Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

125. fundur 31. ágúst 2016 kl. 18:00 - 18:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 215

1607002F

Fundargerð 215. fundar bæjarráðs er lögð fram á 125. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • 1.1 1606023 Fasteignamat 2017.
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 215 Erindi Þjóðskrár Íslands um fasteignamat 2017. Hækkun fasteignamats í Sveitarfélaginu Vogum verður 9,1%, hækkun lóðamats verður 10%. Meðaltalshækkun fasteignamats á landinu öllu verður 7,8%.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram.
    Bókun fundar Erindi Þjóðskrár Íslands um fasteignamat 2017. Hækkun fasteignamats í Sveitarfélaginu Vogum verður 9,1%, hækkun lóðamats verður 10%. Meðaltalshækkun fasteignamats á landinu öllu verður 7,8%.

    Niðurstaða 215. fundar bæjarráðs:

    Erindið lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:Afgreiðsla 215. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 215 Erindi Innanríkisráðuneytisins dags. 24. júní 2016. Ráðuneytið vekur athygli sveitarfélaga á tilraunaverkefninu, og hvetur sveitarfélög sem hyggjast halda íbúakosningar til að kynna sér verkefnið og gefa sig fram við Þjóðskrá Íslands, hafi þau áhuga á þátttöku.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram.
    Bókun fundar Erindi Innanríkisráðuneytisins dags. 24. júní 2016. Ráðuneytið vekur athygli sveitarfélaga á tilraunaverkefninu, og hvetur sveitarfélög sem hyggjast halda íbúakosningar til að kynna sér verkefnið og gefa sig fram við Þjóðskrá Íslands, hafi þau áhuga á þátttöku.

    Niðurstaða 215. fundar bæjarráðs:
    Erindið lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 215. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 215 Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. júní 2016, viðmiðunartafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum. Upplýsingarnar eru sendar sveitarfélögum á grundvelli samþykktar stjórnar sambandsins frá 24. júní s.l., sem byggir á verkefni sem stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014 - 2018 felur í sér.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Bæjarráð samþykkir jafnframt að vísa erindinu til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017 - 2020.
    Bókun fundar Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. júní 2016, viðmiðunartafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum. Upplýsingarnar eru sendar sveitarfélögum á grundvelli samþykktar stjórnar sambandsins frá 24. júní s.l., sem byggir á verkefni sem stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014 - 2018 felur í sér.

    Niðurstaða 215. fundar bæjarráðs:

    Erindið lagt fram. Bæjarráð samþykkir jafnframt að vísa erindinu til frekari umfjöllunar verið gerð fjárhagsáætlunar 2017 - 2010.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 215. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 215 Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.6.2016. Með erindinu fylgir auglýsing frá Orkusjóði, sem auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Jafnframt vísað til Umhverfis- og skipulagsnefndar.
    Bókun fundar Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.6.2016. Með erindinu fylgir auglýsing frá Orkusjóði, sem auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.

    Niðurstaða 215. fundar bæjarráðs:

    Erindið lagt fram. Jafnframt vísað til Umhverfis- og skipulagsnefndar.

    Afgreiðsla þessa fundar:

    Afgreiðsla 215. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 215 Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30.06.2016. Með erindinu fylgir auglýsing Minjastofnunar, sem auglýsir styrki úr Húsfriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Jafnframt vísað til Frístunda- og menningarnefndar.
    Bókun fundar Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30.06.2016. Með erindinu fylgir auglýsing Minjastofnunar, sem auglýsir styrki úr Húsfriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.

    Niðurstaða 215. fundar bæjarráðs:

    Erindið lagt farm. Jafnframt vísað til Frístunda- og menningarnefndar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 215. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 215 Fyrir fundinum liggja drög að öryggisstefna gagna fyrir Sveitarfélagið Voga. Öryggisstefnan nær til notkunar, allrar umgengni sem og vistunar allra gagna sem eru í vörslu sveitarfélagsins, hvort sem þær eru á rafrænu formi, prentuðu eða í mæltu máli í innri starfsemi sveitarfélagsins. Stefnan nær jafnframt til gagna sem hýst eru eða þjónustuð af samtarfs- og þjónustuaðilum.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir öryggisstefnuna.
    Bókun fundar Drög að öryggisstefnu gagna fyrir Sveitarfélagið Voga. Öryggisstefnan nær til notkunar, allrar umgengni sem og vistunar allra gagna sem eru í vörslu sveitarfélagsins, hvort sem þær eru á rafrænu formi, prentuðu eða í mæltu máli í innri starfsemi sveitarfélagsins. Stefnan nær jafnframt til gagna sem hýst eru eða þjónustuð af samtarfs- og þjónustuaðilum.

