Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

312. fundur 02. september 2020 kl. 06:30 - 08:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Boðun 42. hafnarsambandsþings í Ólafsvík

2007027

Tilkynning um frestun Hafnasambandsþings
Lagt fram
Lagt fram erindi framkvæmdastjóra Hafnasambands Íslands dags. 24.08.2020, þar sem tilkynnt er um frestun Hafnasambandsþings um óákveðinn tíma.

2.Atvinnuleysistölur 2020

2006024

Yfirlit Vinnumálastofnunar um atvinnuleysistölur.
Lagt fram
Yfirlit Vinnumálastofnunar um atavinnuleysistölur í ágúst lagðar fram.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í Sveitarfélaginu Vogum og á Suðurnesjum. Samkvæmt spá Vinnumálastofnunar fyrir ágúst 2020 er gert ráð fyrir að atvinnuleysi, almennt og minnkandi starfshlutfall, telji um 17% á Suðurnesjum og 13% í Sveitarfélaginu Vogum. Útlit er fyrir að staðan versni enn frekar á komandi vikum og mánuðum, en frá því þessar tölur voru birtar hafa borist upplýsingar um fjöldauppsagnir á svæðinu. Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisskrá er hvergi meiri á einu landsvæði en á Suðurnesjum.

Í ljósi þróunar á heimsfaraldri Covid-19 og þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til, þá er ástand og horfur í atvinnumálum nú enn meira áhyggjuefni en var fyrir nokkrum vikum síðan. Eftir að heldur birti til á sumarmánuðum, þá standa nú fjölmörg atvinnufyrirtæki frammi fyrir samdrætti í starfsemi þeirra, sem veldur tekjufalli og hefur í för með sér fækkun starfsfólks. Framundan er erfiður tími fyrir fjölmarga einstaklinga og heimili vegna atvinnumissis og óvissu í atvinnu- og fjármálum.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga beinir ákalli til ríkisstjórnar og alþingismanna um að vinna með sveitarfélögum á Suðurnesjum og aðilum vinnumarkaðarins að því að leita allra mögulegra leiða til þess að mæta þeim miklu áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrirog leita leiða til að koma hjólum flugtengdrar starfsemi í gang að nýju.

Bæjarráð skorar á ríkisvaldið að styðja við sveitarfélagið vegna mikils samdráttar í tekjum þeirra, þannig að hægt verði að halda uppi eðlilegri þjónustu við íbúa.

3.Heilsueflandi samfélag.

1807002

Minnisblað samráðshóps um heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum, tillaga um að sundkort gildi á milli sundlauga á Suðurnesjum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillöguna. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vekur athygli á því að um langa hríð hafa ungmenni búsett í sveitarfélaginu haft frían aðgang að sundlauginni í Vogum. Frá og með upphafi árs 2020 hafa allir íbúar sveitarfélagsins haft frían aðgang í sundlaugina.

4.Ungmennaráð

2008060

Erindi Umboðsmanns barna dags. 26.ágúst 2020 um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga
Lagt fram
Erindið lagt fram.

5.Hafnargjöld-Særós GK-235

2008050

Erindi Vogasjóferða v/ hafnargjalda
Samþykkt
Lagt fram erindi Vogasjóferða ehf. dags. 25.8.2020, beiðni um niðurfellingu hafnargjalda Særósar GK.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að bjóða Vogasjóferðum ehf. gjaldfrest á hafnargjöldum félagsins, á sambærilegan hátt og veittur hefur verið gjaldfrestur á fasteignagjöldum lögaðila í ferðaþjónustu. Gjaldfresturinn er veittur til 6 mánaða.

6.Samstarf um innheimtu

2008059

Endurskoðun fyrirkomulags innheimtumála sveitarfélagsins.
Frestað
Afgreiðslu málsins er frestað. Bæjarstjóra er falið að taka saman samanburðarupplýsingar fyrir næsta fund bæjarráðs, og að málið verði tekið þá fyrir að nýju.

7.Framkvæmdir 2020

2004010

Minnisblað bæjarstjóra um stöðu framkvæmda 31.08.2020
Lagt fram
Minnisblaðið lagt fram.

8.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2020

2001034

Tekjuyfirlit janúar - ágúst 2020
Lagt fram
Yfirlitið lagt fram.

9.Fjárhagsáætlun 2021-2024

2007001

Umfjöllun bæjarráðs um fjárhagsáætlun.
Lagt fram
Umfjöllun og yfirferð bæjarráðs um Fjárhagsáætlun. Lögð fram tillaga fulltrúa D-listans um áherslur við gerð fjárhagsáætlunar.

10.Skipaþjónustuklasi á Suðurnesjum

2008053

Erindi hafnarstjóra Reykjaneshafna dags. 19.08.2020 um uppbyggingu skipaþjónustuklasa á Suðurnesjum.

Gestir fundarins undir þessum lið verða Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna og Þráinn Jónsson, framkvæmdastjórni SKN.
Lagt fram
Gestir fundarins kynntu áform um uppbyggingu skipaþjónustuklasa á Suðurnesjum, og svöruðu spurningum bæjarráðsmanna um verkefnið. Fyrir liggur undirrituð viljayfirlýsing Reykjanesbæjar, Reykjaneshafna og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur um verkefnið.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakkar heimsóknina og kynningu verkefnisins. Bæjarráð tekur undir stuðning við verkefnið, sem er til þess fallið að bæta atvinnuástandið á Suðurnesjum. Bæjarráð hvetur ríkisvaldið til að styðja við verkefnið á allan mögulegan hátt, enda brýnt nú þegar atvinnuástandið á Suðurnesjum er afar bágborið.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 59

2007002F

Lagt fram
Fundargerð 59. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 312. fundi bæjarráðs.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 60

2007004F

Lagt fram
Fundargerð 60. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 312. fundi bæjarráðs.
  • 12.1 2007024 Breiðuholt 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 60 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

13.Fundargerðir HES 2020

2002001

Fundargerð 283. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:15.

Getum við bætt efni síðunnar?