Fundargerð 317. fundar bæjarráðs er lögð fram á 174. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tóku:IG, JHH, ÁL, BBÁ.
Liður 1.8:
Fulltrúi L-listans óskar að bóka eftirfarandi:
Á fundi bæjarráðs nr. 317 ákváðu bæjarráðsmenn Sveitarfélagsins Voga samhljóða að skipa sjálfa sig í 3ja manna starfshóp um málefni Hafnargötu 101, framtíðarskipan.
Þessi skipan starfshópsins er með ólíkindum, þar sem að fyrir eru tvær nefndir á vegum sveitarfélagsins sem hægt hefði verið að vísa þessu máli til úrvinnslu. Skipulagsnefnd og Stýrihópur um endurskoðun aðalskipulags Voga. Hver tilgangurinn er með að taka þetta mál sérstaklega út úr í umfjöllun bæjarráðs er óljós. T.d. var þessi fundur bæjarráðs aðeins um 45 mínútur og því hefði alveg átt að gefast tími til að ræða framtíðarskipulag Hafnargötu 101 nánar á fundinum ef vilji hefði verið til og vísa því síðan í réttan farveg frekar en að aðalfulltrúar bæjarráðs skipi sjálfa sig í starfshóp um málið. Víst er að nægur var tíminn og vel greitt fyrir. L-listinn vill ítreka það að hafa þarf í huga þegar farið er í framtíðarskipulag að þetta er ekki bara hús heldur byggðist Sveitarfélagið Vogar að stórum hluta utan um byggingu og þá starfsemi sem fór fram í þessu húsi og ber að sýna því þá virðingu sem það á skilið.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum fundargerðarinnar.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 317Bæjarráð samþykkir að skipa 3ja manna starfshóp um málefni Hafnargötu 101, framtíðarskipan. Eftirtaldir eru tilnefndir í starfshópinn: Ingþór Guðmundsson, Bergur Álfþórsson og Björn Sæbjörnsson. Bæjarstjóri verður starfshópnum til aðstoðar.
Samþykkt samhljóða.
Bókun áheyrnarfulltrúa L-lista lista fólksins. Það kom fram í umræðum á fundinum að bæjarráð telur að ekki sé þörf á aðkomu L-listans að málefnum Hafnargötu 101 á þessu stigi. Það óskast bókað í fundargerðinni
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 317Fundargerðirnar ásamt fylgigögnum lagt fram.
2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 318
2011005F
Samþykkt
Fundargerð 318. fundar bæjarráðs er lögð fram á 174. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Liður 2:7: Fulltrúi D-listans ítrekar bókun sína sem lögð var fram í bæjarráði og leggur hana til samþykktar í bæjarstjórn: Fulltrúi D-listans bókar: D-listinn leggur til að unnir verði skriflegir verkferlar sem sveitarfélaginu verði skylt að fylgja í öllum þeim verkefnum / framkvæmdum sem það tekur sér fyrir hendur.
Afgreiðsla bæjarstjórnar: Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn tveimur, einn situr hjá.
Fulltrúi L-listans bókar eftirfarandi: Skýrsla bæjarstjóra sem lögð var fram á fundinum er áfellisdómur á stjórnsýsluna yfir þessari framkvæmd. Hún staðfestir að kostnaður við lagningu ljósleiðara á Vatnsleysuströnd var mikið kostnaðarsamari en upphaflega var áætlað. Upphafleg kostnaðaráætlun kr. 36.897.500 var algerlega óraunhæf þegar upp var staðið, en lokakostnaðurinn var 79.444.748. Bæjarstjóri segir í skýrslu sinni að verkið hafi verið boðið út tvívegis og ekki hafi borist tilboð. Hafi þá verið ákveðið að leita til Þjótanda ehf., sem hafði unnið sams konar verk fyrir Grindavík á vegum Mílu árið áður, og samið við þá um sömu einingarverð, einnig kom Míla að gerð kostnaðaráætlunar fyrir verkið.
Kostnaður við verkið fór greinilega upp úr öllu valdi eftirlitslaust og samræmist engan veginn þeirri ábyrgu fjármálastjórn sem meirihlutinn státar sér af, til að mynda voru ekki haldnir verkfundir milli verktaka og verkkaupa til að fylgjast með.
L-listinn vill að málið verði tekið til rannsóknar af óháðum aðilum og krufið til mergjar.
Í fyrsta lagi finnast enginn gögn um að verkið hafi verið boðið út, þrátt fyrir að tekið sé fram í skýrslu bæjarstjóra að það hafi verið gert.
Í öðru lagi virðist eingöngu hafa verið stuðst við gögn frá Mílu sem samkvæmt öllu stóðust ekki.
Í þriðja lagi sem verst er að ekkert eftirlit virðist hafa verið viðhaft af sveitarfélaginu með verkinu. Það er ekki ásættanlegt sökum þess aukna kostnaðar sem varð á verkinu.
