Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

172. fundur 30. september 2020 kl. 18:00 - 18:45 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312

2008007F

Samþykkt
Fundargerð 312. fundar bæjarráðs er lögð fram á 172. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: JHH, BBÁ, ÁE, IG.

Fulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun:

Atvinnuleysi er ógn við framfærslu einstaklinga, nú eru nú eru hér í Vogum um 100 á atvinnuleysisskrá og 15 á hlutabótum. Þetta samsvarar um 13-14% atvinnuleysi í sveitarfélaginu sem er í samræmi við spá Vinnumálastofnunar fá miðjum ágúst. Vonandi mun viljayfirlýsing um sköpun starfa á Suðurnesjum sem undirrituð var 17.09.2020 og sveitarfélagið er aðili að, ásamt tillögum ríkisstjórnarinnar um menntanet á Suðurnesjum sem ákveðið var á að leggja 300 milljónir til ríkisstjórnarfundi í gær verða til að milda það högg sem atvinnuleysið óhjákvæmilega veldur í okkar sveitarfélagi.

Forseti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga beinir ákalli til ríkisstjórnar og alþingismanna um að vinna með sveitarfélögum á Suðurnesjum og aðilum vinnumarkaðarins að því að leita allra mögulegra leiða til þess að mæta þeim miklu áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir og leita leiða til að koma hjólum atvinnulífsins í gang að nýju. Bæjarstjórn skorar á ríkisvaldið að styðja við sveitarfélagið vegna mikils samdráttar í tekjum þess, þannig að hægt verði að halda uppi eðlilegri þjónustu við íbúa.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312 Lagt fram erindi framkvæmdastjóra Hafnasambands Íslands dags. 24.08.2020, þar sem tilkynnt er um frestun Hafnasambandsþings um óákveðinn tíma.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312 Yfirlit Vinnumálastofnunar um atavinnuleysistölur í ágúst lagðar fram.

    Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í Sveitarfélaginu Vogum og á Suðurnesjum. Samkvæmt spá Vinnumálastofnunar fyrir ágúst 2020 er gert ráð fyrir að atvinnuleysi, almennt og minnkandi starfshlutfall, telji um 17% á Suðurnesjum og 13% í Sveitarfélaginu Vogum. Útlit er fyrir að staðan versni enn frekar á komandi vikum og mánuðum, en frá því þessar tölur voru birtar hafa borist upplýsingar um fjöldauppsagnir á svæðinu. Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisskrá er hvergi meiri á einu landsvæði en á Suðurnesjum.

    Í ljósi þróunar á heimsfaraldri Covid-19 og þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til, þá er ástand og horfur í atvinnumálum nú enn meira áhyggjuefni en var fyrir nokkrum vikum síðan. Eftir að heldur birti til á sumarmánuðum, þá standa nú fjölmörg atvinnufyrirtæki frammi fyrir samdrætti í starfsemi þeirra, sem veldur tekjufalli og hefur í för með sér fækkun starfsfólks. Framundan er erfiður tími fyrir fjölmarga einstaklinga og heimili vegna atvinnumissis og óvissu í atvinnu- og fjármálum.

    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga beinir ákalli til ríkisstjórnar og alþingismanna um að vinna með sveitarfélögum á Suðurnesjum og aðilum vinnumarkaðarins að því að leita allra mögulegra leiða til þess að mæta þeim miklu áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrirog leita leiða til að koma hjólum flugtengdrar starfsemi í gang að nýju.

