Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga
87. fundur
21. febrúar 2017 kl. 17:30 - 18:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Áshildur Linnetformaður
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Friðrik V. Árnasonaðalmaður
Hólmgrímur Rósenbergssonaðalmaður
Gísli Stefánssonaðalmaður
Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúiembættismaður
Fundargerð ritaði:Sigurður H. Valtýssonskipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.Kirkjugerði 10. Umsókn um byggingarleyfi
1701031
Umsókn Svanborgar Svansdóttur dags. 11.01.2017 um framlengingu á fyrra byggingarleyfi vegna breytingar á bílskúr skv. teikningum Gísla Gunnarssonar dags. í des. 1994, sem samþykkt var í byggingarnefnd 29.12.1994.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir eru gerðar við umsóknina. Frekari afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis vísað til afgeiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012. Afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2.Miðbæjarsvæði - Götuheiti
1702024
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Nefndin leggur til að óskað verði eftir tillögum frá almenningi.
3.Dekkjakurl á sparkvöllum.
1603011
Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 6. janúar 2017 varðandi það að Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum. Meðfylgjandi er áætlunin sem og tillögu og skilagrein starfshóps sem vann að henni.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Lagt fram til kynningar. Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir endurnýjun gúmmikurls við gerð næstu fjárhagsáætlunar, skoðað verði samhliða með endurbætur á skólalóðinni.
4.Reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit hjá Mannvirkjastofnun.
1701056
Bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 19. janúar 2017 þar sem óskað er umsagnar um reglugerðardrögin.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Ekki eru gerðar athugasemdir við reglugerðardrögin.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir eru gerðar við umsóknina.
Frekari afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis vísað til afgeiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012.
Afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.