Einhver verður að taka ábyrgð á þessu mistökum.
Til máls tóku: IG, BS,JHH, BBÁ, ÁL, BÖÓ.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarstjórnar á einstökum erindum fundargerðarinnar.
Fundargerðin með áorðnum breytingum er samþykkt með sjö atkvæðum.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 318Lagt fram erindi Hafnasambandsins dags. 6.11.2020, þar sem boðað er til rafræns Hafnasambandsþings sem fer fram 27.11.2020. Með erindinu fylgja drög að ályktunum og tillögum til afgreiðslu á þinginu.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 318Lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita samkomulags um greiðslu fasteignagjalda hjá þeim lögaðilum sem fengið hafa gjaldfrest, sbr. fyrri ákvarðanir bæjarráðs.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 318Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu framkvæmda, ásamt minnisblöðum sem tengjast því. Einnig lögð fram greinargerð bæjarstjóra um ljósleiðaraverkefnið og framkvæmd þess.
Fulltrúi D-listans bókar: D-listinn leggur til að unnir verði skriflegir verkferlar sem sveitarfélaginu verði skylt að fylgja í öllum þeim verkefnum / framkvæmdum sem það tekur sér fyrir hendur.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 319Á fundinum var gengið frá drögum að Fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt var gengið frá tillögu að gjaldskrá ársins 2021.
4.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 19
2011004F
Samþykkt
Fundargerð 19. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 147. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Liður 4:1, Grænaborg - breyting á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði auglýstar, óbreyttar frá kynningu, í samræmi við 1.mgr. 31.gr. og 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulagsnefndar, og samþykkir að tillögurnar verði auglýstar, óbreyttar frá kynningu, í samræmi við ákvæði 1.mgr. 31.gr. og 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Liður 4:2, Miðsvæði - breyting á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði samþykkt og að málsmeðferð hennar verði í samræmi við 2.mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, sem um óverulega breytingu sé að ræða.
Skipulagsnefnd leggur jafnframt til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem var til umfjöllunar á 16. fundi nefndarinnar 18.08.2020 verði auglýst skv. 1.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, að undangenginni breytingu á aðalskipulagi.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir tillögur Skipulagsnefndar, og samþykkir breytingu á aðalskipulaginu. Málsmeðferð verði í samræmi við 2.mgr. 36.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, sem um óverulega breytingu sé að ræða. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt tillögu Skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem var til umfjöllunar á 16. fundi nefndarinnar þ. 18.08.2020, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni breytingu á aðalskipulaginu.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Liður 4:3, Deiliskipulag elsta hluta þéttbýlis í Vogum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði umsagna um skipulagslýsinguna og hún kynnt skv. 2.mgr. 40.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn samþykkir að leitað verði umsagna um skipulagslýsinguna og hún kynnt skv. 2.mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Liður 4:9, nýtt vatnsból sveitarfélagsins: Skipulagsnefnd leggur til að breyttar tillögur eftir auglýsingar- og kynningartíma verði samþykktar og að málsmeðferð þeirra verði í samræmi við 2.mgr. 32.gr. og 1. mgr. 42.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Skipulagsnefndar og samþykkir að breyttar tillögur eftir auglýsingar- og kynningartíma. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að málsmeðferð verði í samræmi við 2.mgr. 32.gr. og 1.mgr. 42.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010
Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Ég tek undir tillögu skipulagsnefndar um að tryggt verði öryggi gangandi vegfarenda á þeim stöðum sem því er ábótavant. Lögð er sérstök áhersla á að öryggi á gönguleiðum barna á leið í skóla verði hafðar í forgangi.
Til máls tóku: IG, JHH, ÁL
Bæjarstjórn staðfestir að öðru leyti afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni.
