Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

124. fundur 29. júní 2016 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Ivan Kay Frandssen 2. varamaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar voru afhentar viðurkenningar og styrkir úr Mennta-,menningar- og afrekssjóði. Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem lokið hafa námi í framhaldsskóla, sem og þeim sem lokið hafa námi á öðru ári í framhaldsskóla á tilsettum tíma. Þremur nemendum úr 10. bekk grunnskólans var veitt viðurkenning fyrir góðan námsárangur. Keppnisliði skólans í Skólahreysti var jafnframt veitt viðurkenning fyrir frábæran árangur í keppni ársins, þar sem liðið náði þriðja sæti.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 213

1606001F

Fundargerð 213. fundar bæjarráðs er lögð fram á 124. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 213 Erindi Reykjaprents hf. dags. 20.05.2016. Með erindinu fylgja uppdrættir vegna fyrirhugaðrar byggingar félagsins á litlu fjölbýlishúsi að Aragerði 4. Bréfritari beinir þeirri fyrirspurn til sveitarfélagsins hvort hin fyrirhugaða bygging teljist rúmast innan núverandi skipulags sveitarfélagsins eða hvort vinna þurfi sérstaka deiliskipulagstillögu vegna uppbyggingar á lóðinni.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Málinu vísað til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.
    Bókun fundar Erindi Reykjaprents hf. dags. 20.05.2016. Með erindinu fylgja uppdrættir vegna fyrirhugaðrar byggingar félagsins á litlu fjölbýlishúsi að Aragerði 4. Bréfritari beinir þeirri fyrirspurn til sveitarfélagsins hvort hin fyrirhugaða bygging teljist rúmast innan núverandi skipulags sveitarfélagsins eða hvort vinna þurfi sérstaka deiliskipulagstillögu vegna uppbyggingar á lóðinni.

    Niðurstaða 213. fundar bæjarráðs:
    Málinu vísað til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 213. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 213 Fyrir liggur úttekt Karls Frímannssonar ráðgjafa á húsnæðismálum grunnskólans. Jafnframt liggur fyrir niðurstaða úr öflun tilboða í klæðningu utanhúss á hluta skólahúsnæðisins. Ekkert tilboð barst, en einn aðili hyggst senda inn verð og miða við áfangaskiptingu verksins.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Skýrsla Karls Frímannssonar lögð fram. Bæjarráð samþykkir að færanleg kennslustofa við leikskólann (Staðarborg) verði flutt á lóð grunnskólans fyrir upphaf næsta skólaárs, og nýtt í starfsemi grunnskólans frá og með næsta skólaári. Bæjarráð leggur jafnframt til að áfram verði unnið að frekari skoðun á húsnæðisþörf grunnskólans m.t.t. framtíðarþróunar skólans.
    Bókun fundar Fyrir liggur úttekt Karls Frímannssonar ráðgjafa á húsnæðismálum grunnskólans. Jafnframt liggur fyrir niðurstaða úr öflun tilboða í klæðningu utanhúss á hluta skólahúsnæðisins. Ekkert tilboð barst, en einn aðili hyggst senda inn verð og miða við áfangaskiptingu verksins.

    Niðurstaða 213. fundar bæjarráðs:
    Skýrsla Karls Frímannssonar lögð fram. Bæjarráð samþykkir að færanleg kennslustofa við leikskólann (Staðarborg) verði flutt á lóð grunnskólans fyrir upphaf næsta skólaárs, og nýtt í starfsemi grunnskólans frá og með næsta skólaári. Bæjarráð leggur jafnframt til að áfram verði unnið að frekari skoðun á húsnæðisþörf grunnskólans m.t.t. framtíðarþróunar skólans.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 213. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.

    Til máls tóku: GK, IH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 213 Erindi Landgræðslu- og skógræktarfélagsins Skógfells dags. 20.05.2016. Í erindinu er vakin athygli á útbrieðslu lúpínu í sveitarfélaginu. Óskað er eftir upplýsingum um hvaða áform sveitarfélagið hefur til að hefta útbreiðslu lúpínu og annarra ágengra tegunda.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindinu er vísað til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.
    Bókun fundar Erindi Landgræðslu- og skógræktarfélagsins Skógfells dags. 20.05.2016. Í erindinu er vakin athygli á útbrieðslu lúpínu í sveitarfélaginu. Óskað er eftir upplýsingum um hvaða áform sveitarfélagið hefur til að hefta útbreiðslu lúpínu og annarra ágengra tegunda.

