Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

19. fundur 17. nóvember 2020 kl. 17:30 - 19:45 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá
Gísli Stefánsson boðar forföll.

Formaður leitar afbrigða frá dagskrá um að taka mál á dagskrá sem er málið 1506017 - Nýtt vatnsból sveitarfélagsins. Samþykkt.

1.Grænaborg - breyting á aðalskipulagi

2005039

Tillögur að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 vegna íbúðarsvæðis ÍB-3-1, uppdráttur og greinargerð dags. október 2020 og á deiliskipulag Grænuborgar, uppdráttur og greinargerð dags. 30.04.2020.
Breytingarnar varða þéttleika og fjölda íbúða á skipulagssvæðinu og kafla 2.1.1 um íbúðasvæði í greinargerð aðalskipulags. Sú breyting er gerð að mögulegum íbúðum á svæðinu fjölgar um 400 og verður hverfið fullbyggt eftir breytingu með um 850-900 íbúðum, eða um 35-37 íbúðir á hvern hektara. Breytingin er tilkomin vegna samkomulags landeigenda meginhluta svæðisins og sveitarfélagsins um uppbyggingu svæðisins með íbúðafjölda í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Fyrir utan breytingar þessar gildir greinargerð Aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, sem samþykkt var 23. febrúar 2010, m.s.br.
Samhliða gerð breytingar á aðalskipulagi er gerð breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Grænuborgar (sem nær yfir um helming íbúðarsvæðis ÍB-3-1) sem fellst m.a. í því að auka þéttleika byggðar á svæðinu og fjölga mögulegum íbúðum.
Tillögurnar hafa verið kynntar skv. 2. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og meðeigendum Sveitarfélagsins Voga í Heiðarlandi Vogajarða.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að tillögurnar verði auglýstar, óbreyttar frá kynningu, í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Oktavía Ragnarsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og bókar:
Ég er þeirrar skoðunnar að mér finnst þéttleiki byggðarinnar á svæði 3-1 vera of mikill og að það samræmist ekki byggðinni sem fyrir er í Vogunum. Ekki er gott fyrir lítið sveitarfélag að miða sig við þettleika byggðar á höfuðborgarsvæðinu, við erum ekki höfuðborgarsvæðið. Setja þarf stefnu sem styðu við æskilega byggðarþróun og sem styður við núverandi samfélag með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, eins og segir í athugasemd Skipulagsstofnunar

2.Miðsvæði - breyting á deiliskipulagi

2007020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 vegna reits Þ-8 á miðsvæði norðan Skyggnis sem er skilgreint sem blönduð landnotkun fyrir íbúðarsvæði og svæði fyrir þjónustustofnanir. Breytingin fellst í því að svæðið verður aðeins skilgreint sem íbúðarsvæði á sama hátt og aðliggjandi svæði á miðsvæðinu og verður hluti af íbúðarsvæði ÍB-4.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt og að málsmeðferð hennar verði í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem um óverulega breytingu sé að ræða.
Jafnframt er samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem var til umfjöllunar á 16. fundi nefndarinnar 18.08.2020 verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni breytingu á aðalskipulagi.

3.Deiliskipulag elsta hluta þéttbýlis í Vogum

2010018

Skipulagslýsing dags. 05.11.2020 vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag fyrir þann hluta þéttbýlisins sem ekki er til deiliskipulag fyrir.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að leitað verði umsagna um skipulagslýsinguna og hún kynnt skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Beiðni um umsögn vegna Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2020

2011008

Skipulagslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025. Ósk um umsögn frá Hafnarfjarðarbæ skv. bréfi dags. 03.11.2020.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga gerir ráð fyrir samgönguleiðum að mörkum sveitarfélaganna, stígum og hraðlest, sem þarf að taka mið af. Einnig lyggur flutningskerfi raforku um mörk sveitarfélaganna. Ekki eru gerðar athugasemdir við lýsinguna að öðru leyti.

5.Umferðaröryggisáætlun Voga

1709026

Umfjöllun og eftirfylgni nefndarinnar um umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins. Málið var áður til umfjöllunar á 15. fundi nefndarinnar þ. 15.7.2020 og á 7. fundi 15.9.2020. Fyrir liggur minnisblað umferðaöryggisáætlunar þar sem er tekið saman yfirlit um stöðu úrbóta.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fengnar verði nánari útfærslur á umferðaöryggi við Vogagerði og Tjarnargötu. Jafnframt verði hugað að öryggi gangandi vegfarenda á miðbæjarsvæði og á gönguleiðum barna úr því hverfi til skóla. Gert verði ráð fyrir nauðsynlegu fjármagni á fjárhagsáætlun 2021 til að tryggja að framkvæmdum verði lokið fyrir skólabyrjun haustið 2021.
Skipulagsnefnd beinir því til bæjarstjórnar að samþykktar verði bráðabyrgða ráðstafanir og nauðsynlegt fjármagn til þeirra til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda við gatnamót Stapavegar og Skyggnisholts.

6.Hjólreiðastígur meðfram Vatnsleysutrandarvegi

1901006

Framkvæmdaleyfi Sveitarfélagsins Voga til gerðar göngu- og hjólastígs meðfram Vatnsleysustrandarvegi, frá gatnamótum Vogavegar að afleggjara að Austurkoti, skv. útboðs- og verklýsingu og uppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. .
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag og hefur verið kynnt eigendum þeirra jarðeigna sem stígurinn liggur um og liggur samþykki þeirra fyrir framkvæmdinni. Leitað var umsagna um hana til Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar og Vegagerðarinnar. Fyrir liggur umferðaröryggisrýni frá Vegagerðinni og minjaskráning.
Skipulagsnefnd telur að ekki sé þörf sérstakrar grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem framkvæmdin hefur þegar verið kynnt og leitað umsagna um hana.
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.

7.Austurkot 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2007018

Umsókn Fylkis ehf. dags. 15.07.2020 um að breyta Austurkoti 1 úr einbýlishúsi í fjölbýlishús með 3 íbúðum.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við umsóknina. Afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012.

8.Matsskýrsla nýs Vatnsból

2007022

Kynnt ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 9. nóvember. Niðurstaðan er að framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar.

9.Nýtt vatnsból sveitarfélagsins

1506017

Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, sem felst í breyttri staðsetningu á fyrirhuguðu vatnsbóli þéttbýlisins í Vogum (VB-2), tillaga dags. 04.12.2019. Tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt vatnsból, uppdrættir og greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. 04.12.2019.
Tillögur og umhverfisskýrsla hafa verið auglýstar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. afgreiðslu skipulagsnefndar á 9. fundi 11.12.2019. Fjallað var um athugasemdir við tillögurnar á 17. fundi skipulagsnefndar 15.09.2020. Eftir auglýsingar- og kynningartíma var gerð breyting á tillögunum skv. breytingardagsetningu 5.11.2020.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að breyttar tillögur eftir auglýsingar- og kynningartíma verði samþykktar og að málsmeðferð þeirra verði í samræmi við 2. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Getum við bætt efni síðunnar?