Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

214. fundur 22. júní 2016 kl. 06:30 - 08:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Niðurlagning Héraðsnefndar Suðurnesja

1410020

Skýrsla um slit Héraðsnefndar Suðurnesja ásamt fundargerðum.
Skýrsla um slit Héraðsnefndar á Suðurnesjum dags. 15.06.2016, ásamt tveimur fundargerðum slitastjórnar, dags. 16.03.2016 og 15.06.2016. Niðurstaða slitastjórnar er að leggja niður hérðaðsnefndina, og að framselja eignir hennar til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir ráðstöfunina fyrir sitt leyti.

2.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2016

1602051

Málaflokka- og deildayfirlit janúar - maí 2016
Deildayfirlit og málaflokkayfirlit fyrir mánuðina janúar - maí 2016, ásamt samanburði við fjárhagsáætlun.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Yfirlitin lögð fram.

3.Endurskoðun ársreikninga sveitarfélagsins

1606024

Samningur við BDO Endurskoðun rennur út á árinu.
Minnisblað bæjarstjóra dags. 19.06.2016 vegna endurskoðunar ársreikninga sveitarfélagsins.

Afgreiðsla bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra áframhaldandi vinnslu málsins.

4.Fjárhagsáætlun 2017 - 2010

1606025

Drög að vinnuáætlun við fjárhagsáætlunargerð
Drög að vinnuáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2017 - 2020.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Drögin samþykkt af bæjarráði.

5.Beiðni um umsögn - endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000

1606015

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögn um endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum.
Umhverfis- og auðlindarráðuneytið óskar eftir umsögn um endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

6.764. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1606022

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnfréttismálum fyrir árin 2016 - 2019, 764. mál
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnfréttismálum fyrir árin 2016 - 2019, 764. mál

Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

7.Til umsagnar 765. mál frá nefndasviði Alþingis

1606014

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016 - 2019, 765. mál
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016 - 2019, 765. mál.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

8.Fundir Reykjanes Jarðvangs ses, 2016.

1601041

Fundargerð 27. fundar stjórnar Reykjanes Jarðvangs ses.
Fundargerð 27. fundar stjórnar Reykjanes Jarðvangs ses.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

9.Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum 2016.

1606013

Fundargerðir 102. og 103. funda Þjónustuhóps aldraðra
Fundargerðir 102. og 103. funda Þjónustuhóps aldraðra.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

10.Fundargerðir S.S.S. 2016

1601036

Fundargerð 704. fundar stjórnar SSS
Fundargerð 704. fundar stjórnar SSS

Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir Heklunnar 2016

1602049

Fundargerð 50. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Fundargerð 50. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja

Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:00.

Getum við bætt efni síðunnar?