    Niðurstaða 213. fundar bæjarráðs:
    Erindinu er vísað til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 213. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 213 Erindi Póst- og fjarskiptastofnunar dags. 01.06.2016, vegna erindis Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu í Vogum. Í erindinu er óskað umsagnar sveitarfélagsins um fyrirhugaða lokun póstafgreiðslunnar og breyttrar þjónustu Íslandspósts. Jafnframt liggur fyrir minnisblað bæjarstjóra um málið, dags. 05.06.2016.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð sveitarfélagsins Voga gerir ekki athugasemd við áform Íslandspósts hf. um breytt fyrirkomulag póstþjónustu í Vogum, enda verði áfram tryggð sambærileg þjónusta og nú er.
    Bókun fundar Erindi Póst- og fjarskiptastofnunar dags. 01.06.2016, vegna erindis Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu í Vogum. Í erindinu er óskað umsagnar sveitarfélagsins um fyrirhugaða lokun póstafgreiðslunnar og breyttrar þjónustu Íslandspósts. Jafnframt liggur fyrir minnisblað bæjarstjóra um málið, dags. 05.06.2016.

    Niðurstaða 213. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð sveitarfélagsins Voga gerir ekki athugasemd við áform Íslandspósts hf. um breytt fyrirkomulag póstþjónustu í Vogum, enda verði áfram tryggð sambærileg þjónusta og nú er.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 213. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 213 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál.

    Niðurstaða 213. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 213. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 213 Fundargerðir 114. og 115. funda Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt reglum um könnun og meðferð mála.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðirnar og reglurnar lagðar fram.
    Bókun fundar Fundargerðir 114. og 115. funda Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt reglum um könnun og meðferð mála.

    Niðurstaða 213. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðirnar og reglurnar lagðar fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 213. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 213 Fundargerð 703. fundar stjórnar SSS.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Fundargerð 703. fundar stjórnar SSS.

    Niðurstaða 213. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 213. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 213 Fundargerð 256. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Fundargerð 256. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

    Niðurstaða 213. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 213. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 213 Fundargerð 839. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Fundargerð 839. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Niðurstaða 213. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 213. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 214

1606003F

Fundargerð 214. fundar bæjarráðs er lögð fram á 124. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 214 Skýrsla um slit Héraðsnefndar á Suðurnesjum dags. 15.06.2016, ásamt tveimur fundargerðum slitastjórnar, dags. 16.03.2016 og 15.06.2016. Niðurstaða slitastjórnar er að leggja niður hérðaðsnefndina, og að framselja eignir hennar til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir ráðstöfunina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Skýrsla um slit Héraðsnefndar á Suðurnesjum dags. 15.06.2016, ásamt tveimur fundargerðum slitastjórnar, dags. 16.03.2016 og 15.06.2016. Niðurstaða slitastjórnar er að leggja niður hérðaðsnefndina, og að framselja eignir hennar til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

    Niðurstaða 214. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir ráðstöfunina fyrir sitt leyti.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 214. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 214 Deildayfirlit og málaflokkayfirlit fyrir mánuðina janúar - maí 2016, ásamt samanburði við fjárhagsáætlun.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Yfirlitin lögð fram.
    Bókun fundar Deildayfirlit og málaflokkayfirlit fyrir mánuðina janúar - maí 2016, ásamt samanburði við fjárhagsáætlun.

    Niðurstaða 214. fundar bæjarráðs:
    Yfirlitin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 214. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 214 Minnisblað bæjarstjóra dags. 19.06.2016 vegna endurskoðunar ársreikninga sveitarfélagsins.

    Afgreiðsla bæjarráðs.
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra áframhaldandi vinnslu málsins.
    Bókun fundar Minnisblað bæjarstjóra dags. 19.06.2016 vegna endurskoðunar ársreikninga sveitarfélagsins.

    Niðurstaða 214. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra áframhaldandi vinnslu málsins.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 214. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 214 Drög að vinnuáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2017 - 2020.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Drögin samþykkt af bæjarráði.
    Bókun fundar Drög að vinnuáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2017 - 2020.

