Vogastrætó áfram í sókn

Það sem af er árinu (janúar – febrúar) hefur Vogastrætó flutt rúmlega 1.200 farþega. Það er mikil aukning frá síðasta ári, því á sama tíma árið 2013 var fjöldi farþega liðlega 600. Aukningin milli ára er 87%. Þetta sýnir svo ekki er um villst að þjónusta Vogastrætó er vel metin af íbúum sveitarfélagsins. Ferðirnar eru samhæfðar við áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Sveitarfélagið greiðir niður fargjöld til höfuðborgar–svæðisins, farmiðakortin eru til sölu á bæjarskrifstofunni og í íþróttamiðstöðinni. Frítt er í ferðir til Reykjanesbæjar, Sandgerðis, Garðs og Grindavíkur.