    Niðurstaða 215. fundar bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir öryggisstefnuna.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 215. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 215 Erindi Grindavíkurbæjar, dags. 26.05.2016. Í erindinu er fjallað um tillögu stjórnar Reykjanesfólkvangs, sem var til umfjöllunar í fundargerð stjórnar dags. 27.apríl 2016, þess efnis að starfsstöð Reykjanesfólkvangs verði í Grindavík og að formennska í stjórn fari til Grindavíkurbæjar út kjörtímabilið. Jafnframt að framvegis skiptist fulltrúar Grindavíkurbæjar og Hafnarfjarðarbæjar á að fara með formennsku. Í erindinu kemur fram að bæjarráð Grindavíkur sé jákvætt fyrir þessum breytingum og óskar eftir afstöðu annarra sveitarfélaga sem eru aðilar að Reykjanesfólkvangi.

    Afgreiðsla bæjarráð:
    Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Erindi Grindavíkurbæjar, dags. 26.05.2016. Í erindinu er fjallað um tillögu stjórnar Reykjanesfólkvangs, sem var til umfjöllunar í fundargerð stjórnar dags. 27.apríl 2016, þess efnis að starfsstöð Reykjanesfólkvangs verði í Grindavík og að formennska í stjórn fari til Grindavíkurbæjar út kjörtímabilið. Jafnframt að framvegis skiptist fulltrúar Grindavíkurbæjar og Hafnarfjarðarbæjar á að fara með formennsku. Í erindinu kemur fram að bæjarráð Grindavíkur sé jákvætt fyrir þessum breytingum og óskar eftir afstöðu annarra sveitarfélaga sem eru aðilar að Reykjanesfólkvangi.


    Niðurstaða 215. fundar bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.


    Afgreiðsla þessa fundar:

    Afgreiðsla 215. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • 1.8 1606026 Styrkbeiðni
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 215 Erindi Páls Pálssonar, dags. 14.06.2016. Sótt er um styrk til Sveitarfélagsins Voga, eða eftir atvikum í Mennta- menningar og afrekssjóð Sveitarfélagsins Voga, f.h. sonar umsækjanda, Arnars Máls Pálssonar, sem keppir í Íslandsmótinu í akstursíþróttum.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
    Bókun fundar Erindi Páls Pálssonar, dags. 14.06.2016. Sótt er um styrk til Sveitarfélagsins Voga, eða eftir atvikum í Mennta- menningar og afrekssjóð Sveitarfélagsins Voga, f.h. sonar umsækjanda, Arnars Máls Pálssonar, sem keppir í Íslandsmótinu í akstursíþróttum.

    Niðurstaða 215. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 215. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 215 Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 08.07.2016, drög að eftirlitsskýrslu vegna móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Drögin lögð fram. Bæjarstjóra falið að bregðast við ábendingum sem fram koma í skýrslunni.
    Bókun fundar Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 08.07.2016, drög að eftirlitsskýrslu vegna móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.

    Niðurstaða 215. fundar bæjarráðs:
    Drögin lögð fram. Bæjarstjóra falið að bregðast við ábendingum sem fram koma í skýrslunni.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 215. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 215 Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum, dags. 24.06.2016. Með erindinu fylgir umsókn Lena Properties ehf. um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki II, að Akurgerði 6. Óskað er umsagnar sveitarfélagsins um umsóknina.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum, dags. 24.06.2016. Með erindinu fylgir umsókn Lena Properties ehf. um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki II, að Akurgerði 6. Óskað er umsagnar sveitarfélagsins um umsóknina.

    Niðurstaða 215. fundar bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 215. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 215 Fundargerð 116. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, dags. 16.06.2016.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Fundargerð 116. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, dags. 16.06.2016.

    Niðurstaða 215. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 215. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 215 Fundargerð aðalfundar DS haldinn í Álfagerði, Vogum, þann 26.04.2016.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Fundargerð aðalfundar DS haldinn í Álfagerði, Vogum, þann 26.04.2016.

    Niðurstaða 215. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga áréttar mikilvægi þess að fundargerðir berist tímanlega svo unnt sé að viðhafa skilvirka stjórnsýslu. Bæjarstjórn áréttar jafnframt að ályktun Sveitarfélagsins Voga sem var til umfjöllunar á stjórnarfundi DS þann 11.4.2016 verði tekin til afgreiðslu.
    Samþykkt samhljóða.

