Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

179. fundur 28. apríl 2021 kl. 18:00 - 19:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 328

2103008F

Samþykkt
Fundargerð 328. fundar bæjarráðs er lögð fram á 179. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tóku: JHH, BBÁ, BS, ÁE

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329

2104004F

Samþykkt
Fundargerð 329. fundar bæjarráðs er lögð fram á 179. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tóku: BS, ÁE, JHH, BBÁ, ÁL, BÖÓ.

2:9, Vogahöfn, sala á flotbryggju:
D listinn leggur til að málinu verði frestað og fengið verði kostnaðarmat frá fleiri aðilum, einnig verði skoðað hver kostnaður yrði við að dýpka höfnina við viðlegukant.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum gegn tveimur (fulltrúi L-listans situr hjá) að selja flotbryggjuna, sbr. afgreiðslu bæjarráðs.

Björn Sæbjörnsson, bæjarfulltrúi D-listans leggur fram eftirfarandi bókun: Mér finst það mjög dapurt ef það á að selja héðan þessa bryggju og það sem henni fylgir núna þegar loks hillir undir lok Covid og ferðaþjónustan getur farið að blómstra. Að láta frá okkur fyrsta vaxtabroddin sem þar er. Ef þessi útgerð hefði gengið vel hefðu væntalega komið fleiri sem styður svo við tjaldstæði verslun og vonandi vaxandi þjóunustu við ferðamenn hér í framtíðinni.

2.5: Iðndalur 2, verslunarhúsnæði.

Jóngeir H. Hlinason, bæjarfulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun: Ég ítreka bókun mína frá bæjarráðsfundi nr. 329 og tel að Sveitarfélagið Vogar eigi ekki að kaupa fasteignir sem ekki nýtast beint fyrir starfsemi sveitarfélagsins. Einnig vil ég benda á að ef sveitarfélagið hyggst leigja út fasteignina í starfsemi sem er í samkeppnisrekstri eigi að bjóða út fasteignina til leigu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um kaup á verslunarhúsnæðinu samkvæmt þegar samþykktu tilboði, sem samþykkt var með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Samþykkt með sex atkvæðum. Fulltrúi L-listans situr hjá.

2.11: Lántaka BS vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar:

Eftirfarandi bókun er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Brunavarna Suðurnesja hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 110.000.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til byggingar nýrrar slökkvistöðvar að Flugvöllum 29 í Reykjanesbæ sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarfélagið Vogar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Suðurnesja til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Sveitarfélagið Vogar selji eignarhlut í Brunavörnum Suðurnesja til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Vogar sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Ásgeiri Eiríkssyni, kt. 080355-2119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Bæjarstjórn staðfestir að öðru leyti afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Bæjarráð er hlynnt því að sveitarfélagið taki þátt í gerð umhverfis- og loftlagsstefnu í samvinnu við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Skýrslurnar lagðar fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfest verði kaup sveitarfélagsins á verslunarrými í Iðndal 2, sbr. fyrirliggjandi kauptilboð með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarráð telur að með þessu megi styrkja verslunarrekstur með dagvöru í sveitarfélaginu og þar með bæta þjónustu fyrir íbúa þess. Bæjarráð lítur einnig svo á að hér sé um að ræða fjárfestingu til framtíðarnota fyrir sveitarfélagið. Bæjarráð leggur til að húsnæðið verði boðið til leigu fyrir verslunarrekstur.

    Áheyrnarfulltrúi L. listans bókar:
    Ég tel að Sveitarfélagið Vogar eigi ekki að kaupa fasteignir sem ekki nýtast beint fyrir starfsemi sveitarfélagsins.
  • 2.6 2104116 Framkvæmdir 2021
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Yfirlitið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Yfirlitið lagt fram.
  • 2.8 2104231 Sturtuvagn - sala
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Sveitarfélagið hyggst ekki selja sturtuvagninn að svo stöddu.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    D-listinn leggur til að skoðaður verði kostnaður við að gera lægi flotbryggjunnar þannig úr garði að hún geti nýst allt árið um kring.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna, og óskar eftir að umbeðnar upplýsingar liggi fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram, bæjarstjóra er falin afgreiðsla málsins.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 2.12 2104228 Starfsmannamál
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Niðurstöður málsins eru færðar í trúnaðarmálabók.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram. Bæjarráð hyggst ekki að svo stöddu leggja til lengdan opnunartíma móttökustöðvar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að ráðast í þau verkefni sem lagt er til af íþrótta- og tómstundafulltrúa og að þau verði unnin undir formerkjum átaks Vinnumálastofnunar.
  • 2.15 2104015 Lóðin Kirkjuholt
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Drögin lögð fram. Bæjarstjóra er falið að vinna að frekari útfærslu málsins og gera að auki drög að samstarfssamningi um málið, sem lagður verður til samþykktar hjá báðum aðilum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Afgreiðslu málsins er frestað.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs.
    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 329 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94

2104001F

Samþykkt
Fundargerð 94. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 179. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tóku: BS, ÁL, IG, JHH, BBÁ.