    Niðurstaða 214. fundar bæjarráðs:
    Drögin samþykkt af bæjarráði

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 214. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 214 Umhverfis- og auðlindarráðuneytið óskar eftir umsögn um endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Umhverfis- og auðlindarráðuneytið óskar eftir umsögn um endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum

    Niðurstaða 214. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 214. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 214 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnfréttismálum fyrir árin 2016 - 2019, 764. mál

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Lagt fram.
    Bókun fundar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnfréttismálum fyrir árin 2016 - 2019, 764. mál

    Niðurstaða 214. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 214. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 214 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016 - 2019, 765. mál.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Lagt fram.
    Bókun fundar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016 - 2019, 765. mál.

    Niðurstaða 214. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 214. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 214 Fundargerð 27. fundar stjórnar Reykjanes Jarðvangs ses.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Fundargerð 27. fundar stjórnar Reykjanes Jarðvangs ses.

    Niðurstaða 214. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 214. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 214 Fundargerðir 102. og 103. funda Þjónustuhóps aldraðra.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðirnar lagðar fram.
    Bókun fundar Fundargerðir 102. og 103. funda Þjónustuhóps aldraðra.

    Niðurstaða 214. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 214. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 214 Fundargerð 704. fundar stjórnar SSS

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Fundargerð 704. fundar stjórnar SSS

    Niðurstaða 214. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 214. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 214 Fundargerð 50. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Fundargerð 50. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja

    Niðurstaða 214. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 214. fundar bæjarráðs er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 61

1605005F

Fundargerð 61. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 124. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 61 Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi Seltjarnarness, kom á fundinn og fræddi FMN um þá metnaðarfullu og fjölbreyttu vinnu sem unnin er á Seltjarnarnesi í málefnum ungmennalýðræðis. Þar hefur verið unnið að ungmennalýðræði frá 2007 með vel menntuðu starfsfólki og góðum erlendum tengslum. Öllum ungmennum á aldrinum 16-25 ára stendur til boða að mæta á ungmennaþing 4 sinnum á ári og þar eru mótuð verkefni til næstu mánuða. Einnig skipa þessi þing ungmennafulltrúa til setu í öllum nefndum bæjarins með málfrelsi og tillögurétt og hefur það gefið mjög góða raun. Hún lagði mikla áherslu á að hafa gott starfsfólk og gera allt í gleði og jákvæðni. Margrét vék af fundi.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN telur afar metnaðarfullt starf í gangi og lýsir yfir vilja til að hefjast handa í haust og hafa vinnu og aðferðir Seltirninga í huga við fyrirhugað skipulag og framkvæmd ungmennalýðræðis í Vogum.
    Bókun fundar Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi Seltjarnarness, kom á fundinn og fræddi FMN um þá metnaðarfullu og fjölbreyttu vinnu sem unnin er á Seltjarnarnesi í málefnum ungmennalýðræðis. Þar hefur verið unnið að ungmennalýðræði frá 2007 með vel menntuðu starfsfólki og góðum erlendum tengslum. Öllum ungmennum á aldrinum 16-25 ára stendur til boða að mæta á ungmennaþing 4 sinnum á ári og þar eru mótuð verkefni til næstu mánuða. Einnig skipa þessi þing ungmennafulltrúa til setu í öllum nefndum bæjarins með málfrelsi og tillögurétt og hefur það gefið mjög góða raun. Hún lagði mikla áherslu á að hafa gott starfsfólk og gera allt í gleði og jákvæðni. Margrét vék af fundi.

    Niðurstaða 61. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    FMN telur afar metnaðarfullt starf í gangi og lýsir yfir vilja til að hefjast handa í haust og hafa vinnu og aðferðir Seltirninga í huga við fyrirhugað skipulag og framkvæmd ungmennalýðræðis í Vogum.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 61. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 61 Formaður lagði fram endanlega útgáfu af menningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Stefnan hefur verið í mótun og m.a. verið send til félagasamtaka og stofnana í sveitarfélaginu til samráðs og umsagnar.

    Afgreiðsla FMN.
    Um leið og FMN fagnar þeim áfanga að gerð menningarstefnu sé lokið, samþykkir nefndin menningarstefnuna og sendir hana bæjarstjórn til staðfestingar.
    Bókun fundar Formaður lagði fram endanlega útgáfu af menningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Stefnan hefur verið í mótun og m.a. verið send til félagasamtaka og stofnana í sveitarfélaginu til samráðs og umsagnar.

