Vorgleði eldri borgara í Álfagerði

Vorgleði eldri borgara var haldin í Álfagerði miðvikudaginn 30. maí s.l. Veður var afar gott og var margt til gamans gert. Gleðin hófst á púttmóti á minigolfvellinum. Keppt var í karla- og kvennaflokki og sigurvegarar voru Jón Mar Guðmundsson og Bergljót Sigurvinsdóttir. Eftir púttmót var farið að grilla pylsur og hamborgara og tók fólk hraustlega til matar síns. Eftir að allir höfðu borðað nægju sína kom leynigestur í heimsókn en það var enginn annar en Gylfi Ægisson. Hann lék á alls oddi, spilaði, söng og sagði gamansögur. Síðan náði Gylfi í harmonikkuna og tók lagið við góðar undirtektir. Að síðustu var borinn fram dýrindis eftirréttur og kaffi.

Meðfylgjandi eru myndir frá vorgleðinni en ljósmyndarar voru Pétur Skaptason og Jón Mar Guðmundsson,
einnig má sjá fleiri myndir hér í myndasafninu.