    Afgreiðsla 215. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: JHH, IG, IRH

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 216

1608002F

Fundargerð 216. fundar bæjarráðs er lögð fram á 125. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Á fundinum var fundargerð 84. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu og einstök mál hennar staðfest af bæjarráði. Um fullnaðarafgreiðslu var að ræða.

Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar bæjarráðs er staðfest á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 216 Fundargerð 84. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 216. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Bókun fundar Fundargerð 84. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 216. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217

1608004F

Fundargerð 217. fundar bæjarráðs er lögð fram á 125. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Erindi Velferðarvaktarinnar dags. 9. ágúst 2016, ásamt minnisblaði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. maí 2016 (ábending til skólanefnda). Velferðarvaktin hvetur sveitarstjórnir, skólanefndir, skólaskrifstofur og skólastjóra til að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Erindi Velferðarvaktarinnar dags. 9. ágúst 2016, ásamt minnisblaði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. maí 2016 (ábending til skólanefnda). Velferðarvaktin hvetur sveitarstjórnir, skólanefndir, skólaskrifstofur og skólastjóra til að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Sveitarfélagið Vogar hefur allt frá árinu 2006 boðið grunnskólanemendum sveitarfélagsins upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir, að frumkvæði E-listans. Fulltrúar E og L lista í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hvetja Velferðarvaktina til að benda sveitarfélögum landsins á þennan möguleika í stuðningi við barnafjölskyldur.

    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: JHH, BS, BÖÓ, IG, ÁL.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Erindi Bændasamtaka Íslands, dags. 9. ágúst 2016. Í erindinu er send ályktun Búnaðarþings 2016 um fjallskil. Jafnframt eru sveitarfélaginu sendar nokkrar spurningar um málefnið.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Ályktunin lögð fram. Bæjarstjóra er falið að svara spurningunum sem fram koma í erindinu.
    Bókun fundar Erindi Bændasamtaka Íslands, dags. 9. ágúst 2016. Í erindinu er send ályktun Búnaðarþings 2016 um fjallskil. Jafnframt eru sveitarfélaginu sendar nokkrar spurningar um málefnið.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:
    Ályktunin lögð fram. Bæjarstjóra er falið að svara spurningunum sem fram koma í erindinu.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Sveitarfélaginu hafa borist nokkrar ábendingar og kvartanir vegna ónæðis af flugumferð. Sveitarstjórn hefur einnig borist afrit Harðar Einarssonar af bréfi hans til Ísavia ohf., um neikvæð áhrif flugumferðar í þéttbýli Sveitarfélagsins Voga, þar sem bréfritari vonast til að tekið verði undir erindið og því fylgt eftir við rétt stjórnvöld.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið, ábendingarnar og kvartanirnar lagðar fram. Bæjarráð tekur undir kvartanir íbúa sveitarfélagsins, og beinir því til Ísavia ohf. að flugumferð um Keflavíkurflugvöll verði eftir föngum beint á þær flugbrautir vallarins sem valda íbúum sveitarfélagsins minnstu ónæði, sérstaklega að næturlagi.
    Bókun fundar Sveitarfélaginu hafa borist nokkrar ábendingar og kvartanir vegna ónæðis af flugumferð. Sveitarstjórn hefur einnig borist afrit Harðar Einarssonar af bréfi hans til Ísavia ohf., um neikvæð áhrif flugumferðar í þéttbýli Sveitarfélagsins Voga, þar sem bréfritari vonast til að tekið verði undir erindið og því fylgt eftir við rétt stjórnvöld.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:
    Erindið, ábendingarnar og kvartanirnar lagðar fram. Bæjarráð tekur undir kvartanir íbúa sveitarfélagsins, og beinir því til Isavia ohf. að flugumferð um Keflavíkurflugvöll verði eftir föngum beint á þær flugbrautir vallarins sem valda íbúum sveitarfélagsins minnstu ónæði, sérstaklega að næturlagi.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: JHH, BÖÓ, ÁL
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Erindi Ferðamálastofu dags. 23. júní 2016. Í erindinu er óskað eftir samstarfi vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Þegar hefur verið brugðist við erindinu af hálfu Reykjanes Geopark f.h. sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
    Bókun fundar Erindi Ferðamálastofu dags. 23. júní 2016. Í erindinu er óskað eftir samstarfi vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Þegar hefur verið brugðist við erindinu af hálfu Reykjanes Geopark f.h. sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Erindi Þorvaldar Arnar Árnasonar dags. 18.júlí 2016, fyrirspurn um stefnu sveitarfélagsins varðandi útbreiðslu lúpínu í Vogum.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Bæjarráð vísar málinu til frekari umfjöllunar Umhverfis- og skipulagsnefndar, sem skoði möguleika á mótun stefnu varðandi útbreiðslu lúpínu innan lögsögu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Erindi Þorvaldar Arnar Árnasonar dags. 18.júlí 2016, fyrirspurn um stefnu sveitarfélagsins varðandi útbreiðslu lúpínu í Vogum.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Bæjarráð vísar málinu til frekari umfjöllunar Umhverfis- og skipulagsnefndar, sem skoði möguleika á mótun stefnu varðandi útbreiðslu lúpínu innan lögsögu sveitarfélagsins.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: JHH, BS, ÁL.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Málið var áður til umfjöllunar á 214. fundi bæjarráðs, þar sem bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra áframhaldandi vinnslu málsins. Minnisblöð funda með BDO Endurskoðun ehf. og KPMG, ásamt tilboði með fylgigögnum eru lögð fram með málinu.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að fela KPMG endurskoðun sveitarfélagsins og ganga til samninga við félagið á grundvelli tilboðs þeirra til næstu fimm ára. Bæjarráð færir BDO Endurskoðun ehf. þakkir fyrir þjónustu við sveitarfélagið undanfarin fimm ár.
    Bókun fundar Málið var áður til umfjöllunar á 214. fundi bæjarráðs, þar sem bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra áframhaldandi vinnslu málsins. Minnisblöð funda með BDO Endurskoðun ehf. og KPMG, ásamt tilboði með fylgigögnum eru lögð fram með málinu.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að fela KPMG endurskoðun sveitarfélagsins og ganga til samninga við félagið á grundvelli tilboðs þeirra til næstu fimm ára. Bæjarráð færir BDO Endurskoðun ehf. þakkir fyrir þjónustu við sveitarfélagið undanfarin fimm ár.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Erindi sóknarprests Kálfatjarnarsóknar dags. 22.08.2016, umsókn um styrk til áframhaldandi starfrækslu barnakórs í sveitarfélaginu.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið á haustönn um kr. 240.000. Málinu er jafnframt vísað til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017 - 2020.