    Niðurstaða 61. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Um leið og FMN fagnar þeim áfanga að gerð menningarstefnu sé lokið, samþykkir nefndin menningarstefnuna og sendir hana bæjarstjórn til staðfestingar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Bæjarstjórn staðfestir menningarstefnuna. Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum.

    Til máls tók: JHH, BÖÓ
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 61 Formaður lagði fram grunnskjal að samningi FMN við félagasamtök í sveitarfélaginu. Tilgangurinn er að samræma þá samtarfssamninga sem gerðir eru við félagasamtök en nokkrir þeirra eru komnir að endurnýjun.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN samþykkir samningsgrunninn og vísar honum til afgreiðslu og staðfestingar bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Formaður lagði fram grunnskjal að samningi FMN við félagasamtök í sveitarfélaginu. Tilgangurinn er að samræma þá samstarfssamninga sem gerðir eru við félagasamtök en nokkrir þeirra eru komnir að endurnýjun.

    Niðurstaða 61. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    FMN samþykkir samningsgrunninn og vísar honum til afgreiðslu og staðfestingar bæjarstjórnar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 61. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.

    Til máls tóku: JHH, BÖÓ
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 61 Marteinn kom aftur á fundinn.
    Búið er að gefa út bækling um sumarstarf í Vogum og hefur honum verið dreift í öll hús í sveitarfélaginu. Þar er farið yfir það starf sem í boði er fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu í sumar.

    Rætt um golfnámskeið GVS. Nýlega kom beiðni inn til bæjarráðs sveitarfélagsins Voga frá golfklúbbi Vatnleysustrandar. Óskaði golfklúbburinn eftir aðstoð frá sveitarfélaginu varðandi akstur til og frá golfvelli samhliða golfnámskeiði í tvær vikur. Ekki var hægt að verða við erindinu vegna þess að starfsmenn sveitarfélagsins hafa ekki tíma til að sinna þessum akstri í sumar.

    Afreiðsla FMN.
    FMN hvetur bæjaryfirvöld til að lána Caddy bíl sveitarfélagsins Voga gegn því að golfklúbbur Vatnleysustrandar sinni akstrinum.

    Skortur er á afþreyingu fyrir 4., 5., 6. og 7. bekk barna í Sveitarfélaginu Vogum í sumar. Nefndinni er mikið í mun að staðið sé við bakið á æskulýðsstarfi innan sveitarfélagsins.

    Samþykkt með 4 atkvæðum, 1 á móti.
    Bókun Kristins Sveinssonar. Sveitarfélagið Vogar hefur hafnað útláni á WW Caddy bifreið sveitarfélagsins áður til félagasamtaka og til að gæta jafnræðis tel ég að sveitarfélagið Vogar ætti ekki að lána bifreiðar til frjálsra félagasamtaka.
    Bókun fundar Búið er að gefa út bækling um sumarstarf í Vogum og hefur honum verið dreift í öll hús í sveitarfélaginu. Þar er farið yfir það starf sem í boði er fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu í sumar.

    Rætt um golfnámskeið GVS. Nýlega kom beiðni inn til bæjarráðs sveitarfélagsins Voga frá golfklúbbi Vatnleysustrandar. Óskaði golfklúbburinn eftir aðstoð frá sveitarfélaginu varðandi akstur til og frá golfvelli samhliða golfnámskeiði í tvær vikur. Ekki var hægt að verða við erindinu vegna þess að starfsmenn sveitarfélagsins hafa ekki tíma til að sinna þessum akstri í sumar.

    Niðurstaða 61. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    FMN hvetur bæjaryfirvöld til að lána Caddy bíl sveitarfélagsins Voga gegn því að golfklúbbur Vatnleysustrandar sinni akstrinum.

    Skortur er á afþreyingu fyrir 4., 5., 6. og 7. bekk barna í Sveitarfélaginu Vogum í sumar. Nefndinni er mikið í mun að staðið sé við bakið á æskulýðsstarfi innan sveitarfélagsins.

    Samþykkt með 4 atkvæðum, 1 á móti.
    Bókun Kristins Sveinssonar. Sveitarfélagið Vogar hefur hafnað útláni á WW Caddy bifreið sveitarfélagsins áður til félagasamtaka og til að gæta jafnræðis tel ég að sveitarfélagið Vogar ætti ekki að lána bifreiðar til frjálsra félagasamtaka.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 61. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 61 Erindi sambands sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða er vísað til FMN frá bæjarráði til kynningar.