Fundargerðin með áorðnum breytingum er samþykkt með sjö atkvæðum.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 19Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að tillögurnar verði auglýstar, óbreyttar frá kynningu, í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Oktavía Ragnarsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og bókar: Ég er þeirrar skoðunnar að mér finnst þéttleiki byggðarinnar á svæði 3-1 vera of mikill og að það samræmist ekki byggðinni sem fyrir er í Vogunum. Ekki er gott fyrir lítið sveitarfélag að miða sig við þettleika byggðar á höfuðborgarsvæðinu, við erum ekki höfuðborgarsvæðið. Setja þarf stefnu sem styðu við æskilega byggðarþróun og sem styður við núverandi samfélag með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, eins og segir í athugasemd Skipulagsstofnunar
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 19Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt og að málsmeðferð hennar verði í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem um óverulega breytingu sé að ræða. Jafnframt er samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem var til umfjöllunar á 16. fundi nefndarinnar 18.08.2020 verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 19Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að leitað verði umsagna um skipulagslýsinguna og hún kynnt skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 19Afgreiðsla skipulagsnefndar: Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga gerir ráð fyrir samgönguleiðum að mörkum sveitarfélaganna, stígum og hraðlest, sem þarf að taka mið af. Einnig lyggur flutningskerfi raforku um mörk sveitarfélaganna. Ekki eru gerðar athugasemdir við lýsinguna að öðru leyti.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 19Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fengnar verði nánari útfærslur á umferðaöryggi við Vogagerði og Tjarnargötu. Jafnframt verði hugað að öryggi gangandi vegfarenda á miðbæjarsvæði og á gönguleiðum barna úr því hverfi til skóla. Gert verði ráð fyrir nauðsynlegu fjármagni á fjárhagsáætlun 2021 til að tryggja að framkvæmdum verði lokið fyrir skólabyrjun haustið 2021. Skipulagsnefnd beinir því til bæjarstjórnar að samþykktar verði bráðabyrgða ráðstafanir og nauðsynlegt fjármagn til þeirra til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda við gatnamót Stapavegar og Skyggnisholts.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 19Afgreiðsla skipulagsnefndar: Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag og hefur verið kynnt eigendum þeirra jarðeigna sem stígurinn liggur um og liggur samþykki þeirra fyrir framkvæmdinni. Leitað var umsagna um hana til Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar og Vegagerðarinnar. Fyrir liggur umferðaröryggisrýni frá Vegagerðinni og minjaskráning. Skipulagsnefnd telur að ekki sé þörf sérstakrar grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem framkvæmdin hefur þegar verið kynnt og leitað umsagna um hana. Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 19Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við umsóknina. Afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012.
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 19Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að breyttar tillögur eftir auglýsingar- og kynningartíma verði samþykktar og að málsmeðferð þeirra verði í samræmi við 2. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 92
2011002F
Samþykkt
Fundargerð 92. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 174. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tóku: IG, JHH, ÁE
Fulltrúi L-listans leggur til að tekið verði undir hrós til starfsfólks skóla sveitarfélagsins sem fram kemur í lið 6 í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Fræðslunefndar á einstökum erindum fundargerðarinnar.
Fundargerðin með áorðnum breytingum er samþykkt með sjö atkvæðum.
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 92Kristín kynnti fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar og áherslur hennar, en Sveitarfélagið Vogar er með samning við Suðurnesjabæ um fræðsluþjónustu. Aðilar eru sammála um að leggja sig fram um að eiga gott samstarf.
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 92Sveitarfélögin Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar hófu í haust saman verkefnið Málið okkar - horft til framtíðar. Markmið verkefnisins er að auka orðaforða barna og búa þau betur undir læsi í lífinu. Verkefnið verður síðar tekið upp í grunnskólum og því er ætlað að vera samstarfsverkefni foreldra, skóla og samfélagsins alls.
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 92Undanfarið ár hafa skólar Sveitarfélagsins leitað leiða til að gera foreldrum auðveldara að mæta í foreldraviðtöl, t.d. með því að hafa annað foreldraviðtal ársins utan vinnutíma, og eins hafa skólarnir tileinkað sér tæknina í samkomutakmörkunum þeim sem nú eru í gildi, og boðið upp á foreldraviðtöl með rafrænum hætti. Almenn ánægja virðist vera meðal foreldra með þetta fyrirkomulag. Fræðslunefnd fagnar öllum aðgerðum skólanna í þá átt að gera rafræn foreldraviðtöl að valkosti.
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 92Fyrirtækið Trappa býður upp á talþjálfun fyrir börn á grunnskólaaldri. Fræðsluþjónusta Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga hefur gert samning við fyrirtækið um að sinna talþjálfun fyrir skóla sveitarfélaganna og fer þjálfunin fram í fjarkennslu. Sveitarfélögin leggja til búnað og aðstöðu fyrir þjálfunina en foreldrar og forráðamenn greiða tengigjald. Þessi þjónusta er einkum hugsuð sem viðbótarþjónusta fyrir íbúa til að þeir þurfi ekki að sækja þessa þjónustu í önnur sveitarfélög. Á þessu ári komast átta nemendur úr Stóru-Vogaskóla að í verkefninu en vonir standa til að það þróist og eflist og hægt verði að auka fjölda nemenda í því.
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 92Starfsáætlun Stóru-Vogaskóla var kynnt og rædd á seinasta fundi fræðslunefndar en skv. reglum þarf að ræða hana innan skólans og það hefur verið gert. Fram komu ábendingar um rýmingaráætlun sem hafa verið teknar til greina og er verið að vinna viðbætur, t.d. með tilliti til jarðskjálfta. Fræðslunefnd samþykkir áætlunina, og hvetur til að almenn viðbragðsæfing verði haldin um leið og aðstæður leyfa.