Bæjarstjórn óskar verðlaunahöfum Menningarverðlauna Sveitarfélagsins, Kirkjukórn Kálfatjarnarkirkju og Eygló Jónsdóttur rithöfundi, til hamingju með útnefningarnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Afhending menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga fer fram í Tjarnarsal sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl 2021, kl. 12.00.
    Tvær tilnefningar bárust í ár. Niðurstaða nefndarinnar á vali á þeim sem hljóta menningarverðlaunin er skráð í trúnaðarbókun.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Nefndin ræddi ýmis verkefni sem sveitarfélagið gæti sótt um í sjóðinn.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Frístunda- og menningarnefnd leggur til að ærslabelgur verði staðsettur við gafl íþróttamiðstöðvar.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Nefndin fór yfir menningar- og félagastefnu Sveitarfélagsins. Meðal annars voru ræddar hugmyndir um leiðir til að uppfylla markmið stefnunar enn betur.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Rætt um hvort hægt sé að hafa félagsmiðstöðina opna fyrir fullorða, til dæmis einu sinni í viku. Góð aðstaða er í boði í félagsmiðstöðinni og myndi svona starf samræmast vel því starfi sem nú þegar er í félagsmiðstöðinni. Ákveðið er að gera tilraun með slíka opnun í náinni framtíð og verður það kynnt betur á samfélagsmiðlum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 94 Síðastliðið haust veitti Félagsmálaráðuneytið sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundaiðkunar barna af tekjulægri heimilum. Styrkurinn nemur 45.000 kr. á hvert barn og annast sveitarfélögin afgreiðslu styrkumsókna.
    Nú hafa 33 börn í Sveitarfélaginu Vogum nýtt sér þennan styrk.

4.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 25

2104003F

Samþykkt
Fundargerð 25. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 179. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

4.2: 2104086 Miðsvæði, breyting á deiliskipulagi: Bæjarstjórn samþykkir tillöguna, sem og að málsmeðferð verði í samræmi við 42.br. Skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

4.3: 2104162 Grænaborg og Hrafnaborg, breyting á deiliskipulagi: Bæjarstjórn samþykkir tillöguna, sem og að málsmeðferð verði í samræmi við 42.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

4.5: 2104062 Stóra-Vatnsleysa, deiliskipulag. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna, sem og að málsmeðferð verði í samræmi við 42.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS, ÁL.

Bæjarstjórn staðfestir að öðru leyti afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 25 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Minnisblaðið rætt og samþykkt að fá Ívar Pálsson á næsta fund nefndarinnar til að ræða minnisblaðið frekar.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 25 Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
    Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 25 Oktavía Ragnarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.

    Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Skipulagsnefnd samþykkir umsögn Landslaga dags. 19.04.2021 og gerir að sinni og vísar til hennar varðandi umfjöllun um athugasemdir.
    Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að auglýst tillaga verði samþykkt og að málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 25 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Frekari umræðum frestað til næsta fundar.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 25 Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingafulltrúi, og Andri Rúnar Sigurðsson, nefndarmaður, lýstu sig vanhæfa við umfjöllun þessa máls og viku af fundi. Í þeirra stað tóku sæti á fundinum Atli Geir Júlíusson, settur skipulagsfulltrúi í málinu og Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, varamaður D-listans í Skipulagsnefnd. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri tók jafnframt sæti á fundinum og annaðist ritun fundargerðar.

    Afgreiðsla skipulagsnefndar:

    Auglýsingartíma fyrir deiliskipulagstillögu Stóru-Vatnsleysu er lokið. Þrjár umsagnir bárust.
    Bókun nefndarinnar vegna umsagnar Vegagerðarinnar: Ekki er þörf á vegtengingu við reit L 1, enda ekki gert ráð fyrir neinum byggingum þar. Samkvæmt aðalskipulagi Sveitarfélagsins er heimilt að byggja 3 stök hús á lögbýlum, sem hefur í för með sér að ekki verður leyft að byggja á reit L1. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að leggja til að byggingarreitur Hrafnagjár verði minnkaður / færður þannig að hann verði að lágmarki í 50 metra fjarlægð frá vegi, sbr. reglugerð nr. 774/2010 um héraðsvegi.
    Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna og að málsmeðferð verði í samræmi við 42.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 19:25.

Getum við bætt efni síðunnar?