Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

329. fundur 21. apríl 2021 kl. 06:30 - 08:35 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Umhverfisstefna og loftslagsstefna Sveitarfélagsins Voga

2104109

Kynnt undirbúningsvinna að gerð umhverfis- og loftslagsstefnu Sveitarfélagsins Voga.
Samþykkt
Bæjarráð er hlynnt því að sveitarfélagið taki þátt í gerð umhverfis- og loftlagsstefnu í samvinnu við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum.

2.Stjórnsýslukæra - veituframkvæmdir að Grænuborgarsvæði - Reykjaprent ehf., Ólafur Þór Jónsson,

2104224

Erindi Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, tilkynning um kæru, dags. 15.4.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram til kynningar.

3.Reykjaprent og fleiri - málshöfðun vegna deiliskipulags

2104114

Niðurstaða Héraðsdóms í kærumáli Reykjaprents ehf., Ólafs Þórs Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur gegn Sveitarfélaginu Vogum og Grænubyggð ehf. Héraðsdómur hefur vísað málinu frá og hefur jafnframt dæmt sækjendur til að greiða stefndu málskostnað. Sækjendur hafa kært málið til Landsréttar.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram til kynningar.

4.Skýrslur um viðhaldsmál - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2104227

Skýrslur leikskólastjóra og forstöðumanns Umhverfis og eigna um viðhaldsmál leikskólans, beiðni frá bæjarstjórn.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Skýrslurnar lagðar fram.

5.Iðndalur 2 verslunarhúsnæði

2104220

Kauptilboð Sveitarfélagsins í verslunarhluta Iðndals 2, sem samþykkt hefur verið af seljendum og veðhöfum. Kauptilboðið var gert með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Frestað
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfest verði kaup sveitarfélagsins á verslunarrými í Iðndal 2, sbr. fyrirliggjandi kauptilboð með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarráð telur að með þessu megi styrkja verslunarrekstur með dagvöru í sveitarfélaginu og þar með bæta þjónustu fyrir íbúa þess. Bæjarráð lítur einnig svo á að hér sé um að ræða fjárfestingu til framtíðarnota fyrir sveitarfélagið. Bæjarráð leggur til að húsnæðið verði boðið til leigu fyrir verslunarrekstur.

Áheyrnarfulltrúi L. listans bókar:
Ég tel að Sveitarfélagið Vogar eigi ekki að kaupa fasteignir sem ekki nýtast beint fyrir starfsemi sveitarfélagsins.

6.Framkvæmdir 2021

2104116

Staða framkvæmda 19.04.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Yfirlitið lagt fram.

7.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2021

2104142

Rekstraryfirlit mánaðanna janúar - mars 2021, ásamt samanburði við áætlun.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Yfirlitið lagt fram.

8.Sturtuvagn - sala

2104231

Sveitarfélaginu hefur borist fyrirspurn um hvort sturtuvagn þjónustumiðstöðvar sé falur.
Hafnað
Afgreiðsla bæjarráðs:
Sveitarfélagið hyggst ekki selja sturtuvagninn að svo stöddu.

9.Vogahöfn - sala á flotbryggju

2104229

Minnisblað bæjarstjóra dags. 19.4.2021, um hugsanlega sölu flotbryggju og landsgangs til Reykjaneshafna
Frestað
Afgreiðsla bæjarráðs:
D-listinn leggur til að skoðaður verði kostnaður við að gera lægi flotbryggjunnar þannig úr garði að hún geti nýst allt árið um kring.

Bæjarráð samþykkir tillöguna, og óskar eftir að umbeðnar upplýsingar liggi fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar.

10.Beiðni um upplýsingar um fjármál-Vegna Covid-19

2104226

Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 13.4.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram, bæjarstjóra er falin afgreiðsla málsins.

11.Lántaka BS vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar

1812006

Erindi BS, beiðni um ábyrgð á lántöku, lagt fram að nýju með beiðni um formlega bókun um veitingu ábyrgðar Sveitarfélagsins.
Frestað
Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.Starfsmannamál

2104228

Málið er afgreitt sem trúnaðarmál.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Niðurstöður málsins eru færðar í trúnaðarmálabók.

13.Móttökustaður Kölku - laugardagsopnun yfir sumartímann

2104234

Sveitarfélagið hefur spurst fyrir um kostnað við að hafa móttökustöð Kölku opna á laugardögum yfir sumarmánuðina.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram. Bæjarráð hyggst ekki að svo stöddu leggja til lengdan opnunartíma móttökustöðvar.

14.Hefjum störf - átak í atvinnumálum

2104233

Hugmyndir um atvinnuverkefni sem fallið geta undir átak Vinnumálastofnunar, "Hefjum störf"
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að ráðast í þau verkefni sem lagt er til af íþrótta- og tómstundafulltrúa og að þau verði unnin undir formerkjum átaks Vinnumálastofnunar.

15.Lóðin Kirkjuholt

2104015

Drög að samkomulagi Sveitarfélagsins og Sóknarnefnd Kálfatjarnarsóknar um Kirkjuholt, fyrirkomulag um skiptingu gatnagerðargjalda milli aðila ásamt afsali lóðarinnar.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Drögin lögð fram. Bæjarstjóra er falið að vinna að frekari útfærslu málsins og gera að auki drög að samstarfssamningi um málið, sem lagður verður til samþykktar hjá báðum aðilum.

16.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2021.

2104121

Alþingi sendir til umsagnar frumvörp og þingsályktunartillögur.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

17.Skóladagatal 2021-2022 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2104180

Umfjöllun bæjarráðs um skóladagatal leikskólans skólaárið 2021 - 2022, vísun frá bæjarstjórn.
Frestað
Afgreiðsla bæjarráðs:
Afgreiðslu málsins er frestað.

18.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2021

2104131

Fundargerðir 82. 83. og 84. funda stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

19.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2021

2104140

Fundargerð 58. fundar stjórnar Reykjanes Geopark
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram.

20.Fundargerðir Kölku 2021

2104185

Fundargerð 524. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:35.

Getum við bætt efni síðunnar?