni Leifsson varamaður, í stað Odds Ragnars Þórðarsonar.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:55.

Getum við bætt efni síðunnar?