    Bæjarráð skorar á ríkisvaldið að styðja við sveitarfélagið vegna mikils samdráttar í tekjum þeirra, þannig að hægt verði að halda uppi eðlilegri þjónustu við íbúa.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312 Bæjarráð samþykkir tillöguna. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vekur athygli á því að um langa hríð hafa ungmenni búsett í sveitarfélaginu haft frían aðgang að sundlauginni í Vogum. Frá og með upphafi árs 2020 hafa allir íbúar sveitarfélagsins haft frían aðgang í sundlaugina.
  • 1.4 2008060 Ungmennaráð
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312 Erindið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312 Lagt fram erindi Vogasjóferða ehf. dags. 25.8.2020, beiðni um niðurfellingu hafnargjalda Særósar GK.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að bjóða Vogasjóferðum ehf. gjaldfrest á hafnargjöldum félagsins, á sambærilegan hátt og veittur hefur verið gjaldfrestur á fasteignagjöldum lögaðila í ferðaþjónustu. Gjaldfresturinn er veittur til 6 mánaða.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312 Afgreiðslu málsins er frestað. Bæjarstjóra er falið að taka saman samanburðarupplýsingar fyrir næsta fund bæjarráðs, og að málið verði tekið þá fyrir að nýju.
  • 1.7 2004010 Framkvæmdir 2020
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312 Minnisblaðið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312 Yfirlitið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312 Umfjöllun og yfirferð bæjarráðs um Fjárhagsáætlun. Lögð fram tillaga fulltrúa D-listans um áherslur við gerð fjárhagsáætlunar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312 Gestir fundarins kynntu áform um uppbyggingu skipaþjónustuklasa á Suðurnesjum, og svöruðu spurningum bæjarráðsmanna um verkefnið. Fyrir liggur undirrituð viljayfirlýsing Reykjanesbæjar, Reykjaneshafna og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur um verkefnið.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð þakkar heimsóknina og kynningu verkefnisins. Bæjarráð tekur undir stuðning við verkefnið, sem er til þess fallið að bæta atvinnuástandið á Suðurnesjum. Bæjarráð hvetur ríkisvaldið til að styðja við verkefnið á allan mögulegan hátt, enda brýnt nú þegar atvinnuástandið á Suðurnesjum er afar bágborið.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312 Fundargerð 59. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 312. fundi bæjarráðs.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312 Fundargerð 60. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 312. fundi bæjarráðs.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 312 Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 313

2009004F

Samþykkt
Fundargerð 313. fundar bæjarráðs er lögð fram á 172. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökumeridum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: JHH, BBÁ, ÁL, IG, BS.

Fulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun við 9. mál fundargerðarinnar:
Ljóst er að sveitarfélaginu er mikill vandi á höndum eftir að skerðing greiðslna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hefur dregist saman um 66 milljónir á árinu 2020. Líkur eru til að framlög Jöfnunarsjóðsins verði svipaðar 2021 og þær eru 2020. Það lítur því illa út með rekstur sveitarfélagsins 2021 og við þurfum að taka höndum saman ef ekki á mjög illa að fara.

Fulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun við 10. mál fundargerðarinnar:
Ég fagna því að nú er komin lausn í gerð hjólreiða og göngustígs innan sveitarfélagsins sem hefur verið í uppnámi. Ég vona að nú verði ekki um neinar frekari seinkanir á þessari framkvæmd, sem er til hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins.

3.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 17

2009003F

Samþykkt
Fundargerð 17. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 172. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: BÖÓ, ÁL, JHH.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 17 Með erindi stofnunarinnar fylgir frummatsskýrslan, ásamt viðaukum. Skýrslan og viðaukarnir liggja frammi á bæjarskrifstofu, almenningi til sýnis. Stofnfiskur efndi til almenns kynningarfundar í Tjarnarsal miðvikudaginn 9. september 2020, þar sem almenningi gafst færi á að kynna sér áform fyrirtækisins.

    Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við frummatsskýrsluna. Að mati nefndarinnar er á fullnægjandi hátt gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaraðila á þeim, mótvægisaðgerðir og vöktun. Áformin eru í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins. Framkvæmdin er háð umsókn um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar.

  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 17 Lagðar eru fram tvær umsóknir ráðuneytisins. Annars vegar umsókn um framkvæmdaleyfi vegna veðurfarsmælinga, dags. 9. 9. 2020 og hins vegar umsókn um mælistöð nr. 1370. Með umsóknunum fylgir samþykki landeiganda, Sauðafells ehf., ásamt upplýsingum um gerð masturs, afstöðumyndum og fleiri fylgigögnum. Sótt er um uppsetningu á möstrum, annars vegar 30 m stagað mastur og hins vegar 10 m hátt mastur. Nánar er gerð grein fyrir staðsetningu beggja mastranna í gögnum sem fylgja umsókninni. Umsóknin gerir ráð fyrir mælingarnar standi yfir í 2 ár, og að mannvirkin verði fjarlægð að þeim loknum.

    Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

    Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og heimilar útgáfu framkvæmdaleyfis.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 17 Með gögnum málsins fylgir skipulagsuppdráttur og afstöðumynd, þar sem fram stækkun byggingarreits sem nemur u.þ.b. 60 cm til norðurs.

    Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

    Skipulagsnefnd fellst á beiðnina og heimilar að reiturinn verði stækkaður í samræmi við það sem fram kemur á uppdrætti. Nefndin samþykkir stækkun með vísan til 3.mgr. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og gerir ekki kröfu um að breytingin verði grenndarkynnt, enda er um að ræða breytingu er varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 17 Eftirfarandi gögn eru lögð fram:

    -
    bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. september 2020,
    -
    bréf landeigenda Heiðarlands Vogajarða dags. 11. september 2020
    -
    minnisblað staðgengils Skipulags- og byggingafulltrúa dags. 11. september 2020.

    Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

    Málið var áður til umfjöllunar á 13. fundi Skipulagsnefndar þ. 16.6.2020, þar sem samþykkt var að leggja til við bæjarstjórn að tillögurnar verði auglýstar í samræmi við 1.mgr. 31.gr. og 1.mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn staðfesti ákvörðun nefndarinnar á 170. fundi þ. 24.6.2020. Í kjölfarið voru tillögurnar auglýstar, en því miður láðist að leita álits Skipulagsstofnunar áður en tillögurnar voru auglýstar.

    Í erindi Skipulagsstofnunar dags. 9.9.2020 eru settar fram athugasemdir og spurningar um einstök atriði skipulagsbreytingarinnar, með ósk um að stofnunin fari yfir þau mál með skipulagsyfirvöldum sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að boðað verði hið fyrsta til slíks fundar, þar sem sveitarfélagið mun upplýsa betur um þær efnislegu athugasemdir sem fram koma í bréfi stofnunarinnar.
    Skipulagsnefnd fjallar að svo stöddu ekki um athugasemdir sem borist hafa frá landeigendum, enda liggur endanleg afstaða Skipulagsstofnunar til aðalskipulagsbreytingarinnar ekki fyrir að svo stöddu.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 17 Lögð fram fyrirspurn um matsskyldu, unnin fyrir sveitarfélagið af verkfræðistofunni Verkís. Skýrslan hefur þegar verið send Skipulagsstofnun til umfjöllunar, beðið er niðurstöðu stofnunarinnar um efnislega meðferð málsins. Beðið er staðfestingar á endurskoðuðu svæðisskipulagi Suðurnesja, sem er nauðsynleg forsenda þess að nýtt aðalskipulag öðlist gildi. Staðfesting svæðisskipulagsins bíður þess að Skipulagsreglur Keflavíkurflugvallar verði staðfestar, en það mál er til umfjöllunar hjá Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytinu.

    Afgreiðsla nefndarinnar á athugasemdum Skipulagsstofnunar og landeigenda vegna skipulagsbreytingarinnar eru eftirfarandi:

    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 18. júní 2020.
    Samræmi við svæðisskipulag Suðurnesja

    Bent er á að breyting á aðalskipulagi er háð breytingu á svæðisskipulagi Suðurnesja.

    Svar:
    Breyting á aðalskipulagi verður ekki staðfest fyrr en breyting á svæðisskipulagi hefur öðlast gildi.

    Breytingartillaga aðalskipulagsins
    1.
    Spurt er hvort með breytingunni verði lögð ný vatnslögn inn í þéttbýlið í Vogum og hvort breytingin kalli á framkvæmdir innan þéttbýlisins.
    2.
    Bent er á að skoða þurfi samspil legu stofnlagnar vatnsveitu við fyrirhugaða legu Suðurnesjalínu 2, sérstaklega hvað varðar hugsanlegan jarðstreng.
    3.
    Bent er á að „aðrir vegir“ eiga við um vegi sem jafnan eru opnir almennri umferð og því eigi ekki að flokka þjónustuveg vatnsbólsins sem slíkan.
    4.
    Vakin er athygli á að skv. 32. gr. laga um náttúruvernd eiga sveitarfélög að leggja fram tillögu að vegaskrá um vegi í náttúru Íslands og að þjónustuvegir Suðurnesjalínu og vatnsveitu eiga erindi á slíka vegaskrá.

    Svör:
    1.
    Ný vatnslögn tengist inn á núverandi vatnslögn í námunda við núverandi vatnsból sunnan þéttbýlisins og því verða ekki framkvæmdir innan þéttbýlisins vegna nýs vatnsbóls.
    2.
    Fyrirhuguð vatnslögn þverar lagnastæði Suðurnesjalínu 2 en komi til þess að jarðstrengur verði lagður meðfram Reykjanesbraut verður strengurinn á meira dýpi en vatnslögnin.
    3.
    Þjónustuvegurinn sem vitnað er í er að hluta til stígur sem liggur um undirgöng undir Reykjanesbraut, ekki er leyfð umferð vélknúinna ökutækja á þeim vegi. Þjónustuvegurinn verður fjarlægður af uppdrætti aðalskipulagsbreytingar sem „aðrir vegir“.
    4.
    Í vinnslu er endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins og í þeirri vinnu verður gerð gerð tillaga að vegaskrá um vegi í náttúru Íslands innan sveitafélagsins.