    Inga Rut Hlöðversdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Erindi sóknarprests Kálfatjarnarsóknar dags. 22.08.2016, umsókn um styrk til áframhaldandi starfrækslu barnakórs í sveitarfélaginu.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið á haustönn um kr. 240.000. Málinu er jafnframt vísað til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017 - 2020.

    Inga Rut Hlöðversdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: IRH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Minnisblað bæjarstjóra dags. 22.08.2016 um stöðu málsins.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Minnisblaðið lagt fram.
    Bókun fundar Minnisblað bæjarstjóra dags. 22.08.2016 um stöðu málsins.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:
    Minnisblaðið lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Bráðabirðgauppgjör janúar - júní 2016. Uppgjörið samanstendur af rekstrarreikningi janúar - júní 2016, efnahagsreikningi 30. júní 2016 ásamt sjóðstreymisyfirliti janúar - júní 2016.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Uppgjörið lagt fram.
    Bókun fundar Bráðabirgðauppgjör janúar - júní 2016. Uppgjörið samanstendur af rekstrarreikningi janúar - júní 2016, efnahagsreikningi 30. júní 2016 ásamt sjóðstreymisyfirliti janúar - júní 2016.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:
    Uppgjörið lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • 3.10 1604020 Framkvæmdir 2016
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Samantekt um stöðu framkvæmda 22. ágúst 2016, minnisblað bæjarstjóra dags. 22.08.2016.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Minnisblaðið lagt fram. Frekari upplýsingar um framvindu framkvæmda verða lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Samantekt um stöðu framkvæmda 22. ágúst 2016, minnisblað bæjarstjóra dags. 22.08.2016.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:

