Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga
89. fundur
10. september 2020 kl. 17:30 - 19:15 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
Sindri Jens Freyssonformaður
Guðrún Kristín Ragnarsdóttiraðalmaður
Anna Karen Gísladóttiráheyrnarfulltrúi
Bjarki Þór Wíum Sveinssonaðalmaður
Tinna Hallgrímsaðalmaður
Einar Ásgeir Kristjánssonaðalmaður
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Starfsemi íþróttamiðstöðvar 2020
2009005
Héðinn Ólafsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar kynnir starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar á árinu 2020 og starfið sem fyrirhugað er í vetur.
Lagt fram
Forstöðumaður gerði grein fyrir starfseminni og því sem er framundan í starfseminni. Forstöðumaður svaraði spurningum nefndarmanna.
Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:
Nefndin þakkar kynninguna og yfirferðina.
2.Starfsemi Ungmennafélagsins Þróttar árið 2020
2009007
Fulltrúi/ar Ungmennafélagsins Þróttar kynna starf félagsins árið 2020 og eins vetrarstarfið í vetur.
Frestað
3.Íþrótta- og túmstundafulltrúi Sveitarfélagsins Voga 2020
2009008
Guðmundur Stefán Gunnarsson nýráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi sveitarfélagsins er gestur fundarins.
Lagt fram
Nýráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn, og kynnti sig fyrir nefndinni.
Afgreiðsla FMN: Nefndin þakkar kynninguna og býður nýráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúa velkominn til starfa.
4.Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum
2009010
Gerð grein fyrir stöðu verkefnisins.
Lagt fram
Að þessu sinni fellur sameiginleg hefðbundin heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum niður. Gert er ráð fyrir að hvert og eitt sveitarfélag skipuleggi eigin forvarnarviku. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að taka málið upp á næsta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla FMN: Lagt fram.
5.Dagur félagasamtaka í Vogum 2020
2008027
Kynnt tillaga um að fresta degi félagasamtaka um eitt ár.
Lagt fram
Afgreiðsla FMN: Nefndin samþykkir tillögu Menningarfulltrúa um að dagur félagasamtaka verði frestað til ársins 2021.
6.Fjárhagsáætlun 2021-2024
2007001
Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri kynnir stöðu mála varðandi fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021. Frístunda- og menningarnefnd leggur fram sínar áherslur.
Lagt fram
Bæjarstjóri kynntu vinnu við fjárhagsáætlun.
Afgreiðsla FMN: Nefndin leggur fram eftirfarandi áherslur vegan fjárhagsáætlunar: - Ráðist verði í kaup og uppsetningu á ærslabelg - Hugað verði að uppsetningu hundagerðis í sveitarfélaginu - Nefndin Óskar eftir að skoðaður verði möguleiki á uppsetningu rennibrautar í sundlauginni. - Nefndin hvetur til þess að hugað verði að endurnýjun og viðhaldi leiksvæða og skólalóðar
7.Sumarstörf í Sveitarfélaginu Vogum 2020
2009009
Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri fer yfir sumarstörf í sveitarfélaginu sumarið 2020.
Lagt fram
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um sumarstörf í sveitarfélaginu. Alls voru 9 ungmenni sem fengu störf við átaksverkefni hjá sveitarfélaginu í sumar.
Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:
Nefndin þakkar kynninguna og yfirferðina.