Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

213. fundur 08. júní 2016 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fyrirspurn um byggingarmál. Aragerði 4.

1605031

Fyrirspurn Reykjaprents hf. vegna fyrirhugaðrar byggingar félagsins á litlu fjölbýlishúsi að Aragerði 4.
Erindi Reykjaprents hf. dags. 20.05.2016. Með erindinu fylgja uppdrættir vegna fyrirhugaðrar byggingar félagsins á litlu fjölbýlishúsi að Aragerði 4. Bréfritari beinir þeirri fyrirspurn til sveitarfélagsins hvort hin fyrirhugaða bygging teljist rúmast innan núverandi skipulags sveitarfélagsins eða hvort vinna þurfi sérstaka deiliskipulagstillögu vegna uppbyggingar á lóðinni.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Málinu vísað til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.

2.Húsnæðismál grunnskólans

1404060

Úttekt Karls Frímannssonar ráðgjafa á húsnæðismálum grunnskólans. Niðurstaða útboðs á klæðningu utanhúss.
Fyrir liggur úttekt Karls Frímannssonar ráðgjafa á húsnæðismálum grunnskólans. Jafnframt liggur fyrir niðurstaða úr öflun tilboða í klæðningu utanhúss á hluta skólahúsnæðisins. Ekkert tilboð barst, en einn aðili hyggst senda inn verð og miða við áfangaskiptingu verksins.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Skýrsla Karls Frímannssonar lögð fram. Bæjarráð samþykkir að færanleg kennslustofa við leikskólann (Staðarborg) verði flutt á lóð grunnskólans fyrir upphaf næsta skólaárs, og nýtt í starfsemi grunnskólans frá og með næsta skólaári. Bæjarráð leggur jafnframt til að áfram verði unnið að frekari skoðun á húsnæðisþörf grunnskólans m.t.t. framtíðarþróunar skólans.

3.Útbreiðsla lúpínu.

1605034

Erindi Skógfells vegna útbreiðslu lúpínu og útbreiðslu hennar.
Erindi Landgræðslu- og skógræktarfélagsins Skógfells dags. 20.05.2016. Í erindinu er vakin athygli á útbrieðslu lúpínu í sveitarfélaginu. Óskað er eftir upplýsingum um hvaða áform sveitarfélagið hefur til að hefta útbreiðslu lúpínu og annarra ágengra tegunda.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindinu er vísað til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.

4.Lokun póstafgreiðslu í Vogum.

1606009

Erindi Póst- og fjarskiptastofnunar um lokun póstafgreiðslu í Vogum.
Erindi Póst- og fjarskiptastofnunar dags. 01.06.2016, vegna erindis Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu í Vogum. Í erindinu er óskað umsagnar sveitarfélagsins um fyrirhugaða lokun póstafgreiðslunnar og breyttrar þjónustu Íslandspósts. Jafnframt liggur fyrir minnisblað bæjarstjóra um málið, dags. 05.06.2016.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð sveitarfélagsins Voga gerir ekki athugasemd við áform Íslandspósts hf. um breytt fyrirkomulag póstþjónustu í Vogum, enda verði áfram tryggð sambærileg þjónusta og nú er.

5.785. mál til umsagnar - Frá nefndasviði Alþingis

1606007

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

6.Fundargerðir 2016 Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga

1602001

Fundargerðir 114. og 115. funda Fjölskyldu- og velferðarnefndar. Einnig reglur um könnun og meðferð.
Fundargerðir 114. og 115. funda Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt reglum um könnun og meðferð mála.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar og reglurnar lagðar fram.

7.Fundargerðir S.S.S. 2016

1601036

Fundargerð 703. fundar stjórnar SSS
Fundargerð 703. fundar stjórnar SSS.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

8.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2016

1603013

Fundargerð 256. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Fundargerð 256. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016

1603005

Fundargerðin hefur jafnframt verið birt á vef sambandsins með þeim gögnum sem lögð voru fram.
Fundargerð 839. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?