    Minnisblaðið lagt fram. Frekari upplýsingar um framvindu framkvæmda verða lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Upplýsingar um stöðu starfsmannamála skólanna í upphafi skólaársins 2016 - 2017, minnisblað bæjarstjóra dags. 22.08.2016.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Minnisblaðið lagt fram.
    Bókun fundar Upplýsingar um stöðu starfsmannamála skólanna í upphafi skólaársins 2016 - 2017, minnisblað bæjarstjóra dags. 22.08.2016.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:
    Minnisblaðið lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum, dags. 22. júlí 2016, beiðni um umsögn. Fyrir liggja upplýsingar um ráðgerða umsögn byggingafulltrúa sveitarfélagsins um umsóknina.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð vísar til umsagnar byggingafulltrúa, þar sem fram kemur að sótt er um leyfi til heimagistingar í húsnæði sem ekki er samþykkt sem íbúðarhúsnæði. Af þessum sökum er umsögn bæjarráðs neikvæð gagnvart þessari umsókn.
    Bókun fundar Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum, dags. 22. júlí 2016, beiðni um umsögn. Fyrir liggja upplýsingar um ráðgerða umsögn byggingafulltrúa sveitarfélagsins um umsóknina.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð vísar til umsagnar byggingafulltrúa, þar sem fram kemur að sótt er um leyfi til heimagistingar í húsnæði sem ekki er samþykkt sem íbúðarhúsnæði. Af þessum sökum er umsögn bæjarráðs neikvæð gagnvart þessari umsókn.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Fundargerð 470. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Fundargerð 470. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 217 Fundargerð 705. fundar stjórnar SSS, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Fundargerð 705. fundar stjórnar SSS, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

    Niðurstaða 217. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar.
    Afgreiðsla 217. fundar bæjarráðs er samþykkt á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 83

1607001F

Fundargerð 83. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 125. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 83 Umhverfis og skipulagsnefnd fór í vettvangsferð um sveitarfélagið og skoðaði garða og fyrirtækjalóðir með tilliti til fyrirmyndar ræktunar og umhirðu. Að vettvangsferð lokinni ákvað nefndin að veita tvenn verðlaun að þessu sinni. Umsögn umhverfis og skipulagsnefndar er eftirfarandi:

    Guðjón Sverrir Agnarsson og Eyrún Antonsdóttir Aragerði 16 fyrir skemmtilegan garð sem sýnir áralanga natni eigenda við uppbyggingu gróðurs. Í garðinum er að finna einstaka tegundafjölbreyttni það sem hver planta á sér sögu. Garðinum hefur á skemmtilegan hátt verið skipt uppí ólíka lundi sem skapa notalegt tækifæri fyrir eigendur til að njóta gróðursins sem best.

    Bjarni Róbert Kristjánsson og Arndís Helga Einarsdóttir í Hvassahrauni 27 fyrir vel heppnaða uppbyggingu. Á lóðinni hefur tekist að skapa einstakt samspil milli nýrra bygginga, gamalla garða og minja úr náttúrunni. Skemmtilegt flæði er á milli lóðar við aðal húsið og sjávarhúss er stendur neðar. Eigendum hefur tekist að nýta allt það besta sem umhverfið hefur uppá að bjóða um leið og grænir fingur fá að njóta sín innum hraungert landslag.

    Davíð Harðarson vék af fundi kl: 20:40
    Bókun fundar Umhverfis og skipulagsnefnd fór í vettvangsferð um sveitarfélagið og skoðaði garða og fyrirtækjalóðir með tilliti til fyrirmyndar ræktunar og umhirðu.

    Niðurstaða 83. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:

    Að vettvangsferð lokinni ákvað nefndin að veita tvenn verðlaun að þessu sinni. Umsögn umhverfis og skipulagsnefndar er eftirfarandi:

    Guðjón Sverrir Agnarsson og Eyrún Antonsdóttir Aragerði 16 fyrir skemmtilegan garð sem sýnir áralanga natni eigenda við uppbyggingu gróðurs. Í garðinum er að finna einstaka tegundafjölbreyttni það sem hver planta á sér sögu. Garðinum hefur á skemmtilegan hátt verið skipt uppí ólíka lundi sem skapa notalegt tækifæri fyrir eigendur til að njóta gróðursins sem best.

    Bjarni Róbert Kristjánsson og Arndís Helga Einarsdóttir í Hvassahrauni 27 fyrir vel heppnaða uppbyggingu. Á lóðinni hefur tekist að skapa einstakt samspil milli nýrra bygginga, gamalla garða og minja úr náttúrunni. Skemmtilegt flæði er á milli lóðar við aðal húsið og sjávarhúss er stendur neðar. Eigendum hefur tekist að nýta allt það besta sem umhverfið hefur uppá að bjóða um leið og grænir fingur fá að njóta sín innum hraungert landslag.

    Afgreiðsla þessa fundar:

    Bæjarstjórn færir verðlaunahöfum hamingjuóskir í tilefni umhverfisverðlauna 2016 og framlag þeirra til fegrunar sveitarfélagsins.
    Samþykkt samhljóða.

    Afgreiðsla 83. fundar er samþykk á 125. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?