10.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2017
1702010
Fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
11.106. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.
1703003
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak (smásala áfengis), 106. mál.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er anndvígt því að áfengi verði selt í matvöruverslunum. Bæjarráð telur að ef frumvarpið nær í gegn skapist hætta á aukinni drykkju unglinga með auðveldara aðgengi. Bæjarráð telur einnig að þeir sem veikir eru fyrir muni frekar lúta í lægra haldi fyrir freistingunni sem skapast. Með auknu aðgengi að áfengi á neysla efir að aukast með tilheyrand kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið.Bæjarráð telur að núverandi fyrirkomulag sé gott og enginn ástæða til að breyta því.
12.Sjálfboðaliðar Veraldarvina.
1702030
Veraldarvinir bjóða fram sjálfboðaliða til starfa að verkefnum fyrir sveitarfélagið.
Erindið kynnt. Bæjarstjóra falið að vinna að úrvinnslu málsins.
13.Umsókn um lóð
1702049
STÞ ehf. sækir um lóðina Vogagerði 23
Lóðinni hefur þegar verið úthlutað, en umsækjandi er næstur í röðinni um lóðina, komi til þess að henni verði endurúthlutað.
14.Styrktarsjóður Brunabótafélags Íslands 2017.
1702053
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands auglýsir eftir umsóknum úr Styrktarstjóði EBÍ 2017.
Erindið lagt fram.
15.Trúnaðarmál
1701028
Ívar Pálsson hrl., lögmaður sveitarfélagsins, situr fundinn undir þessum lið.
Niðurstaðan er skráð í trúnaðarmálabók.
16.Umsókn og framkvæmdir Suðurnesjalínu 2.
1405008
Dómur Hæstaréttar vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2. Gestur fundarins er Ívar Pálsson hrl., lögmaður sveitarfélagsins, sem fer yfir málið með bæjarráði.
Dómur Hæstaréttar gegn Landsneti hf. og Sveitarfélaginu Vogum vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2 lagður fram. Ívar Pálsson hrl. fór efnislega yfir niðurstöður dómsins með bæjarráði.
17.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2017
1703005
Rekstraryfirlit janúar - febrúar 2017, ásamt samanburði við áætlun
Rekstraryfirlit janúar - febrúar 2017 lagt fram.
18.Ársreikningur 2016
1612015
Rekstraryfirlit 2016 - fyrstu drög að ársreikningi
Drög að ársreikningi 2016 lögð fram. Áformað er að leggja fram ársreikning til fyrri umræðu á marsfundi bæjarstjórnar.
19.Umsjón með knattspyrnuvöllum
1701030
Samningur og verklýsing vegna umsjónar UMFÞ með knattspyrnuvöllum 2017, með fyrirvara um samþykki sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
20.Uppbygging og rekstur tjaldsvæðis í Vogum
1510016
Samstarf um uppbyggingu og rekstur tjaldsvæðis í Vogum, auglýst var eftir áhugasömum aðilum.
Bæjarstjóra falið að hefja viðræður um málið við Ingu Rut Hlöðversdóttur, sem lýst hefur yfir áhuga á samstarfi við sveitarfélagið um uppbyggingu tjaldsvæðis í Vogum.
21.Áætlun um húsnæðismál
1703001
Minnisblað um vinnslu húsnæðisáætlunar sveitarfélagsins. Minnisblað bæjarstjóra um málið, einnig minnisblað frá VSÓ Ráðgjöf sem tekur að sér vinnslu slíkra verkefna.
Minnisblöðin lögð fram. Afgreiðslu málsins frestað. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og leggja fram á næsta fundi bæjarráðs.
22.Framkvæmdir 2017
1702054
Drög að útboðs- og verklýsingu ásamt verkhönnun fyrir miðbæjarsvæði. Fyrir liggur að taka ákvörðun um að auglýsa útboðið og óska eftir tilboðum í verkið.
Bæjarráð samþykkir útboðsskilmálana og að auglýst verði eftir tilboðum í verkið.
23.Gjaldskrá fyrir fráveitu
1703006
Setja þarf sérstaka gjaldskrá fyrir fráveitu sveitarfélagsins, samkvæmt ábendingu frá KPMG.
Ábending Höllu Guðmundsdóttur kennara, um gangbrautamerkingar við Stóru-Vogaskóla
Bæjarráð þakkar ábendinguna. Bæjarráð óskar eftir að Umhverfisdeild taki saman upplýsingar um útfærslu verkefnisins og áætlaðan kostnað.
25.Skýrsla bæjarstjóra
1603003
Fundardagbækur bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur, 7,8 og 9
Lagt fram.
26.Húsnæðismál grunnskólans
1404060
Fyrir liggja fyrstu drög að kostnaðaráætlun vegna viðbyggingar við Stóru-Vogaskóla
Lögð fram frumkostnaðaráætlun að viðbyggingu Stóru-Vogaskóla. Málinu vísað til úrvinnslu hjá starfshópi um grunnskóla, sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá september 2014.
Ingþór Guðmundsson vék af fundi kl. 07:50. Inga Rut Hlöðversdóttir tók sæti á fundinum kl. 07:50