    Framsetning
    Bent er á að betra væri að sýna framkvæmdarsvæðið heildstætt á yfirlitsuppdrætti þar sem breytingin skiptist á milli þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdráttar.

    Svar:
    Fallist er á þau sjónarmið að gerður verði sérstakur yfirlitsuppdráttur þar sem framkvæmdirnar verða sýndar heildstætt.
    Umhverfismat
    Bent er á að lagning stofnlagnar vatnsveitu og gerð þjónustuvegar teljast tengdar framkvæmdir við vatnsveituna.
    Bent er á að lögn og vegur fara um svæði sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd. Í ljósi þess telur Skipulagsstofnun rétt að skoða aðra valkosti um legu lagnar og þjónustuvegar.
    Skipulagsstofnun telur að setja þurfi skilmála um fyrirkomulag framkvæmda vegna áhrifa á jarðmyndanir og menningarminjar í deiliskipulagi eftir samráð við MI og UST. Þá þarf að gera betur grein fyrir áhrifum sem framfylgd deiliskipulagsins hefur á þessa jarðmyndanir og menningarminjar.

    Svar:
    Skilmálar í deiliskipulagi vatnsbólsins vegna framkvæmda við vatnsból verða einnig uppfærðir í samræmi við samráð við MI og UST ásamt sem umhverfismat deiliskipulagsins verður uppfært í samræmi við niðurstöðu umhverfisáhrifa sem koma fram í fyrirspurn un vatnsbólið.

    Bréf eigenda 59,06 % Heiðarlands Vogajarða, dags. 24. júní 2020.

    Breytingartillögur:
    1.
    Gert verði ráð fyrir sex borholum innan brunnsvæðis/brunnsvæða, þ.e.a.s. fjórum borholum til viðbótar þeim tveimur, sem tillagan gerir ráð fyrir. Hér verður talað um holurnar samkvæmt tillögu sveitarfélagsins sem holur A og B, en þær eru ætlaðar vatnsveitu Sveitarfélagsins Voga. Talað er um viðbótarholurnar samkvæmt tillögu umbjóðenda minna sem holur C, D, E og F., og eru þær ætlaðar til vatnstöku í almennum viðskiptatilgangi. Miðað verði við 25 l/sek úr hverri holu.
    2.
    Kveðið verði á um það í skipulagstillögunum, að samtímis því að framkvæmdum við vatnsból fyrir Sveitarfélagið sunnan Reykjanesbrautar verði lokið (holur A og B), þá falli úr aðalskipulagi og deiliskipulagi núverandi vatnstökusvæði norðan Reykjanesbrautar, þ.e. vatnsból ásamt brunn- og grannsvæði.
    3.
    Aflétt verði vatnsvernd norðan línuvegar fyrir Suðurnesjalínu 1 og á Vogastapagrágrýtinu, þegar vatnsveita Sveitarfélagsins Voga tekur í notkun þær borholur, sem henni eru ætlaðar (A og B). Þetta svæði verði þá ætlað fyrir íbúðabyggð og mengunarlitla atvinnustarfsemi.
    4.
    Tillaga sveitarfélagsins gerir ráð fyrir niðurgrafinni stofnlögn vatnsveitu frá fyrirhuguðu vatnsbóli sveitarfélagsins að þéttbýlinu í Vogum (fyrir holur A-B). Tillaga umbjóðenda minna er, að við hlið hennar verði gert ráð fyrir annarri lögn frá holum C, D, E og F, sem nái norður fyrir Reykjanesbraut, en ekki lengra í bili.

    Svör:
    1.
    Skipulagsnefnd er þeirrar skoðunar að þessi skipulagsbreyting eigi einungis við um neysluvatnsöflun fyrir sveitarfélagið.
    2.
    Núverandi vatnsból norðan Reykjanesbrautar verður í notkun þar til nýtt vatnsból sunnan Reykjanesbrautar verður tilbúið til notkunar. Vegna þess er ekki talið rétt að fella núverandi vatnsból norðan Reykjanesbrautar út úr aðalskipulagi að sinni.
    Eins og kemur fram í breytingu á aðalskipulagi verður gerð önnur breyting á aðalskipulagi gerð þegar nýtt vatnsból hefur verið tekið í notkun sem fellst í því að brunn- og grannsvæði núverandi vatnsbóls norðan Reykjanesbrautar verður fellt út úr aðalskipulagi.
    3.
    Eins kemur fram í svari hér að ofan verður vatnsvernd á grannsvæði norðan Suðurnesjalínu aflétt með breytingu á aðalskipulagi þegar nýtt vatnsból verður tekið í notkun.
    Svæðið er skilgreint sem óbyggð svæði og ekki er gert ráð fyrir að breyting verði þar á. Í gildandi aðalskipulagi er sú stefnumörkun að efla enn frekar þéttbýliskjarnann í Vogum, en að uppbygging íbúðarsvæða utan hans verði takmörkuð. í greinargerð aðalskipulagsins kemur einnig fram að óskað hafi verið eftir að skilgreina byggingarsvæði á umræddum svæðum norðan Reykjanesbrautar en ekki er talið raunhæft að það verði innan skipulagstímabilsins (2028). Jafnframt er tekið fram að ekki sé útilokað að uppbygging íbúðarsvæða verði á áðurnefndum svæðum eftir tímabil aðalskipulagsins.
    4.
    Skipulagsnefnd er þeirrar skoðunar að þessi skipulagsbreyting eigi einungis við um neysluvatnsöflun fyrir sveitarfélagið.

