Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

25. fundur 20. apríl 2021 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Lagt fram minnisblað Landslaga dags. 25.11.2020 vegna skoðunar á breytingu á landnotkun í Breiðagerðisvík.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Minnisblaðið rætt og samþykkt að fá Ívar Pálsson á næsta fund nefndarinnar til að ræða minnisblaðið frekar.

2.Miðsvæði - breyting á deiliskipulagi

2104086

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðsvæðis, uppdráttur dags. 08.01.2021. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust við auglýsta tillögu. Ein ábending barst, sem er lögð fram til kynningar.
Samþykkt
Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Oktavía Ragnarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.

3.Grænaborg og Hrafnaborg - Breyting á deiliskipulagi

2104162

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grænuborgar, uppdráttur dags. 18.02.2021. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Athugasemdir bárust við auglýsta tillögu frá Magna Lögmönnum dags. 16.04.2021 f.h. nokkurra eigenda Heiðarlands Vogajarða. Lögð fram umsögn Landslaga dags. 19.04.2021 vegna tillögunnar.
Samþykkt
Oktavía Ragnarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd samþykkir umsögn Landslaga dags. 19.04.2021 og gerir að sinni og vísar til hennar varðandi umfjöllun um athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að auglýst tillaga verði samþykkt og að málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag íbúðahverfa

2104225

Umræður um skipulagningu íbúðahverfa.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Frekari umræðum frestað til næsta fundar.

5.Stóra Vatnsleysa - Deiliskipulag

2104062

Tillaga að deiliskipulagi, uppdráttur og greinargerð dags. 17.02.2021.
Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingafulltrúi, og Andri Rúnar Sigurðsson, nefndarmaður, lýstu sig vanhæfa við umfjöllun þessa máls og viku af fundi. Í þeirra stað tóku sæti á fundinum Atli Geir Júlíusson, settur skipulagsfulltrúi í málinu og Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, varamaður D-listans í Skipulagsnefnd. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri tók jafnframt sæti á fundinum og annaðist ritun fundargerðar.

Afgreiðsla skipulagsnefndar:

Auglýsingartíma fyrir deiliskipulagstillögu Stóru-Vatnsleysu er lokið. Þrjár umsagnir bárust.
Bókun nefndarinnar vegna umsagnar Vegagerðarinnar: Ekki er þörf á vegtengingu við reit L 1, enda ekki gert ráð fyrir neinum byggingum þar. Samkvæmt aðalskipulagi Sveitarfélagsins er heimilt að byggja 3 stök hús á lögbýlum, sem hefur í för með sér að ekki verður leyft að byggja á reit L1. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að leggja til að byggingarreitur Hrafnagjár verði minnkaður / færður þannig að hann verði að lágmarki í 50 metra fjarlægð frá vegi, sbr. reglugerð nr. 774/2010 um héraðsvegi.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna og að málsmeðferð verði í samræmi við 42.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?