    Afgreiðsla FMN.
    Lagt fram.
    Bókun fundar Erindi sambands sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða er vísað til FMN frá bæjarráði til kynningar

    Niðurstaða 61. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 61. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 61 Fundargerð frá 18. apríl lögð fram. Bókun fundar Fundargerð frá 18. apríl 2016.

    Niðurstaða 61. fundar Frístunda- og menningarnefndar:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 61. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 82

1606004F

Fundargerð 82. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 124. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 82 Bréf Skógræktar- og landgræðslufélagsins Skógfells dags. 19.04.2016 þar sem óskað er eftir heimild til að flytja aðstöðuhús á land félagsins við Háabjalla.

    Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 15.06.2016, sem gerir ekki athugasemd við staðsetninguna og umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, dags. 31.05.2016, sem telur nauðsynlegt að horfa fyrst til vatnsverndarsjónarmiða áður en ákvarðanir eru teknar um staðsetningu mannvirkja á þessum slóðum.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Flutningur aðstöðuhússins er leyfður með skilyrðum um að ekki verði salernisaðstaða í húsinu og bönnð er notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri, áburð og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn.
    Bókun fundar Bréf Skógræktar- og landgræðslufélagsins Skógfells dags. 19.04.2016 þar sem óskað er eftir heimild til að flytja aðstöðuhús á land félagsins við Háabjalla.

    Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 15.06.2016, sem gerir ekki athugasemd við staðsetninguna og umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, dags. 31.05.2016, sem telur nauðsynlegt að horfa fyrst til vatnsverndarsjónarmiða áður en ákvarðanir eru teknar um staðsetningu mannvirkja á þessum slóðum.

    Niðurstaða 82. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Flutningur aðstöðuhússins er leyfður með skilyrðum um að ekki verði salernisaðstaða í húsinu og bönnuð er notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri, áburð og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 82. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 82 Nefndin ákveður að fara í skoðunarferð vegna umhverfisviðurkenninga 12. júlí. Óskað er eftir að auglýst verði eftir tilnefningum á vef sveitarfélagsins. Bókun fundar Nefndin ákveður að fara í skoðunarferð vegna umhverfisviðurkenninga 12. júlí. Óskað er eftir að auglýst verði eftir tilnefningum á vef sveitarfélagsins.

    Niðurstaða 82. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 82. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 82 Kynnt umsókn Ísaga ehf. dags.15.06.2015 um byggingu súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju skv. teikningadrögum Linde AG.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umsóknin samræmist skipulagi. Málsmeðferð umsóknar verði í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar nr. 112/2012.
    Bókun fundar Kynnt umsókn Ísaga ehf. dags.15.06.2015 um byggingu súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju skv. teikningadrögum Linde AG.

    Niðurstaða 82. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umsóknin samræmist skipulagi. Málsmeðferð umsóknar verði í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar nr. 112/2012.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 82. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 82 Erindi Reykjaprents hf. dags. 20.05.2016. Með erindinu fylgja uppdrættir vegna fyrirhugaðrar byggingar félagsins á litlu fjölbýlishúsi að Aragerði 4. Bréfritari beinir þeirri fyrirspurn til sveitarfélagsins hvort hin fyrirhugaða bygging teljist rúmast innan núverandi skipulags sveitarfélagsins eða hvort vinna þurfi sérstaka deiliskipulagstillögu vegna uppbyggingar á lóðinni.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Hugmyndin samræmist aðalskipulagi en ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Gera þarf deiliskipulag svo uppbygging geti orðið á svæðinu.
    Bókun fundar Erindi Reykjaprents hf. dags. 20.05.2016. Með erindinu fylgja uppdrættir vegna fyrirhugaðrar byggingar félagsins á litlu fjölbýlishúsi að Aragerði 4. Bréfritari beinir þeirri fyrirspurn til sveitarfélagsins hvort hin fyrirhugaða bygging teljist rúmast innan núverandi skipulags sveitarfélagsins eða hvort vinna þurfi sérstaka deiliskipulagstillögu vegna uppbyggingar á lóðinni.

    Niðurstaða 82. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Hugmyndin samræmist aðalskipulagi en ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Gera þarf deiliskipulag svo uppbygging geti orðið á svæðinu.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 82. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.