  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 17 Málið var áður til umfjöllunar á 15. fundi nefndarinnar þ. 15.7.2020. Lokið er við endurnýjun á umferðaskiltum og merkingum í sveitarfélaginu.

    Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
    Málið kynnt. Skipulagsnefnd óskar eftir samanburði verkefna og aðgerða sem þegar hefur verið ráðist í og upptalningu á þeim liðum sem eftir eru.

4.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 89

2009002F

Samþykkt
Fundargerð 89. fundar Frístunda- og menningarefndar er lögð fram á 172. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tóku: BS, ÁE, IG.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 89 Forstöðumaður gerði grein fyrir starfseminni og því sem er framundan í starfseminni. Forstöðumaður svaraði spurningum nefndarmanna.

    Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

    Nefndin þakkar kynninguna og yfirferðina.

  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 89
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 89 Nýráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn, og kynnti sig fyrir nefndinni.

    Afgreiðsla FMN:
    Nefndin þakkar kynninguna og býður nýráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúa velkominn til starfa.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 89 Að þessu sinni fellur sameiginleg hefðbundin heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum niður. Gert er ráð fyrir að hvert og eitt sveitarfélag skipuleggi eigin forvarnarviku. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að taka málið upp á næsta fundi nefndarinnar.

    Afgreiðsla FMN:
    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 89 Afgreiðsla FMN:
    Nefndin samþykkir tillögu Menningarfulltrúa um að dagur félagasamtaka verði frestað til ársins 2021.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 89 Bæjarstjóri kynntu vinnu við fjárhagsáætlun.

    Afgreiðsla FMN:
    Nefndin leggur fram eftirfarandi áherslur vegan fjárhagsáætlunar:
    - Ráðist verði í kaup og uppsetningu á ærslabelg
    - Hugað verði að uppsetningu hundagerðis í sveitarfélaginu
    - Nefndin Óskar eftir að skoðaður verði möguleiki á uppsetningu rennibrautar í sundlauginni.
    - Nefndin hvetur til þess að hugað verði að endurnýjun og viðhaldi leiksvæða og skólalóðar
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 89 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um sumarstörf í sveitarfélaginu. Alls voru 9 ungmenni sem fengu störf við átaksverkefni hjá sveitarfélaginu í sumar.

    Afgreiðsla FMN:
    Lagt fram.



5.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 91

2009005F

Samþykkt
Fundargerð 91. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 172. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Fræðslunefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 91 Í máli Hálfdans kom fram að skólahald Stóru-Vogaskóla er með eðlilegum hætti. Allra sóttvarna er gætt og hefur það gengið mjög vel.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 91 Starfsáætlun Stóru-Vogaskóla lögð fram og kynnt lauslega. Áætlunina má finna á vef skólans. Skólaráð mun taka áætlunina til umfjöllunar og umsagnar á næsta fundi sínum og Fræðslunefnd ákvað að fresta umfjöllun um áætlunina til næsta fundar.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 91 Í dag eru 10 nemendur í píanónámi, fjórir á biðlista. Þá er boðið upp á söngnám, kór og hljómsveit. Forskóli (blokkflautunám) er í fyrsta og öðrum bekk. Tónlistarskólinn er að sönnu lítill og starf hans viðkvæmt en ánægja er með þá starfsemi sem boðið er upp á. Fræðslunefnd leggur til að stofnuð verði nefnd til að ræða framtíðarsýn skólans og leggur til að leitað sé leiða til að efla hann.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 91 Drög að endurskoðuðum reglum lögð fyrir Fræðslunefnd til umsagnar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 91 Lagt fram.

    Að lokinni umræðu um þennan lið gekk nefndin um húsnæði skólans ásamt skólastjóra og fékk fræðslu um aðbúnað og starfsemina.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?