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 92Stóru-Vogaskóli starfar eftir áætlun varðandi COVID sóttvarnir og sú áætlun gildir fram á miðvikudag. Hún verður svo endurskoðuð eftir því sem þurfa þykir. Fræðslunefnd vil hrósa starfsfólki Stóru-Vogaskóla og Heilsuleikskólans Suðurvalla fyrir vel unnin störf á óvenjulegum og erfiðum tímum.
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 92Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.
6.Fjárhagsáætlun 2021-2024
2007001
Fjárhagsáætlun 2021 - 2024, fyrri umræða.
Samþykkt
Sameiginleg bókun bæjarstjórnar við framlagningu fjárhagsáætlunar til fyrri umræðu:
Fjárhagsáætlun 2021 - 2024 er lögð fram til fyrri umræðu. Tillagan gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðunnar verði 1.355 m.kr. á árinu 2021. Áætlaður rekstrarkostnaður er hins vegar 1.528 m.kr. Áætlaður rekstrarhalli er því 173 m.kr.
Fjárfestingaþörf ársins 2021 er 350 m.kr., þar af eru fjárfestingar vegna veitumannvirkja áætlaðar um 260 m.kr. Gert er ráð fyrir lántöku vegna þeirra framkvæmda. Óleyst fjárþörf vegna annarra framkvæmda og hallareksturs er 209 m.kr., sem gera má ráð fyrir að verði einnig fjármagnað með lántökum.
Tillagan er háð óvissu sem enn ríkir í samfélaginu, einkum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins sem geisað hefur frá fyrri hluta ársins. Rekstur sveitarfélagsins hefur ekki farið varhluta af afleiðingum faraldursins, og ljóst að aðstæður einkum hér á Suðurnesjum eru erfiðar, m.a. vegna mikils atvinnuleysis.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga lýsir þungum áhyggjum af stöðunni, og hvetur ríkisvaldið til að beina aðstoð sinni að þeim sveitarfélögum sem eiga í sem mestum vanda og þar sem staðan er hvað erfiðust.
Bókunin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Auk tillögunnar eru jafnframt lögð fram frumdrög að 3ja ára áætlun sveitarfélagsins, fyrir árin 2022 - 2024.
Bæjarstjórn samþykkir að álagningarprósenta útsvars árið 2021 skuli vera 14,52%.
Tillagan er samþykkt með fimm atkvæðum. Tveir sitja hjá.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn, sem að öllu óbreyttu fer fram miðvikudaginn 16. desember 2020.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Það hefur komið í ljós við undirbúning fjárhagsáætlunar 2021 -2024 að sveitarfélagið mun eiga í miklum erfiðleikum að standa undir lögbundnum verkefnum sínum á næstu árum. Tekjur dragast saman og kostnaður eykst. Sveitarfélagið mun verða ógjaldfært ef tekjur aukast ekki verulega á næstu árum, en um það er mikil óvissa. Það lítur því frekar illa út með rekstur sveitarfélagsins 2021 og við þurfum öll að taka höndum saman ef ekki á mjög illa að fara. Ég tel að við vinnuna hafi hingað til verið reynt að verja verkefni tengd börnum ásamt því að taka tillit til tekjulágra og eignalítilla einstaklinga.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tóku:IG, JHH, ÁL, BBÁ.
Liður 1.8:
Fulltrúi L-listans óskar að bóka eftirfarandi:
Á fundi bæjarráðs nr. 317 ákváðu bæjarráðsmenn Sveitarfélagsins Voga samhljóða að skipa sjálfa sig í 3ja manna starfshóp um málefni Hafnargötu 101, framtíðarskipan.
Þessi skipan starfshópsins er með ólíkindum, þar sem að fyrir eru tvær nefndir á vegum sveitarfélagsins sem hægt hefði verið að vísa þessu máli til úrvinnslu. Skipulagsnefnd og Stýrihópur um endurskoðun aðalskipulags Voga. Hver tilgangurinn er með að taka þetta mál sérstaklega út úr í umfjöllun bæjarráðs er óljós. T.d. var þessi fundur bæjarráðs aðeins um 45 mínútur og því hefði alveg átt að gefast tími til að ræða framtíðarskipulag Hafnargötu 101 nánar á fundinum ef vilji hefði verið til og vísa því síðan í réttan farveg frekar en að aðalfulltrúar bæjarráðs skipi sjálfa sig í starfshóp um málið. Víst er að nægur var tíminn og vel greitt fyrir. L-listinn vill ítreka það að hafa þarf í huga þegar farið er í framtíðarskipulag að þetta er ekki bara hús heldur byggðist Sveitarfélagið Vogar að stórum hluta utan um byggingu og þá starfsemi sem fór fram í þessu húsi og ber að sýna því þá virðingu sem það á skilið.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum fundargerðarinnar.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.