    Til máls tóku: IRH, IG
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 82 Erindi Landgræðslu- og skógræktarfélagsins Skógfells dags. 20.05.2016. Í erindinu er vakin athygli á útbeiðslu lúpínu í sveitarfélaginu. Óskað er eftir upplýsingum um hvaða áform sveitarfélagið hefur til að hefta útbreiðslu lúpínu og annarra ágengra tegunda.

    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Engin áætlun er hjá sveitarfélaginu til að hefta útbreiðslu lúpínu og annarra ágengra tegunda. Verði farið í gerð slíkrar áætlunar verður að sjálfsögðu óskað samstarfs við landeigendur, íbúa og frjáls félagasamtök.
    Bókun fundar Erindi Landgræðslu- og skógræktarfélagsins Skógfells dags. 20.05.2016. Í erindinu er vakin athygli á útbeiðslu lúpínu í sveitarfélaginu. Óskað er eftir upplýsingum um hvaða áform sveitarfélagið hefur til að hefta útbreiðslu lúpínu og annarra ágengra tegunda.

    Niðurstaða 82. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Engin áætlun er hjá sveitarfélaginu til að hefta útbreiðslu lúpínu og annarra ágengra tegunda. Verði farið í gerð slíkrar áætlunar verður að sjálfsögðu óskað samstarfs við landeigendur, íbúa og frjáls félagasamtök.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 82. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 82 Bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. maí 2016 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

    Umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Talsverður hluti strandarinnar er í flóðahættu vegna landbrots, landsigs og hækkandi sjávarstöðu. Gerð sjóvarnargarða á umræddum stöðum samrýmist og stuðlar að stefnu aðalskipulags um að allir íbúar sveitarfélagsins búi við góð búsetuskilyrði í fallegu og öruggu umhverfi þ.m.t. vegna náttúruvár.
    Nefndin telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum en sé háð framkvæmdaleyfi. Nefndin telur að nægileg grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í gögnum málsins.
    Bókun fundar Bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. maí 2016 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

    Niðurstaða 82. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Talsverður hluti strandarinnar er í flóðahættu vegna landbrots, landsigs og hækkandi sjávarstöðu. Gerð sjóvarnargarða á umræddum stöðum samrýmist og stuðlar að stefnu aðalskipulags um að allir íbúar sveitarfélagsins búi við góð búsetuskilyrði í fallegu og öruggu umhverfi þ.m.t. vegna náttúruvár.
    Nefndin telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum en sé háð framkvæmdaleyfi. Nefndin telur að nægileg grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í gögnum málsins

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 82. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 124. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.

5.Kosning í bæjarráð til eins árs

1506020

Eftirfarandi eru tilnefndir í bæjarráð til eins árs:

Bergur Brynjar Álfþórsson (E), formaður, Inga Rut Hlöðversdóttir til vara.
Ingþór Guðmundsson (E), varaformaður, Birgir Örn Ólafsson til vara.
Björn Sæbjörnsson (D), Guðbjörg Kristmundsdóttir til vara.
Kristinn Björgvinsson (L), áheyrnarfulltrúi, Jóngeir H. Hlinason til vara.

Inga Rut Hlöðversdóttir bókar að hún sé hneyksluð á vinnubrögðum L-listans varðandi tilnefningu í bæjarráð. Guðbjörg Kristmundsdóttir tekur undir bókun Ingu Rutar.

Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum.

6.Kosning í nefndir og ráð

1506021

Lagðar eru til eftirfarandi tillögur um breytta nefndarskipan:

Fræðslunefnd:
Kristín Hreiðarsdóttir (D), aðalmaður (í stað Jóngeirs H. Hlinasonar, (L))
Júlía Rós Atladóttir (D), varamaður (í stað Sigríðar Þorgrímsdóttur, (L))

Frístunda- og menningarnefnd:
Tinna Hallgrímsdóttir (D), varamaður (í stað Björns Sæbjörnssonar, (D))

Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum.

Til máls tók: JHH, IG
Bæjarstjórn fundar næst miðvikudaginn 31. ágúst 2016. Samkvæmt ákvæðum samþykkta sveitarfélagsins fer bæjarráð með umboð til fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.

Forseti bæjarstjórnar óskaði bæjarstjórnarmönnum ánægjulegs sumarleyfis.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?